Orðhákurinn Steingrímur J. koðnar niður í þinginu

Steingrímur J. Það var frekar kostulegt að sjá Steingrím J. Sigfússon koðna niður í þinginu og vilja ekki svara einfaldri spurningu á sama degi og hann trompar bæði Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í tveim skoðanakönnunum. Í dag mældist enda VG stærri en Samfylkingin í fyrsta skipti hjá Gallup í heil fimm ár og hann hefur meira fylgi meðal landsmanna til að verða forsætisráðherra en Ingibjörg Sólrún. Er Steingrímur J. kannski að verða forsætisráðherraefni vinstriaflanna? Ekki hægt annað en að spyrja pent.

Þingmenn Framsóknarflokksins gerðu Steingrími J. greinilega nokkurn grikk á þingi í dag með því að minna hann á að innan við tvö ár eru síðan að fram kom af hans hálfu í þingumræðu að Neðri-Þjórsá væri mjög eðlilegur virkjunarkostur. Sagði hann þá ennfremur að vinstri grænir hefðu í sveitarstjórnum stutt stóriðju á Grundartanga og Húsavík og virkjanir á Hellisheiði vegna stækkunar í Straumsvík. Athygli vakti að Steingrímur vék sér undan því að svara. Hann koðnaði niður undan spurningum og athugasemdum alþingismannanna Guðjóns Ólafs Jónssonar og Hjálmars Árnasonar. Enda er þetta frekar pínlegt fyrir mann sem sveipar sig fagurgrænum heilagleikaljóma í umhverfismálum á tyllidögum.

Ég hef lengi fylgst með stjórnmálum hér á þessu svæði og verið stjórnmálaáhugamaður í mjög mörg ár, eiginlega síðan að ég komst til vits og ára. Heimahéröð mín hér fyrir norðan hafa verið pólitískur vettvangur Steingríms J. og segja má að þessi hluti Norðausturkjördæmis sem ég bý í hafi verið vagga VG í upphafi. Ég verð því fúslega að viðurkenna eftir öll þessi ár sem pólitískur áhorfandi hér að ég hef aldrei séð Steingrím J. svona vandræðalegan eins og í þinginu í dag. Það var mjög tómlegur svipur í andlitinu yfir þessum svörum. Orðin komu aldrei í umræðunni... engin svör. Það var bara horft út í bláinn. Merkilegt móment, svona ekta Kodak moment, eins og bloggvinur Árni blaðaljósmyndari myndi kalla það.

Ég var á fundi með Steingrími J. á þriðjudagskvöldið. Það var gott spjall um ýmis málefni og við sátum heillengi og fórum yfir stöðu mála. Hann drakk kaffi á meðan að ég drakk mjög hollan og góðan epladrykk, mjög hollur og góður drykkur eflaust ef marka má pakkalýsingarnar með prósentum. En hvað með það. Þar var fyrir framan mig og aðra fundarmenn staddur maður, mjög sjóaður pólitískur sjóari sem hefur siglt um allar pólitísku öldur heimsins, sem svaraði öllum spurningum sem að honum var beint. Ekkert hik og svör á reiðum höndum. Þannig man ég alla tíð eftir Steingrími J.

Þannig var hann ekki í þinginu í kvöld. Þar var tómlegt augnaráð og þögnin ansi áberandi. Mjög merkilegt. Það er betra sennilega að þegja en moka dýpri holu en þá sem þegar var ljós í þessu máli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Stefán Friðrik !

Þakka þér fyrir góða punkta, en........... því miður eru félagar þínir, margir hverjir; í Sjálfstæðisflokknum, sömu kauðarnir og SJS, það er nú enginn sérstakur stuðningur  í flokknum, fyrir því; að við Sunnlendingar höldum óskoruðum réttindum yfir þeim óvirkjuðu vatnsföllum, í Vestur- Skaftafells - Rangárvalla og Árnessýslum;okkar heimahéraði til nytja, þá líða tekur á 21. öldina, Stefán.

Það vill svo til Stefán, ykkur Eyfirðingum og ágætum nærsveitamönnum ykkar til glöggvunar nánar; að miðbik Faxaflóasvæðisins er gjörsamlega óseðjandi, hvort heldur er litið til orkuöflunar eða annarra þátta. þegar um ''hagvaxtar'' staglarana er að ræða. Nú segjum við Sunnlendingar: hingað og ekki lengra ! Landsvirkjunarmenn; verða að fara að átta sig á því, að iðnaðaruppbygging kynni að verða víðs vegar um Suðurland, ekki síður en annars staðar. Þurfum við ekki að gera ráð fyrir, að okkar börn og þeirra afkomendur, hafi eitthvað með mál sín; að segja, í framtíðinni ?

Og Stefán, endilega.............. a.m.k. allrar landsbyggðarinnar vegna, farið nú að skipta um flokksforystu, sem kynni að sjá til fleirri fjalla innan síns sjóndeildarhrings, en bara gömlu góðu Esjuna og blessaðan Keilinn.

Með þjóðernissinna kveðjum, norður í hinn stórkostlega Eyjafjörð /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvölluim   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

held að sunnlendingar finni þef af peningum, best að gaula sem mest þá fæ ég meiri pening fyrir ekki neitt

Haukur Kristinsson, 2.3.2007 kl. 01:03

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hefur bara vantað adrenalínið í karlinn, þetta sem hann fær við að vera í kastljósi fjölmiðla. Mér skilst á Jóni Baldvin að það sé drepleiðinlegt niðri á þingi.

Jón Valur Jensson, 2.3.2007 kl. 01:06

4 identicon

Sælir !

Viltu gjöra svo vel, að útskýra hvað þú átt við Haukur Kristinsson ? Vil árétta, að ekki er um peningalega hagsmuni að tefla, heldur fyrst og síðast sjálfstæði landshéraðanna; gagnvart Faxaflóa ofurvextinum !

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 01:22

5 identicon

Steingrímur sagði að Neðri-Þjórsá væri skárri virkjunarkostur en ýmsir aðrir ef virkja ætti á annað borð. Það er ekki í verkahring flokksformanna að skipa sveitarstjórnarmeðlimum fyrir verkum, sama í hvaða flokki þeir standa. Þeir greiða atkvæði eftir sinni eigin sannfæringu, eða eiga að minnsta kosti að gera það. Ég efast til dæmis um að Gunnar Birgisson í Kópavogi sé strengjabrúða formanns Sjálfstæðisflokksins í vatnsveitumálinu. Og í þingsal er að sjálfsögðu skynsamlegt að vera ekki að gapa mikið í ræðustól þegar randaflugur fara þar með ófriði. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 01:26

6 identicon

Á Netinu er að finna 167 þúsund síður um Netlöggur (internet police) og hér er síða um Netlöggur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu sem upprættu barnaklámhring nýlega:

http://technology.guardian.co.uk/news/story/0,,2018547,00.html

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 02:40

7 identicon

Alveg óþarfi að hlaupa upp til handa og fóta þó mýkjudreifarar Framsóknarflokksins reyni að gera mönnum lífið leitt. Þessir Framsóknardindlar eru hvort sem er í dauðateigjunum þessa dagana og vonandi munu landsmenn reka þessa óværu úr þingsölum í kosningunum í vor.

leibbi (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 06:54

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þögnin getur verið hávær.

Þögn kjaftasks er ærandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2007 kl. 09:01

9 identicon

Héraðsforingi Stéfan.

Sjáumst.

kv.

Geiri

Ásgeir H. Reykfjörð (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:21

10 Smámynd: Reinhold Richter

Það er greinilegt að tímarnir breytast og mennirnir með. Það sem boðlegt var í gær þykir ópent í dag og menn þvo hendur sínar af fyrri verkum eða þegja þunnu hljóði. Það er ansi dapurt að hlusta á málsvara gömlu verkalýðsflokkanna, kratar jafnt og gamlir Allaballar hlaupandi út undan sér í athvæðaveiðum stefnulaus reköld almenningsálytsins og stýlista. Það er staðreynd að kaupmáttur hefur ekki í annan tíma mælst hærri en undan farin ár, okkur launamönnum líkar það vel. Við höfu ekki áhuga á samdrætti og skattaánauð. Við viljum bæði virkjun og álver takk fyri.

Reinhold Richter, 2.3.2007 kl. 10:45

11 identicon

Búist er við um einni milljón ferðamanna til landsins eftir nokkur ár. Það þarf tugi þúsunda manna til að sinna þeim og þeir koma nú hingað allan ársins hring. Byggja þarf fjölmörg hótel um allt land til að sinna þessum ferðamönnum og þeir þurfa á alls kyns þjónustu að halda, til dæmis mat og drykk, transportasjónum á milli staða og ýmissi skemmtan. Erlendir ferðamenn hafa hins vegar ekki áhuga á að koma hingað til að sjá stóriðjuver, stórvirkjanir og raflínur út um allar koppagrundir. Það er nóg af slíku í þeirra heimabyggð. Við verðum því að velja á milli stóriðju og erlendra ferðamanna. Ég vel síðari kostinn. Verið er að byggja stórt menningarhús í Reykjavík og þar verður einnig reist hátæknisjúkrahús á næstunni. Það þarf einnig mikinn mannskap til að leggja Sundabrautina og tvöfalda þjóðveginn á milli Selfoss og Akureyrar á næstu árum. Einnig í jarðgangagerð, til dæmis undir Vaðlaheiðina. Við flytjum út fleira en ál, til dæmis sjávarafurðir, tónlist, bókmenntir, hugbúnað, breytta bíla, jarðhitaþekkingu, lyf og bankastarfsemi. Fleira er matur en feitt ket.

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands um meðaltekjur eftir aldri og hjúskaparstöðu, sem unnar eru upp úr framtöldum tekjum einstaklinga, kemur fram að á árinu 2004 voru heildaratvinnutekjur hjóna og sambúðarfólks tæpar 5,9 milljónir króna og árstekjur einstaklinga tæpar 1,9 milljónir króna. Uppfært miðað við meðaltal launavísitölu milli áranna 2004 og 2005 má áætla að meðaltekjur hjóna og sambúðarfólks séu tæpar 6,3 milljónir króna, eða um 524 þúsund krónur á mánuði, 262 þúsund krónur á mann, og að einstaklingar hafi miðað við sömu uppfærslu tæplega 2 milljónir króna í árstekjur, eða um 165 þúsund krónur á mánuði. Þar verður þó að hafa í huga að um getur verið að ræða að framteljandi sé í námi eða hlutastarfi. Tekjulausum framteljendum er sleppt í þessum útreikningum Hagstofunnar. Athyglisvert er einnig að samkvæmt skattframtölum miðað við tekjur 2005 voru ríflega 16 þúsund framteljendur í hópi einstaklinga 25 ára og eldri með mánaðartekjur undir 130 þúsund krónum og 6.857 hjón með samanlagðar tekjur undir 260 þúsund krónum á mánuði, 130 þúsund krónur á mann. Hátekjustétt Íslands á hins vegar meira en nóg af peningum til að greiða meira til þjóðfélagsins.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 11:22

12 Smámynd: Reinhold Richter

Stefán þú mættir gjarnan breyta uppsetningunni á áthugasefndunum því nafn dagur og stund þess er sendir athugasemd kemur sem upphaf næstu athugasemdar en ekki undirskrift þeirrar er viðkomandi skrifar

Kveðja ReiR

Reinhold Richter, 2.3.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband