Stjórnarandstaðan reynir að blikka Framsókn

StjórnarandstaðanStjórnarandstaðan segist nú tilbúin í að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta tilboð er greinilega sett fram til að blikka Framsóknarflokkinn í aðdraganda þingkosninga og reyna að reka upp flein milli stjórnarflokkanna. Það var mjög fyrirsjáanlegt að til þessa kæmi eftir kjánaleg ummæli Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, og önnur ummæli innan Framsóknarflokksins sem þó gengu skemur en ansi ákveðin ummæli ráðherrans.

Það er engin furða að stjórnarandstaðan reyni að blikka Framsóknarflokkinn nú á þessari stundu. Þetta er skipulögð útgáfa þeirra til að reyna á stjórnarflokkana og reyna að fá framsóknarmenn til að standa við stóru orðin og jafnvel slíta sig frá Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru með þessu að reyna á Framsókn í stöðunni og kanna hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga. Það varð ljóst í morgun að vel fór á með forystumönnum stjórnarflokkanna og það er engin dramatík þannig séð í málinu. Það er ekki sami hasar í gangi. En stjórnarandstaðan ætlar greinilega að reyna á það hvort Framsókn er alvara með orðum sínum og fasi um helgina. Þeir ætla að keyra málið áfram.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú í þessu máli. Stjórnarandstaðan notfærir sér þetta skiljanlega. Það er ekki undrunarefni eftir að ráðherra sagði stjórnarslit á borðinu og þingmaður samstarfsflokks þeirra taldi rétt að ráðherrann segði af sér vegna ummælanna. Þetta er mesta krísa þessarar ríkisstjórnar síðan úr fjölmiðlamálinu, þó kannski megi segja að krísan sé óttalegur stormur í vatnsglasi. En nú fáum við brátt að sjá hvað gerist í málinu. Það er öllum ljóst að þetta ræðst innan skamms, enda er þingið á sínum síðustu starfsdögum þessa dagana, enda fara þingmenn að halda á fullu í lokasprett kosningabaráttunnar.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Framsókn gerir í kjölfar þessa hálfgerða bónorðs stjórnarandstöðunnar í stöðunni. Það er greinilegt að stjórnarandstaðan ætlar að reyna á þolrif Framsóknarflokksins og ætlar að reyna að keyra þá til að gera alvöru úr hótunum sínum, t.d. stjórnarslitstali heilbrigðisráðherrans. Þarna ætla menn að reyna á hvort Framsókn meini eitthvað með upphlaupinu. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist.


mbl.is Stjórnarandstaðan býðst til að styðja stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Allir þeir sem hafa eitthvað vit á lögum eða viðskiptum vita að þessi stjórnarskrár breyting myndi þýða ef hún væri virk, hörmungar fyrir landsbyggðina. Þegar menn eins og Sigurður Líndal kallar stjórnarskrár breytingar lýðsskrum þá hlýtur eitthvað að vera að. 

Spurninginn er hinsvegar hvort Framsókn sé núna að róa fyrir lífi sínu svo þeir hreynlega detti ekki af þingi. Það virðist vera að allir þeir sem vilja halda lífi í landsbyggðini verði að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Hinir flokkarnir vilja greinilega senda alla á mölina viljandi eða óviljandi sem reyndar er verra því það sýnir hversu mikil vitleysa kemur frá þeim. 

Fannar frá Rifi, 5.3.2007 kl. 16:32

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Eitthvað ertu að misskilja þetta, held að þetta sé einmitt gert til að fá Framsókn til að standa við stóru orðin. Held að ég geti fullyrt að enginn í stjórnarandstöðinni hafi hug á samstarfi við Framsókn, þó einstaka meðlimir flokksins reyni að hefja sig upp á kostnað annarra.

En það er sjálfsagt að hjálpa þeim að standa við það sem þau settu fram af slíkum alvöruþrunga á landsþingi sínu.

Birgitta Jónsdóttir, 5.3.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Fannar: Tek undir þetta. Sammála þessu.

Birgitta: Þetta er í og með bæði svosem. Fyrst og fremst snýst þetta um að reyna á þolrif Framsóknar. Hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga. En hinsvegar tel ég ef að stjórnin fellur og það verður naumt muni VG og Samfylkingin frekar tala við Framsókn um að vera þriðja hjól vinstristjórnar en frjálslynda, sem hafa málað sig út í horn með innflytjendatali sínu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.3.2007 kl. 16:45

4 identicon

Ég held að úr því sem komið er muni Framsókn beygja Sjallana til að leggja fram frumvarp núna um að setja ákvæði í stjórnarskrána um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum, ekki bara auðlindum sjávar, þ.e.a.s. EF stjórnarflokkunum tekst að ná sameiginlegri niðurstöðu um hvað slíkt ákvæði muni þýða í raun.

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 17:03

5 Smámynd: valdi

Ha ha ha,Já blikka Framsóknarflokkin,ég hélt að þú vissir að það vill eingin sjá þennan framsóknarflokk,hvorki þjóðin né stjórnaranstaðan 

valdi, 5.3.2007 kl. 17:15

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég held að ég geti fullyrt að VG myndi seint vilja í eina sæng með XB eftir það sem undan er gengið. Get ekki séð fyrir mér hvernig stjórnarandstaðan gæti réttlætt það gagnvart kjósendum sínum að fara í stjórnarsamstarf með XB. Merkilegt nokk hvað honum tekst oft að blekkja fólk til að kjósa sig með lygum og ómerkilegri taktík.

Birgitta Jónsdóttir, 6.3.2007 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband