Hver mun stjórna Akureyrarstofu?

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar33 umsóknir voru um stöðu framkvæmdastjóra Akureyrarstofu, markaðs-, menningar- og ferðamálaskrifstofu Akureyrarbæjar. Átök voru á milli meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akureyrar fyrir nokkrum vikum um það hvort auglýsa ætti starfið. Lagðist bæjarfulltrúi Samfylkingar, sem situr í stjórn Akureyrarstofu, gegn því mati formannsins í nefndinni að auglýsa stöðuna. Voru átök uppi milli fulltrúa flokkanna þar til þeir náðu loks samkomulagi eftir sérstakan sáttafund leiðtoga meirihlutaflokkanna með nefndarmönnunum.

Fjöldi umsækjenda segir allt sem segja þarf um það að mikill áhugi er fyrir verkefninu. Hjá Akureyrarstofu eru enda mörg spennandi tækifæri og eðlilegt að fjöldi fólks vilji eiga möguleika á að stýra slíku starfi. Það að ekki hafi verið samstaða í upphafi um að auglýsa starfið vakti athygli og umræðu stjórnmálaáhugamanna í bænum. Það á að sjálfsögðu að vera algjört grunnmál að svona stöður séu auglýstar lausar til umsóknar, sérstaklega við þessar aðstæður, enda er með því landslagið skannað og athugað hverjir hafi áhuga á stöðunni, sem er ný.

Fjöldi mjög hæfra einstaklinga sækir um þessa stöðu. Það ætti því ekki að vera vandamál að velja hæfan einstakling til verka við að stjórna Akureyrarstofu. Þarna eru bæði einstaklingar innan og utan bæjarkerfisins og verður fróðlegt að sjá hver fái hnossið. Ég er þess fullviss að Akureyrarstofa muni hlúa að þeim þáttum vel sem henni er ætlað og hún mun marka góðan grunn í menningar- og markaðsmálum hér í sveitarfélaginu.

Miklu máli skiptir hver muni halda á verkefninu. Fyrst og fremst gleðst ég yfir því að framkvæmdastjórastaðan var auglýst. Allt annað hefði verið óeðlilegt verklag og undraðist ég mjög að Samfylkingin hafi verið mótfallin því í fyrstu að leyfa fólki úr ólíkum áttum að sýna áhuga á að stjórna þessum verkefnum. En það er gleðiefni að Samfylkingin skipti um skoðun.

Nú verður fróðlegast að sjá hvern meirihlutinn velji úr fjölbreyttum umsækjendahópi til að halda utan um metnaðarfull verkefni í málaflokkunum sem marka Akureyrarstofu. Hvort leitað verði inn í bæjarkerfið eður ei.

Grein áður birt á bæjarmálavefritinu Pollinum, 7. mars 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er tóm steypa að auglýsa störf laus til umsóknar og að sjálfsögðu ætti einnig að sleppa öllum kosningum til bæjarstjórnar á Akureyri. Tvær flugur í einu höggi. Bastian bæjarfógeti á að ráða þessu öllu saman. Og hvar eru nú Soffía frænka, Tóbaks-Steini, bakarinn, pylsugerðarmaðurinn, Tóbías bæjarvitringur, Kasper, Jasper og Jónatan, folk og røvere í Kardemommeby?

Við læðumst hægt um laut og gil
og leyndar þræðum götur,
á hærusekki heldur einn
en hinir bera fötur.
...
þó störfum við aldreigi of eða van,
hvorki Kasper né Jesper né Jónatan. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kaldhæðni er alltaf skemmtileg Steini. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.3.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband