Siv Friðleifsdóttir hótar stjórnarslitum

Siv Friðleifsdóttir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, mun rétt í þessu hafa hótað stjórnarslitum í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins náist ekki samkomulag um að binda í stjórnarskrá ákvæði um sameiginlega eign þjóðarinnar á auðlindum. Eins og flestir vita eru 70 dagar til alþingiskosninga og því eru þessar hótanir eða ígildi þeirra í það minnsta nokkuð hjákátlegar. 

Það er greinilega einhver skjálfti hlaupinn í Siv. Kannski eftir nýjustu skoðanakönnunina sem mælir hana utan þings eins og formanninn Jón Sigurðsson. Hún var nokkuð ákveðin í orðavali og sagði víst orðrétt að samstarfið gæti heyrt sögunni til fyrir kosningar vegna málsins. Þá yrði annaðhvort minnihlutastjórn eða sett á einhver starfsstjórn í landinu.

Þetta eru merkilegar pælingar með kosningar eftir tvo mánuði og alla flokka komna af stað í pælingum. Það er alveg ljóst að Siv er að reyna að minna á sig með einhverjum hætti. Kannski vildi hún bara vera framar í kvöldfréttapakkanum en Jón Sigurðsson, maðurinn sem hún keppti við um formennsku Framsóknarflokksins fyrir rúmu hálfu ári. Hver veit.

Þetta er allavega athyglisvert innlegg í þetta flokksþing framsóknarmannanna á Hótel Sögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dálítil einföldun, málið snýst ekki um kvöldfréttatíma heldur að Íhaldið efni núverandi stjórnarsáttamála er gerður var í upphafi þessa kjörtímabils.

Ágúst (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það mun væntanlega reyna á það fljótlega. Mér finnst þó merkilegra að hún komi með svona yfirlýsingu. En kannski er ólga innan Framsóknar vegna málsins. Það verður að ráðast. Það er öllum ljóst að það styttist mjög í kosningar. Það hefur orðið minna úr breytingatillögum á stjórnarskrá en átti að vera. Persónulega finnst mér leitt að ekki hafi orðið meiri árangur þar. En þetta verður bara að ráðast. Sé Framsókn ósátt er sjálfsagt eðlilegast að slíta þessu samstarfi. Það verður bara að ráðast. Það er reyndar mjög ósennilegt að það haldi í kosningunum hvort eð er, enda er Framsókn í vondum málum með formanninn úti og reyndar Siv líka og vonda stöðu víða. Hann er varla stjórnhæfur í þessari mælingu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.3.2007 kl. 17:58

3 identicon

Næst verður það framhjáhald og "Svik Sjálfstæðismanna XD". Er Siv búin að vera alveg græn í þessu hjónabandi? Við hverju bjóst hún eiginlega eftir hveitibrauðsdagana? Gulli og grænum skógum? Sjallinn hirti allt gullið og Framsókn fékk bara eina litla birkihríslu. Losaðu þig út úr þessu, Siv, og keyptu þér kvóta. Það er nóg af fiskum í sjónum og auðvitað verða þeir sameign þjóðarinnar, enda þótt þú sért búin að kaupa þá. Ekki nokkur spurning.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er nú EKKI óeðlilegt að það sé uggur í fólkinu þarna, væri ekki hissa þótt eitthvað svonalagað hnjóti úr munni þeirra, margir eru hræddir við meyra afhroð en í síðustu kostningum og Sif er bara að berjast fyrir lífi sínu, ég kann vel við Sif en að sjálfsögðu kýs ég hana ekki.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 2.3.2007 kl. 18:58

5 identicon

Úff og sjúkk. Þegar ég fór inn á bloggið þitt núna var ég búinn að ákveða að ef það yrði enn einu sinni eitthvað um draumadísina mína Önnu Nicole eða óskarinn þá tæki ég þig út af favoritinu hjá mer.

En pólitíkin er komin aftur og takk fyrir það.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Steini: Siv er bara að reyna að pumpa sig upp á þessu. Hún hefur ekki verið sjáanleg í þingliðinu í fylgismælingum svo mánuðum skiptir. Skil hana vel að vilja slá sér upp einhvernveginn.

Sigfús: Tek undir þetta. Mjög sammála.

Örn: Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég er sakaður um að hafa of litla pólitík á vefnum hjá mér. Hér eru pólitísk skrif mjög áberandi alla daga. Alltaf eitthvað um að vera. Ég hef vissulega fleiri áhugamál en stjórnmál. Kvikmyndir skipta mig miklu máli. Hef alla tíð verið mikill kvikmyndaáhugamaður. Óskarinn skiptir mig allavega máli og hann hef ég ávallt dekkað vel í skrifum meðan ég hef haft vef og svo verður eins lengi og ég nenni að skrifa. En það er merkilegt ef sagt er að ég hafi of litla pólitík. Sjónarhorn þó. Ég efast um að þetta blogg verði rólegt fram að kosningum í pólitískum pælingum. En það er auðvitað spáð í fleiru í og með.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.3.2007 kl. 20:50

7 identicon

Haltu bara þínu striki, Stebbi minn. Þú átt eftir að verða forsætisráðherra einn góðan veðurdag. Er ekkert að grínast með það. Farðu vel með þig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:26

8 identicon

Já ég játa að ég var eigingjarn. Er bara svo slétt sama um kvikmyndir þannig séð og ætlaði að giftast Önnu svo ég er viðkvæmur þar...............

Keep up the good work.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:35

9 identicon

Endilega taka Sif á orðinu,það er ekki hægt að þjóðnýta allt og alla bara af því einhvað vinstra lið vill það.

grímnir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:01

10 Smámynd: Kristján Pétursson

Á bloggsíðu minni í dag fjalla ég  um sameign þjóðarinnar samk.kenningum Framsóknarfl  á fiskveiðiréttindum.Nýtingaréttur verður eignaréttur,sem er seldur og leigður og umbreytt í verðbréf  skattlausra skúffufyrirtækja.Halda menn að það breytist eitthvað þó sameignir þjóðarinnar verði lögboðnar í stjórnarskrá meðam þessi ríkisstjórn frjálshyggjunnar er við völd.

Kristján Pétursson, 2.3.2007 kl. 22:12

11 identicon

Hvað sem Siv er að segja þá er hennar einamarkmið þetta: Að slá ryki í augu kjósenda. Hvernig væri nú ef hún sem Heilbrigðisráðherra stæði föst á sínu.

SIV

HVERNIG VÆRI AÐ HÆKKA BIFREIÐAKAUPA STYRKI TIL HREYFIHAMLAÐA SEM EKKI HAFA HÆKKAÐ UM 1 KR Í 8 ÁR !

Bergur Þorri Benjamínsson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband