Spielberg með stolið málverk í safninu

Steven Spielberg

Leikstjórinn Steven Spielberg hefur alltaf verið menningarunnandi og á fjölda listaverka á heimili sínu. Nú er komið í ljós að málverk sem hann keypti á uppboði fyrir átján árum í New York og hefur prýtt heimili hans alla tíð síðan var stolið. Hann keypti verkið á lögmætu uppboði og hjá virtum listaverkasala. Verkinu var stolið í listagalleríi í Missouri fyrir 34 árum. Spielberg er nú að vinna með FBI að reyna að leysa sinn þátt málsins.

Steven Spielberg hefur tvisvar hlotið leikstjóraóskarinn á ferli sínum; fyrir Schindler's List árið 1993 og Saving Private Ryan árið 1998. Hann hefur á löngum leikstjóra- og framleiðsluferli sínum staðið að mörgum vinsælustu kvikmyndum síðari tíma í Bandaríkjunum. Auk óskarsverðlaunamyndanna hefur hann gert myndir á borð við Jurassic Park, Jaws, Minority Report, Raiders of the Lost Ark og E.T.

Þetta mál er nú frekar svona súrsætt fyrir Spielberg, en hefur í sjálfu sér engin áhrif á hann. En það er vissara að kanna verkin sem maður kaupir á uppboðum. Það gæti leynst verk sem á sér einhverja fortíð með einum eða öðrum hætti, með misjöfnum hætti, þar á meðal. Annars er þetta mjög athyglisvert mál.

Það er Spielberg er án nokkurs vafa valdamesti kvikmyndaleikstjórinn og hefur mikil áhrif bæði sem leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Ég fjallaði um Spielberg og feril hans í ítarlegum leikstjórapistli á kvikmyndir.com árið 2003.

Annars ætla ég núna að fara að horfa á Jaws. Orðið alltof langt síðan að ég hef sett hana í tækið. Það er sannkölluð eðalmynd.


mbl.is Stolið málverk finnst hjá Steven Spielberg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Spielberg er í uppáhaldi hér.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 4.3.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband