Ómar ætlar í þingframboð - styttist í nýtt framboð

Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður, hefur nú ákveðið þingframboð með hópi stuðningsmanna Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins. Hann sagði í fréttaviðtali í kvöld ljóst að framboð þessa hóps verði brátt kynnt, allavega fyrir 10. - 12. mars nk. Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulegt þingframboð Ómars og hóps Margrétar undanfarnar vikur og spáð í stöðu mála.

Framboð þessa hóps er nú að myndast og mun vera stefnt að framboði í öllum kjördæmum. Það hefur í raun blasað við síðan að Ómar vék af braut hlutleysis í umhverfismálum síðasta haust að hann væri að íhuga þingframboð og horfa í aðrar áttir. Hann hefur á bloggvef sínum óhikað gagnrýnt flokka og forystumenn stjórnmála og greinilega orðið sífellt pólitískari í áherslum, skrifum og tali. Framboð hans nú til Alþingis virðist eðlilegt framhald fyrri baráttu hans; að hann reyni á styrk sinn og stöðu.

Það er greinilegt að þetta sjötta framboð er að myndast nú. Það má eflaust kalla hægri grænt framboð. Áhrif þess í kosningabaráttu eru óviss á þessari stundu; framboð af þessu tagi gæti safnað saman ótrúlegasta fylgi og verið örlagavaldur rétt eins og Borgaraflokkurinn fyrir tveim áratugum. Erfitt verður um að spá, en það er þó enginn vafi að ákvörðun Ómars um framboð styrkir þennan hóp.

Það verður fróðlegt að sjá þegar að hann og Margrét sýna á spil sín og kynna hóp sinn til framboðs. Það er þó allavega greinilegt að þessi kosningabarátta verður fjörug og spennandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn hefur beðið eftir þessari ákvörðun og vonar að hér sé nú loksins kominn raunhæfur valkostur fyrir hann, eins og hann hefur rætt um hér.

Púkinn, 3.3.2007 kl. 19:41

2 identicon

Einn maður - eitt atkvæði er ekki lengur málið, heldur einn flokkur á mann. Ómar er búinn að segja að hann verði ekki sjálfur í framboði. Samfó og Vinstri grænir á vinstri vængnum og Framsókn, Frjálsblindir, Hægri grænir og Sjallar á hægri vængnum. Ef vinstri flokkarnir ná ekki meirihluta í vor geta þeir valið á milli Frjálsblindra og Hægri grænna, ef þessir flokkar næðu inn mönnum. En fyrst yrðu þeir að tala við Frjálsblinda út af kaffinu. Og ekki fara þeir að mynda stjórn með tæpan meirihluta, þannig að stjórnarflokkarnir gætu orðið fjórir. Samfó fimm ráðherrar, Vinstri Grænir fimm, Frjálsblindir einn og Hægri grænir einn. Addi Kitta Gau sem sjávarútvegsráðherra og Magga sem umhverfisráðherra. Eða bara stuðningur Frjálsblindra og Hægri grænna. Ef Frjálsblindir heimta ráðherra fengju þeir ekki að vera með og sama uppi á teningnum með Hægri græna. En þá gætu þeir snúið sér að Sjöllum og Framsókn. Köttur úti í mýri...  

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég held Steini að langlokupúkinn hafi læðst inn í heilahvelfið hjá þér.Köttur út í mýri,úti er þitt æfintýri.

Kristján Pétursson, 4.3.2007 kl. 00:03

4 identicon

Já, ég man eftir því, Kristján minn, að þú keyptir einkaréttinn að langlokum fyrir 40 árum síðan. Hins vegar er þetta nú bara samloka hjá mér og ég hef alltaf passað mig á að éta ekki langlokurnar þínar, enda falla þær ekki að mínum smekk. Og ef samlokurnar mínar fara svona öfugt ofan í þig skaltu bara sleppa því að éta þær, elsku besti vinurinn. Passaðu þig að villast ekki í skóginum í nótt og mundu eftir að fara í klippingu á mánudaginn. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 00:45

5 identicon

það er ekkert hægt að segja um þetta nýja framboð fyrr en þeir koma fram með listana og hvort þeir séu bara með málefni.
það verður fróðlegt að vita hvort jón baldvin verði þar ofarlega.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband