Siv slær við Jóni - er stjórnarsamstarfið feigt?

Jón og Siv Það fór eins og ég spáði á sjötta tímanum. Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, tókst að komast fram fyrir Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins, í uppslætti í kvöldfréttunum með því að hóta slitum á stjórnarsamstarfinu. Hógværari orð Jóns voru nr. 2 í umfjöllun á eftir hótunum Sivjar. Hún virðist kunna sitt fag að vera meira áberandi en flokksformaðurinn, sem hún tapaði fyrir í formannskjöri í fyrrasumar.

Þessi ummæli Sivjar voru mun harðskeyttari en það sem formaðurinn hafði um sama mál að segja. Hann var rödd rólegri áherslu. Fannst þetta athyglisvert í rauninni. Hélt að allir vissu afstöðu framsóknarmannanna til málsins. Þessi skerpa verður þó einhverjum gleðiefni kannski. Veit það ekki. Eflaust spyrja sig einhverjir hvort stjórnarsamstarfið sé feigt. Það verður að ráðast. Það er allavega ljóst á ummælum Sivjar að hún telur ekki útilokað að steyti á skeri á þessu máli. Hún verður að hafa sína hentisemi á því. Annars er stjórnin feig og vel það í könnunum vegna fylgishruns Framsóknar.

Ég tel að þessi ummæli sýni titring innan Framsóknarflokksins fyrst og fremst. Það horfir ekki vel þar á þessum tímapunkti. Bæði Jón og Siv eru utan þings í þessari stöðu. Það er hætt að vera tíðindi í sjálfu sér. Þetta er þriðji eða fjórði mánuðurinn í röð sem þau eru hvergi sjáanleg í væntanlegu þingliði flokksins í þjóðarpúlsi Gallups. Uppsláttur Sivjar er því skiljanlegur eflaust. Hversu harðar hún gengur fram en formaðurinn eru þó tíðindi, enda er hún ráðherra í ríkisstjórn.

Man einhver eftir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar að hún skellti hurðum í ríkisstjórn í denn? Hótaði öllu illu. Jóhanna kemur einhvernveginn upp í hugann við þessar fréttir, merkilegt nokk. Tek undir það sem Illugi Gunnarsson, verðandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sagði um þetta mál í Kastljósi í kvöld. Vel orðað, pent og gott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar sætasta stelpan á ballinu fær ekki nógu mikla athygli geta orðið þrjátíu metrar á sekúndu í vatnsglasi.

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:59

2 identicon

Ástæðan fyrir utanþingsstjórninni 1942-1944 var einkum ágreiningur á milli Hermanns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, og Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þessi ágreiningur var kenndur við eiðrof og laut að deilum flokkanna um kjördæmaskipanina. Óvildin milli Ólafs og Hermanns var svo mikil að hvorugur þeirra tók þátt í ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar 1947 til 1949 og hvorugur gat unnt hinum að vera forsætisráðherra í samstjórn flokkanna 1950 til 1953, enda þótt báðir væru þar ráðherrar. Hermann hvarf úr ríkisstjórn árið 1953 þegar Ólafur Thors varð forsætisráðherra.

Önnur ástæða fyrir því að utanþingsstjórn sat þegar lýðveldið var stofnað var sú að enginn stjórnmálaflokkur gat unnt hinum að sitja í ríkisstjórn þegar þjóðin hlaut sjálfstæði að nýju eftir að hafa lotið erlendum konungi frá árinu 1262. Stjórnmálamennirnir töldu ástæðulaust að taka þá áhættu að einhver stjórnmálaflokkanna gæti eignað sér með setu í ríkisstjórn að hafa stofnað lýðveldið. (Úr þjóðhátíðarræðu Bíbí í fyrra.)

Steini Briem (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við eigum að láta slag standa og slita þessu samstarfi srax,það væri rettur leikur hjá Geir Haarde,og kostnigar sem fyrst/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.3.2007 kl. 23:54

4 identicon

Já, það er náttúrlega lágmark að Sjallarnir þurrki af skónum áður en þeir ganga yfir Framsókn. Skyldi Framsókn hætta að sofa hjá Sjöllum þangað til hún fær sitt fram og heldur hún framhjá þeim með Samfó, Grænum og Frjálsblindum? Skilur Framsókn við Sjallana að borði og sæng og fær hún lögskilnað í vor? Verður hún ólétt og hver er þá faðirinn? Er það satt að Hvell-Geiri sé búinn að gefa allt úr búinu án þess að tala fyrst við Framsókn? Er Kata með Samfó og er það leyndó eða vita allir af því? Eru allir með öllum? Ekki missa af næsta þætti. Allt getur gerst á Rás sex!

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband