Glaumur, gleði... og ölvun á skólaböllunum

Skólaball Það er heldur betur gleði á skólaböllunum greinilega. Í senn glaumur, gleði... og ölvun. Öll höfum við verið ung og hress. Það er bara partur af pakkanum að lifa hátt og skemmtilega. Vera hress. Það er þó kannski orðið illa komið þegar að foreldrarnir vilja frekar að börnin þeirra sofi af sér áfengismókið í haldi lögreglu en fara með það heim. En kannski er bara Ísland í dag svona.

Ég man þegar að ég fékk mér fyrst verulega í glas. Það er orðið mjög langt síðan. Það var hressilegt geim, eins og við segjum. Ég hélt þó taumhaldi á mér og slapp frá laganna vörðum allavega. Fyrir siðasakir er best að nefna það ekki hvenær að þetta gerðist. En það var hressilegt og gott kvöld í góðra vina hópi á balli. Mjög gaman.... það sem ég man. Öll höfum við upplifað að detta vel í það fyrst. Stundum er það gleðilegt geim... stundum súrt og ömurlegt ef of langt er gengið.

Það er greinilegt að æska landsins lifir hátt. Veit ekki hvort það er of hátt. Það er þó freistandi að fara á þá skoðun heyrandi þessar sögur. En ég ætla ekki að vera dómari. Foreldrarnir verða að hugsa um afkomendur sína þar til þeir hafa vit og aldur til samkvæmt landslögum. Það getur enginn gert betur en foreldrarnir í að hugsa um börnin sín. Þeirra er hlutverkið að hafa vit á hvað sé rétt og rangt. Þess vegna er svolítið sorglegt að heyra sögur af því að sumir foreldrar reddi börnunum sínum víni. Sumir gera það að sögn til að þau fari ekki í ógeð eins og landa hreinlega.

Fannst þessi frétt fyrst og fremst merkileg fyrir þær sakir að hún færir okkur svolitla afgerandi innsýn inn í áfengismenningu unga fólksins. Ég er ekki af þeirri kynslóð lengur. Þegar að ég var á þessum aldri var lifað hátt. Þegar að komið er í framhaldsskóla erum við öll komin á það skeið að vilja prófa okkur áfram. Natural instinct segi ég bara.

Svona er þetta bara. Það er vandratað meðalhófið. Sem einstaklingur sem upplifði þetta fyrir alltof mörgum árum að þá skil ég unglinga að vilja prófa. En við eigum að skilja mörkin vonandi. Stundum er þó erfitt að hætta leik þá hann hæst stendur. Þessi frétt er gott dæmi um það.

mbl.is Sonurinn látinn sofa úr sér í fangageymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk mér fyrst í glas 17 ára gamall og síðan hefur lögreglan verið á hælunum á mér.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Get ekki að því gert Stefán en mér finnst þessi færsla þín vera auglýsingin: Ekkert mál, bara prufa, drekka sig fulla(n), ekkert mál, maður kemst yfir þetta. Og þá er ég hissa á þér að nota fullyrðinguna ,,allir", vænti þess af stjórnmálamanni að hann sleppi alhæfingum. Þó við séum fá þá erum við til sem höfum aldrei orðið ölvuð og fleiri sem hafa aldrei orðið ofurölvuð.

Svo er þetta með að dæma aðra. Eiga mörg okkar það ekki til öðru hvoru að detta í þá gryfju eins og í þessari frétt sem þú vísar í þar sem felldur er ákveðinn dómur yfir foreldrinu - ef fréttamaður hefði viljað þá hefði hann getað sýnt samstöðu með foreldrinu og hrósað fyrir áræðið!

Pétur Björgvin, 3.3.2007 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband