Tveir mánuðir til alþingiskosninga

Alþingi Tveir mánuðir eru til alþingiskosninga í dag. Það stefnir að öllum líkum mjög spennandi kosningabaráttu, eina af þeim áhugaverðustu í áraraðir - könnunum ber ekki alveg saman um stöðu mála og óvissa uppi um stöðuna. Mikil gerjun virðist vera í pólitíkinni. Óvissa er uppi um hversu mörg framboð bætist við þá fimm flokka sem nú eiga sæti á Alþingi. Að mörgu leyti sýnist mér að stefni í mest spennandi þingkosningar frá árinu 1987 er mikil uppstokkun varð.

Fjöldi þingmanna situr nú sínar síðustu vikur á þingi og kveðja brátt stöðu sína í hinu virðulega þinghúsi við Austurvöll. Margir alþingismenn eru að hætta þátttöku í stjórnmálum og fjöldi þingmanna munu hreinlega falla í kosningunum ef marka má skoðanakannanir. Það stefnir í mikla uppstokkun heilt yfir, þá mestu jafnvel til þessa í sögu þingsins. Skv. öllum skoðanakönnum nú stefnir í uppstokkun fylkinga, mismikið fylgistap Framsóknarflokkins og Samfylkingarinnar og mikla viðbót vinstri grænna. Það er því ljóst að miklar mannabreytingar verði á Alþingi, sérstaklega ef vinstri grænum fjölgar um 10-12.

Kosningabaráttan er að hefjast af fullum krafti, þó sennilega muni mesti þungi hennar verða eftir páskana. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin verða bæði með landsfundi sína eftir sléttan mánuð, en landsfundur sjálfstæðismanna hefst 12. apríl. Framboðslistar fjögurra stærstu flokkanna liggj fyrir á landsvísu en óvissa enn uppi að einhverju leyti um lista frjálslyndra og nýrra afla á borð við aldraða og öryrkja og svo hægri grænna, sem virðast vera komnir langt á leið í undirbúningi sínum.

Það stefnir í spennandi kosningar. Ef marka má skoðanakannanir verður þetta fjörleg barátta. 60 dagar virka auðvitað ekki mikið á langri ævi eins manns en fyrir stjórnmálamann í hita og þunga tvísýnnar og spennandi kosningabaráttu eru 60 dagar sem heil eilífð. Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, sagði sem frægt varð að vika væri langur tími í stjórnmálum - sem voru orð að sönnu svo sannarlega. Þetta verða líflegir tveir mánuðir, svo mikið er víst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geiri mælti til Imbu:


Ég skal greiða þér
lokka við Galtará,
gefa þér anímónur,
allt sólskinið í Súdan,
tunglskinið á Ægissíðu
og hjarta mitt á silfurfati,
ef þú fellur fram og tilbiður mig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband