Hægri græni Íslandsflokkurinn að verða til

Margrét SverrisdóttirNýr hægri grænn stjórnmálaflokkur Margrétar Sverrisdóttur, Ómars Ragnarssonar og fleiri aðila, sem hefur vinnuheitið Íslandsflokkurinn, er að verða til. Nýtt framboð, sem stefnt er að bjóði fram í öllum kjördæmum, verður væntanlega kynnt á næstu dögum. Þegar er orðið nokkuð ljóst að Margrét og Ómar muni leiða lista flokksins í höfuðborginni en hinsvegar hvílir mun meiri dulúð yfir skipan forystusæta framboðslista nýja framboðsins í öðrum kjördæmum landsins.

Eins og fram hefur komið á bloggsíðum og í fréttum fjölmiðla er stefnt að því að nýja framboðið heiti Íslandsflokkurinn. Hefur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður og líklegur frambjóðandi í nafni nýja framboðsins skráð lénið islandsflokkurinn.is og hljóta það að teljast afgerandi skilaboð um nafnið á flokknum og ekki síður áherslur flokksins. Þetta á að vera umhverfisflokkur sem leggur áherslu á verndun landsins og náttúruauðlindanna. Það blasir enda við að það verði lykilbaráttumál auk fleiri annarra eflaust.

Eftir því sem Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og einn forystumanna framboðsins, sagði í Silfri Egils fyrir viku er stefnt að kynningu framboðsins fljótlega, væntanlega innan viku. Það virðist unnið mikið á bakvið tjöldin og safnað liði. Enn eiga Margrét og Ómar og þeir sem með þeim ætla að starfa í nafni Íslandsflokksins eftir að sýna vel á spil sín, hver séu trompin þeirra og helstu áherslur, önnur en umhverfismálin. Enda virðist unnið að heilsteyptu framboði með niðurnegldar áherslur í öllum þeim málaflokkum sem máli skipta í samfélaginu.

Það eru rúmir 60 dagar til kosninga. Áhrif nýs hægri græns framboðs eru óviss á þessari stundu. Það gæti allt eins orðið örlagaríkt afl í kosningabaráttunni, einnig gæti það floppað. Gengi þessa framboðs verður eitt af spurningamerkjum þessarar kosningabaráttu rétt eins og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar fyrir tveim áratugum. Hann fór fram sem leiðtogi með langa stjórnmálafortíð að baki, þó að hann hefði verið hrakinn af ráðherrastóli af forystu Sjálfstæðisflokksins. Þó að honum tækist ekki að koma Borgaraflokknum í ríkisstjórn varð framboðið örlagavaldur.

Fyrirfram sést enginn þungavigtarhöfðingi í röðum Íslandsflokksins á við Albert Guðmundsson en þar er fólk sem hefur verið áberandi í stjórnmálum og ekki síður þjóðmálunum. Því er erfitt að spá í hvernig fer. En augu allra verða á næstunni á Íslandsflokknum og gengi hans. Það má fullyrða á þessari stundu, hvernig svo sem gengi hans verður að lokum.

Það verður áhugavert að sjá hvernig hann mælist á næstunni. Kannanir segja oft söguna vel. Það þarf ekki að efast um að kannanir eru í gangi. Ætli að Fréttablaðið sé með nýja framboðið í næstu könnun sinni? Eru þeir ekki með könnun á morgun? En þetta verður svo sannarlega spennandi kosningabarátta, lítill vafi á því.


mbl.is Íslandsflokkurinn vinnuheiti á áformuðu þingframboði Margrétar Sverrisdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaður Stefán. Það er rétt hjá þér að mikil vinna fer nú fram á fyrirhuguðu framboði. En það er ofmælt að nafnið verði Íslandsflokkurinn enda bara eitt af mörgum nöfnum sem stungið hefur verið upp á þótt að einhver sem hefur hrifist af nafninu hafi hlaupið til og fest sér lénið. Ef litið er til síðustu kannana þá má sjá að 7% þeirra sem kusu t.a.m. Sjálfstæðisflokkinn síðast eru nú að hugsa sér að kjósa Vinstri græna. Ætli hægri grænir hugnist þeim ekki betur.

Lárus Vilhjálmsson, 10.3.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Lárus. Það verður auðvitað að ráðast hvernig að flokkurinn nýji verði kynntur. Ekki ætla ég að fullyrða neitt svosem, en það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður allt. Annars finnst mér þetta nafn fallegt, en ekki ætla ég að ráðleggja neinum neitt svosem. Við fyrstu sýn finnst mér að þetta hafi verið tillaga Ómars, eða hvað, en þetta ræðst allt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.3.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að þeir flokkar sem muni tapa mest á framboðinu séu Sjálfstæðismenn og VG. Frá Sjálfstæðismönnum koma þeir umhverfisverndarsinnar sem ekki geta hugsað sér að kjósa Steingrím J. og síðan þeir hófsamari af umhverfisverndarsinnunum sem hafa gefið sig upp sem VG menn en munu eflaust hópast að nýja framboðinu sem virðist boða hófsamari stefnu í öðrum málum en VG. Þess utan nýtur Margrét Sverris eflaust nokkurs persónufylgis kvenna sem getur varla komið nokkurstaðar frá en frá D og VG.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Guðmundur

Eins og staðan er núna spái ég því að nýr flokkur taki úr öllum áttum. Fari svo verður hann örlagavaldur í þessum kosningum. En enn eigum við eftir að sjá á tromp þeirra og ekki gott að spá í stöðuna núna. En fyrirfram mætti ætla að það væri nokkuð rými fyrir svona flokk ef þau vinna vel. Þetta verða spennandi kosningar gangi þeim vel, óhætt að segja það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.3.2007 kl. 17:49

5 identicon

Spurning hvað Margrét gefur sér langan tíma til að kanna bakgrunn nýrra flokksmanna. Ekki gengur náttúrlaga annað en að handvelja inn í flokkinn. Hugsið ykkur ef þarna birtist einhver flugumaður frá Nýju afli!!!

Þá yrði þetta framboð "holdsveikt" eins og hennar gamli flokkur, sem henni reyndist nú erfitt að yfirgafa samt sem áður.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 18:22

6 identicon

Ég hef sífellt minni trú á þessu hægri græna framboði. Það virðist byggjast á örfáum þekktum einstaklingum, Ómari, Möggu og Jakobi ærlega. Sá síðastnefndi hefur lítið fylgi fengið í prófkjörum hjá Samfó og Magga varð undir í kosningum hjá Frjálsblindum. Ómar ræðir nánast ekkert annað en umhverfismál í kosningabaráttu sinni og þar til nýlega ætlaði hann ekki í framboð fyrir þennan flokk sem er ekki einu sinni fæddur ennþá. Þríeykið "handvelur" svo væntanlega á lista flokksins í öllum kjördæmum, engin prófkjör, enda eru einungis 2 mánuðir til kosninga, sem er alltof skammur tími fyrir þennan flokk til að öðlast einhverjar vinsældir sem máli skipta, að mínu mati. Enginn í þessum þríeina flokki hefur verið kosinn á þing, svo ég viti, nema Jón Baldvin ætli að sameinast þessu partíi í anda og efni, enda leiðist honum að láta krossfesta sig í Kvosinni.

Framsókn má teljast heppin ef hún kemur örfáum á þing í boði sauðfjárforingjans á Suðurlandi, sem hefur þar 20% fylgi út á nítján milljarða rollustyrk Framsóknar og Sjalla. En hægri grænir hafa ekki slíkt fjárfylgi, enda ekki tekist að eyða skattfé okkar í tómt idiótí enn sem komið er. Hins vegar munu hægri grænir fá í sínar raðir fylgismenn Möggu, nokkra krata sem komnir eru framyfir síðustu dagsetningu, og umhverfisvæna Sjalla sem vilja ekki kjósa Vinstri græna. Að öllu samanlögðu gef ég því þessu framboði hálfa stjörnu fyrir viðleitni, örfáa og trúlegast enga þingmenn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ef af verður spái ég því að flokkurinn taki fylgi af öllum flokkum sem fyrir eru en mest mun hann taka af Sjálfstæðisflokki og VG.  Vinur minn er mjög hægrisinnaður í skoðunum en ætlaði að kjósa VG vegna umhverfismálanna en ef Ómar og Margrét fara fram með flokkinn sinn ætlar hann að kjósa þau.  Mig grunar að það séu fleiri í þessari stöðu og spái minnkandi fylgi hjá VG og Sjálfstæðisflokki í fyrstu könnun Gallups eftir að nýja framboðið kemur fram....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 11.3.2007 kl. 01:07

8 identicon

Stefán. Ég vil vísa lesendum síðu þinnar á skrif mín um þetta efni á sveiflunni, ef ég má?

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 01:10

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú ert uppfullur af fróðleik um þetta framboð Stebbi. Ert þú enn í Sjálfstæðisflokknum ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.3.2007 kl. 02:33

10 Smámynd: Egill Óskarsson

Gmaría, telur þú líklegt að Stefán sé kominn í annan flokk?

Það sem mér finnst merkilegast við þennan svokallaða 'hægri' græna flokk er það að af þeim sem hafa verið orðaðir við framboð þar er engin sem hefur hingað til unnið að neinum hægri málum. Eða hefur einhver tekið eftir því að Margrét, Ómar, Jakob eða nokkur af þeim sem eru orðaðir við þetta framboð hafi lagt sig fram um að tryggja hægri málum framgang?

Þetta lítur út fyrir að vera annars vegar sérhagsmuna og hins vega popúlískt framboð og mun vonandi og væntanlega enda í safni sögunnar sem slíkt.

Egill Óskarsson, 11.3.2007 kl. 03:50

11 identicon

Það er mjög erfitt að segja til um hvaðan þeir muni taka sitt fylgi, vg og sf kemur fyrst upp í hugann.
Ólíklegt er að þeir sæki mikið fylgi til Sjálfstæðisflokksins.
Ómar vill fyrst og fremst fjölga þingmönnum sem vilja hætta öllum áformum um stóriðju og framkvæmdium. Sé ekki hverning það ætti að fá sjálfstæðisflólk til að kjósa hann. Við viljum nefnininlega fjölga atvinnutækifærum en ekki fækka þeim.
Það var skynsamlegt hjá Friðriki að gefa Ómari 8 milljónir til heimildarmyndagerðar.
Jakob Frímann er fyrrverandi sf maður sem hætti í sf þar sem hann taldi að sf væri klofin varðandi stækkun álversins í straumsvík en hann er á móti stækkuninn, ekki ætti hann að sópa til sín fylgi sjálfstæðisfólks í Hfn. En hann mun taka mikið rokk&menningarfylgi af Sf.
Margrét Sverris. er trúlega þeirra sterkasta maður, hún gæti komist inn en varla mikið fleiri.
Þetta skýrist vonandi á næstu dögum, þá fáum við að vita hverjir eru þarna um borð og hvaða málefni þeir ætla að berjast fyrir fyrir utan framkvæmdastopp. xd.
 


Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband