70 dagar til kosninga - hverjir kæmust á þing?

Alþingi70 dagar eru til alþingiskosninga - spennan vex og kosningbaráttan að hefjast af krafti. Könnun Gallups vakti mikla athygli nú undir lok vikunnar og sýnir talsverðar sviptingar. Ég hef nú sett upp lista um það hvaða þingmenn nái kjöri gangi könnunin eftir, sem sýnir stöðu mála á þessum tímapunkti.

Á flestum stöðum eru framboðslistar til og staða mála örugg. Þessi listi er athyglisverður. Í þessu má sjá sviptingar. Tveir sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar eru fallnir í þessari stöðu og fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, en á það ber að minnast að þrír af þessum fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins féllu neðar en í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og einn þeirra var kjörinn af lista Frjálslynda flokksins, eins og minnst er á útskýringum fyrir hvern flokk.

Tveir ráðherrar Framsóknarflokks ná ekki kjöri á þing í stöðunni - formannsefni flokksins á síðasta flokksþingi; Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir. Jón hefur reyndar aldrei fyrr verið í framboði og því ekki setið á þingi. Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Leó Friðriksson og Sigurjón Þórðarson, sem fara fram fyrir frjálslynda, mælast fallnir í könnuninni, en hinn umdeildi Jón Magnússon er inni í Reykjavík suður. Frjálslyndir hafa engan kjördæmakjörinn mann í þessari mælingu.

En hér er semsagt nafnalistinn:


Sjálfstæðisflokkur (24)

Geir H. Haarde - Reykjavík suður
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller

Guðlaugur Þór Þórðarson - Reykjavík norður
Guðfinna S. Bjarnadóttir
Pétur H. Blöndal
Sigurður Kári Kristjánsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - Suðvesturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Ármann Kr. Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Sturla Böðvarsson - Norðvesturkjördæmi
Einar Kristinn Guðfinnsson
Einar Oddur Kristjánsson

Kristján Þór Júlíusson - Norðausturkjördæmi
Arnbjörg Sveinsdóttir
Ólöf Nordal
Þorvaldur Ingvarsson

Árni M. Mathiesen - Suðurkjördæmi
Árni Johnsen
Kjartan Ólafsson
Björk Guðjónsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 22 þingsæti í kosningunum 2003 (bættist liðsauki við inngöngu Gunnars Örlygssonar í maí 2005, sem kom úr Frjálslynda flokknum) - bætir við sig tveim þingmönnum í könnuninni.
Þingmenn sem falla: Birgir Ármannsson, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson.
Þingmenn sem hætta: Halldór Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir.


VG (15)

Kolbrún Halldórsdóttir - Reykjavík suður
Álfheiður Ingadóttir

Katrín Jakobsdóttir - Reykjavík norður
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov

Ögmundur Jónasson - Suðvesturkjördæmi
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Gestur Svavarsson

Jón Bjarnason - Norðvesturkjördæmi
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Björg Gunnarsdóttir

Steingrímur J. Sigfússon - Norðausturkjördæmi
Þuríður Backman

Atli Gíslason - Suðurkjördæmi
Alma Lísa Jóhannsdóttir

VG fékk 5 þingsæti í kosningunum 2003 - bætir við sig tíu þingsætum í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Enginn.
Þingmenn sem hætta: Enginn


Samfylkingin (14)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir - Reykjavík suður
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

Össur Skarphéðinsson - Reykjavík norður
Jóhanna Sigurðardóttir
Helgi Hjörvar

Gunnar Svavarsson - Suðvesturkjördæmi
Katrín Júlíusdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Guðbjartur Hannesson - Norðvesturkjördæmi

Kristján L. Möller - Norðausturkjördæmi
Einar Már Sigurðarson

Björgvin G. Sigurðsson - Suðurkjördæmi
Lúðvík Bergvinsson

Samfylkingin fékk 20 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Valdimars Leós Friðrikssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sex þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Mörður Árnason og Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Þingmenn sem hætta: Margrét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Jón Gunnarsson.


Framsóknarflokkur (6)

Jónína Bjartmarz - Reykjavík suður

Magnús Stefánsson - Norðvesturkjördæmi

Valgerður Sverrisdóttir - Norðausturkjördæmi
Birkir Jón Jónsson

Guðni Ágústsson - Suðurkjördæmi
Bjarni Harðarson

Framsóknarflokkurinn fékk 12 þingsæti í kosningunum 2003 (missti eitt með brotthvarfi Kristins H. Gunnarssonar til Frjálslynda flokksins) - missir sex þingsæti í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Siv Friðleifsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson.
Þingmenn sem hætta: Jón Kristjánsson, Hjálmar Árnason og Dagný Jónsdóttir.

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, er nú utan þings og mælist heldur ekki inni í könnuninni.


Frjálslyndi flokkurinn (4)

Jón Magnússon - Reykjavík suður

Magnús Þór Hafsteinsson - Reykjavík norður

Kolbrún Stefánsdóttir - Suðvesturkjördæmi

Guðjón Arnar Kristjánsson - Norðvesturkjördæmi

Frjálslyndi flokkurinn fékk 4 þingsæti í kosningunum 2003 (einn þeirra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2005 og flokkurinn fékk tvo nýja þingmenn árið 2007) - flokkurinn heldur sínum fjórum mönnum í þessari könnun.
Þingmenn sem falla: Kristinn H. Gunnarsson, Sigurjón Þórðarson og Valdimar Leó Friðriksson.
Þingmenn sem hætta: Enginn.


Þetta eru mjög athyglisverðir nafnalistar og öllum ljóst að gríðarleg uppstokkun verður á Alþingi í vor verði þetta niðurstaðan. Fyrir það fyrsta er ríkisstjórnin fallin í þessari könnun og ljóst að komið getur til mjög spennandi og jafnvel langvinnra stjórnarmyndunarviðræðna ef þessi verður staðan. Þó ber á það að líta að tveir flokkar hafa nú þegar nær útilokað stjórnarsamstarf við Frjálslynda flokkinn eins og staðan er nú.

En 70 dagar er langur tími í pólitík - það eru rúmir tveir mánuðir og tíu vikur til stefnu nákvæmlega. Vikan getur oft verið sem eilífð í pólitík og öllum ljóst að mikil spenna verður yfir baráttunni. Svo er ekki enn útséð um að fleiri framboð komi fram. Það má því búast við leiftandi pólitískri spennu næstu tvo mánuðina.


Þegar að talað er um fallna þingmenn miða ég við frambjóðendur í tíu efstu sætunum. Þessi listi er settur saman eftir útreikningum Gallups á þingmönnum flokkanna og skiptingu þeirra á kjördæmin. Eina sem ég hef því gert er að setja nöfn við niðurstöðu könnunar Gallups og útreikninga, svo það sé skýrt tekið fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að lesa pistlana þína!

Mjög spennand kosningabaráttu framundan og vonandi að menn fari að snúa sér að alvörumálum eins og kjörum almennings og húsnæðismálum og slaki á í blómatínslunni.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Flott úttekt Stefán. Meirihluti þingmanna Vinstri grænna eru konur. Það er frábært! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.3.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Adda bloggar

bloggkveðja og góða helgi!

Adda bloggar, 3.3.2007 kl. 11:51

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Held þú ofreiknir Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi hjá XD i Reykjavik, held svo ad 5. madur komist inn i Rvk. sudur.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Er ekki rétt munað hjá mér að það þurfi kjördæmakjörinn mann til að fá uppbótarþingmenn. Eru þá Frjálslyndir ekki þurrkaðir út eða hvað?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.3.2007 kl. 12:48

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Svavar: Takk fyrir góð orð um skrifin. Sammála þér með kosningabaráttuna, þetta verður líf og fjör svo sannarlega.

Hlynur: Takk fyrir það. Já, það er merkileg niðurstaða. Til dæmis að VG mælist með þrjá menn í Norðvestri; himinn og haf yfir Samfylkingu. Merkileg staða þar, já og víðar auðvitað.

Laugatún: Takk fyrir það.

Kolbrún: Þetta er útkoman frá Gallup með skiptingu manna eftir þessari könnun. Skv. henni hefur Sjálfstæðisflokkurinn, eins og síðast, átta þingmenn í Reykjavík - fjóra í hvoru. Flokkurinn hefur fjóra í öllum kjördæmum nema Kraganum og Norðvestri.

Guðmundur Ragnar: Nei, Frjálslyndir hafa yfir 5% fylgi. Þeir eru komnir í slaginn um jöfnunarsæti við 5% markið. Það þarf ekki að hafa flokk með kjördæmakjörinn mann með jöfnunarsæti ef hann hefur 5% á landsvísu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.3.2007 kl. 16:26

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gaman að sjá svona pælingar.

Tek undir það með ykkur að það er gríðarlega skemmtileg og spennandi kosningabarátta framundan.

Hef tekið eftir því hér á blogginu að Samfylkingin, VG og Framsókn hafa verið að bítast um það hver þessara flokka búi best að kynjajafnréttinu á listum sínum. Miðað við þetta standa Samfylking og Framsókn VG langt að baki.

Mest spennandi er þó núna að vita hvort þetta verði einu flokkarnir sem bjóða fram. Ef ekki, hverjir láta þá verða af því að koma fram og hvaðan munu þeir flokkar sækja fylgi sitt.

Ágúst Dalkvist, 3.3.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband