Vatnstjón á Sólvallagötunni

Vatnstjón

Þetta er ekkert smátjón sem hefur orðið í bílageymslu fjölbýlishússins á Sólvallagötu í Reykjavík. Tjón upp á tugmilljónir. Sagt er í fréttum að 20-30 bílar séu skemmdir. Þetta hefur verið ófögur aðkoma enda munu um 2.000 tonn af vatni hafa lekið þar inn, væntanlega er þetta hreinlega skólp. Dælt hefur verið vatni síðan snemma í morgun.

Vatn veldur auðvitað rosalegu tjóni og er auðvitað mjög seinlegt og erfitt að ná því á brott. Það eru engar fljótvirkar aðgerðir í því tilliti eða góðar ef út í það er farið. Skaðinn er auðvitað þannig séð skeður. Þegar að ég var unglingur vann ég hjá fyrirtæki sem flæddi vatn inn í. Það var ófögur aðkoma að því þann morguninn og tók nokkurn tíma að koma öllu í samt lag.

Maður kennir í brjósti um það fólk sem hefur orðið fyrir tjóni, enda er vatnstjón af þessu tagi tilfinnanlegt, sérstaklega í því tilliti að bifreiðar skemmast, tala nú ekki um ef lekinn nær í einkageymslur þar sem jafnan er eitthvað verðmætt geymt í bland við aðra hluti.


mbl.is Tugmilljóna króna tjón á Sólvallagötunni; ljóst að vatn hefur lekið víðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orkuveitan borgar brúsann og hækkar þess vegna reikningana okkar, eins og þegar óvenju kalt er á veturna. Og allir eru ánægðir. Að sögn slökkviliðsins virðist sem bilun hafi komið upp í dælustöð við Ánanaust í nótt og talið er að rekja megi bilunina til eldingar sem laust niður í háspennulínur Landsnets. Af þeim sökum fór skólp ekki úr niðurföllum og allt að tvö þúsund tonn af vatni rann inn í bílakjallarann.

Steini Briem (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband