Frelsi til að drekka bjór í 18 ár

Bjór Í dag, 1. mars, eru 18 ár liðin frá því að sala á sterkum bjór, var leyfð á Íslandi. Innflutningur og sala á bjór var bönnuð með lögum árið 1915, bannið var því í gildi í 74 ár. Frumvarp um afnám bjórbannsins var samþykkt á Alþingi að kvöldi 9. maí 1988. Oft hafði fram að því verið lagðar fram tillögur á þingi um afnám bannsins en alltaf tókst andstæðingum þess, að sala á áfengu öli yrði heimiluð að nýju, að stöðva framgang breytinganna.

Loks tókst að ná þingmeirihluta um málið í kjölfar þingkosninganna 1987 og frumvarpið varð að lögum eins og fyrr segir vorið 1988. Ólíkt því sem nú er voru deildir þingsins þá tvær, efri og neðri deild, og tafði það afgreiðslu málsins að ekki var víst um stuðning í annarri deildinni. Atkvæðagreiðsla um bjórinn varð þó ekki eins tvísýn og búist hafði verið við í upphafi.

Ég fer nánar yfir þetta í pistli á vef SUS í dag, sem ber heitið: Frelsi til að drekka bjór í 18 ár

Bendi ennfremur á þennan tengil:
Ýmis ummæli andstæðinga frelsis í umræðum um afnám banns við neyslu og sölu bjórs

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei nei nei, banna klám, bjór, tóbak, box, innflutning á óæðri vörum, einkabíla, alla landsframleiðslu nema sjávarútveginn og einkavæðingu.  Vil ekki sjá samkeppni og valfrelsi.

ÆTLAR FÓLK VIRKILEGA AÐ KJÓSA ÞETTA YFIR SIG?!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 17:12

2 identicon

Núna vantar bara meirihluta til þess að fella óréttlætanlega neyslustýringu á áfengi, meðal annars með því að fella forvarnarskattinn og leyfa frjálsa sölu.

Geiri (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 17:23

3 identicon

Það er líka mál til komið að leyfa hér sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum til þeirra sem eru orðnir 18 ára, eins og tóbaks.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 18:05

4 Smámynd: Haukur Kristinsson

tel það vera skylda að fá sér bjór í tilefni dagsins svo skál í bjór kvöld

Haukur Kristinsson, 1.3.2007 kl. 18:11

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Skál!!

Guðmundur H. Bragason, 1.3.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband