12.3.2007 | 15:14
Maðurinn sem bauð George W. Bush byrginn
Þegar farið verður yfir stjórnmálaferil Jacques Chirac síðar meir gæti hann orðið þekktur sem maðurinn er bauð George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, byrginn í Íraksmálinu. Hörð andstaða Chiracs og hægristjórnar hans undir forsæti Jean-Pierre Raffarin við innrásina í Írak fyrir fjórum árum, í mars 2003, var enda mjög áberandi og utanríkisráðherra stjórnar forsetans, Dominique De Villepin, sem varð forsætisráðherra árið 2005, talaði gegn innrásinni með mjög áberandi hætti víða á alþjóðavettvangi.
Einn félagi minn las umfjöllun mína um stjórnmálaferil Chiracs og sendi mér tölvupóst þar sem hann spurði mig um af hverju ég hefði ekki minnst á andstöðu Chiracs við Íraksstríðið. Það var einmitt vegna þess að mér fannst það efni í sérpistil. Annars fannst mér líka umfjöllunin vera orðin helst til löng og þetta væri það stórt efni að rétt væri að taka það sér til umfjöllunar. Annars átti umfjöllunin ekki að verða svona löng en hún spann á sig og endaði nokkuð ítarleg, fannst það reyndar við hæfi, enda þótt að ég hafi ekki alltaf verið sammála Chirac er hann einn valda- og áhrifamesti evrópski stjórnmálamaður síðustu áratuga. Það er mjög einfalt mál. Vona að fólki hafi líkað skrifin allavega að einhverju leyti.
Chirac var ekki einn um afstöðuna gegn innrás í Írak. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands 1998-2005, var mjög andvígur henni og vinstristjórn hans var mjög harður andstæðingur stefnu Bush og Blair í málinu. Merkilegasti hluti afstöðu Chiracs var auðvitað sú að hann var hægrimaður. Andstaða forsetans varð mjög áberandi og kalt stríð ríkti milli forystumanna þessara tveggja landa við Bandaríkin um þónokkuð skeið. Þó fór alltaf þannig séð vel á með Chirac og Bush á alþjóðavettvangi þó kuldi hafi verið bakvið breið brosin. Sögulegar sættir náðust milli Bush, Chirac og Schröder í eftirminnilegri Evrópureisu Bush í febrúar 2005, sem var diplómatísk tilraun Bush til sátta.
Það hefði þótt nær óhugsandi tveim árum áður er hitinn var sem mestur í Íraksmálinu og samskipti landanna náðu frostmarki. Sérstaka athygli vakti þá fundur Bush og Schröder í Meinz. Það var í fyrsta skipti í þrjú ár, frá upphafi diplómatískra átaka um málið, sem Bush fór til Þýskalands. Chirac hefur alltaf hreykt sér af afstöðu sinni og alltaf metið hana rétta. Hún vakti þó athygli, enda hefur Chirac verið langmest áberandi leiðtogi hægrimanna í Evrópu á forsetaferli sínum og verið áberandi á stjórnmálavettvangi. Enn sést reyndar merki kulda milli Bandaríkjanna og Frakklands. Sumir voru svo harðir að þeir breyttu nafninu á frönskum kartöflum í frelsiskartöflur í Bandaríkjunum.
Það verður þó seint sagt að Chirac hafi grætt á andstöðunni við innrásina í Írak. Persónulegt fylgi hans hefur sífellt minnkað á þessu seinna kjörtímabili hans í Elysée-höll og stjórn hans hefur gengið í gegnum mikla öldudali. Utanríkisráðherrann De Villepin sem var eins og fyrr segir áberandi talsmaður gegn innrásinni í Írak á alþjóðavettvangi er með óvinsælli forsætisráðherrum Frakklands á seinni tímum og hefur lítið grætt á því að hafa keyrt gegn Íraksmálinu. Annars er reyndar De Villepin ekki kjörinn stjórnmálaleiðtogi, enda aldrei boðið sig fram en setið í ríkisstjórn í sérlegu umboði forsetans. Hann sneri frá forsetaframboði nú, enda hefði hann væntanlega hlotið vonda útreið.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig að sagan metur andstöðu Chiracs við innrásina í Írak. Það er þó sú ákvörðun sem mörgum stjórnmálaskýrendum dettur í hug er forsetaferill hans undanfarin tólf ár er rakin nú nokkrum vikum áður en hann hverfur úr pólitíska sviðsljósinu. Það var vissulega ákvörðun sem markaði Chirac sem mann eigin ákvarðana og eigin forystu, en ekki mann sem fylgdi öðrum sama hvað ætti við. Chirac hefur enda alla tíð verið harðskeyttur og áberandi stjórnmálamaður sem hefur farið sínar leiðir án hiks. Hann hefur verið vægðarlaus leiðtogi sem hefur ekki verið auðsveipur einum né neinum. Það verða sennilega eftirmæli hans sem leiðtogi í raun.
Það vakti athygli að hann gat þó ekki notað þessa andstöðu við Íraksstríðið til að byggja sig upp. En kannski var bara franska þjóðin búin að fá leið á Chirac sem slíkum eftir langan valdaferil. Hann hafði jú verið forseti í áratug, tvisvar gegnt forsætisráðherraembætti og verið borgarstjóri í París í 18 ár. Hann hafði verið áberandi á hinu pólitíska sviði í yfir fjóra áratugi. Margir segja einmitt að Frakkar hafi hafnað stjórnarskrá ESB vegna þess að hún hafði fengið nóg af Chirac.
Hvað sem menn segja og finnst um Chirac deilir enginn um að afstaða hans í Íraksmálinu var mjög áberandi. Sennilega var það sú ákvörðun sem einmitt verður mest í minnum höfð síðar meir þegar að hugsað verður til pólitíska klækjarefsins frá Correze og litríka ferilsins hans? Hver veit. Tíminn leiðir það í ljós fyrir okkur án nokkurs vafa.
Einn félagi minn las umfjöllun mína um stjórnmálaferil Chiracs og sendi mér tölvupóst þar sem hann spurði mig um af hverju ég hefði ekki minnst á andstöðu Chiracs við Íraksstríðið. Það var einmitt vegna þess að mér fannst það efni í sérpistil. Annars fannst mér líka umfjöllunin vera orðin helst til löng og þetta væri það stórt efni að rétt væri að taka það sér til umfjöllunar. Annars átti umfjöllunin ekki að verða svona löng en hún spann á sig og endaði nokkuð ítarleg, fannst það reyndar við hæfi, enda þótt að ég hafi ekki alltaf verið sammála Chirac er hann einn valda- og áhrifamesti evrópski stjórnmálamaður síðustu áratuga. Það er mjög einfalt mál. Vona að fólki hafi líkað skrifin allavega að einhverju leyti.
Chirac var ekki einn um afstöðuna gegn innrás í Írak. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands 1998-2005, var mjög andvígur henni og vinstristjórn hans var mjög harður andstæðingur stefnu Bush og Blair í málinu. Merkilegasti hluti afstöðu Chiracs var auðvitað sú að hann var hægrimaður. Andstaða forsetans varð mjög áberandi og kalt stríð ríkti milli forystumanna þessara tveggja landa við Bandaríkin um þónokkuð skeið. Þó fór alltaf þannig séð vel á með Chirac og Bush á alþjóðavettvangi þó kuldi hafi verið bakvið breið brosin. Sögulegar sættir náðust milli Bush, Chirac og Schröder í eftirminnilegri Evrópureisu Bush í febrúar 2005, sem var diplómatísk tilraun Bush til sátta.
Það hefði þótt nær óhugsandi tveim árum áður er hitinn var sem mestur í Íraksmálinu og samskipti landanna náðu frostmarki. Sérstaka athygli vakti þá fundur Bush og Schröder í Meinz. Það var í fyrsta skipti í þrjú ár, frá upphafi diplómatískra átaka um málið, sem Bush fór til Þýskalands. Chirac hefur alltaf hreykt sér af afstöðu sinni og alltaf metið hana rétta. Hún vakti þó athygli, enda hefur Chirac verið langmest áberandi leiðtogi hægrimanna í Evrópu á forsetaferli sínum og verið áberandi á stjórnmálavettvangi. Enn sést reyndar merki kulda milli Bandaríkjanna og Frakklands. Sumir voru svo harðir að þeir breyttu nafninu á frönskum kartöflum í frelsiskartöflur í Bandaríkjunum.
Það verður þó seint sagt að Chirac hafi grætt á andstöðunni við innrásina í Írak. Persónulegt fylgi hans hefur sífellt minnkað á þessu seinna kjörtímabili hans í Elysée-höll og stjórn hans hefur gengið í gegnum mikla öldudali. Utanríkisráðherrann De Villepin sem var eins og fyrr segir áberandi talsmaður gegn innrásinni í Írak á alþjóðavettvangi er með óvinsælli forsætisráðherrum Frakklands á seinni tímum og hefur lítið grætt á því að hafa keyrt gegn Íraksmálinu. Annars er reyndar De Villepin ekki kjörinn stjórnmálaleiðtogi, enda aldrei boðið sig fram en setið í ríkisstjórn í sérlegu umboði forsetans. Hann sneri frá forsetaframboði nú, enda hefði hann væntanlega hlotið vonda útreið.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig að sagan metur andstöðu Chiracs við innrásina í Írak. Það er þó sú ákvörðun sem mörgum stjórnmálaskýrendum dettur í hug er forsetaferill hans undanfarin tólf ár er rakin nú nokkrum vikum áður en hann hverfur úr pólitíska sviðsljósinu. Það var vissulega ákvörðun sem markaði Chirac sem mann eigin ákvarðana og eigin forystu, en ekki mann sem fylgdi öðrum sama hvað ætti við. Chirac hefur enda alla tíð verið harðskeyttur og áberandi stjórnmálamaður sem hefur farið sínar leiðir án hiks. Hann hefur verið vægðarlaus leiðtogi sem hefur ekki verið auðsveipur einum né neinum. Það verða sennilega eftirmæli hans sem leiðtogi í raun.
Það vakti athygli að hann gat þó ekki notað þessa andstöðu við Íraksstríðið til að byggja sig upp. En kannski var bara franska þjóðin búin að fá leið á Chirac sem slíkum eftir langan valdaferil. Hann hafði jú verið forseti í áratug, tvisvar gegnt forsætisráðherraembætti og verið borgarstjóri í París í 18 ár. Hann hafði verið áberandi á hinu pólitíska sviði í yfir fjóra áratugi. Margir segja einmitt að Frakkar hafi hafnað stjórnarskrá ESB vegna þess að hún hafði fengið nóg af Chirac.
Hvað sem menn segja og finnst um Chirac deilir enginn um að afstaða hans í Íraksmálinu var mjög áberandi. Sennilega var það sú ákvörðun sem einmitt verður mest í minnum höfð síðar meir þegar að hugsað verður til pólitíska klækjarefsins frá Correze og litríka ferilsins hans? Hver veit. Tíminn leiðir það í ljós fyrir okkur án nokkurs vafa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ég man rétt var kuldinn í garð frakka svo mikill að í þinghúsinu í Washington að þar fengust ekki franskar kartöflur (French fries). Þær voru skírðar upp og kallaðar frelsiskartöflur (Liberty fries) á matseðlunum. Gott ef franskbrauð var ekki kallað frelsisbrauð líka ef ég man þetta rétt.
Nú þykir mönnum andstaða Chiracs við Íraksstríðið hafa verið bara hin málefnalegasta.
Haukur Nikulásson, 12.3.2007 kl. 15:46
Andstaðan við innrásina í Írak snerist ekki um hægri og vinstri, heldur heilbrigða skynsemi versus idiótí. Frakkar hafa lært af reynslunni, til dæmis stríðinu í Alsír sem var þeim tapað frá upphafi, enda þótt Alsír væri hluti Frakklands en ekki nýlenda. En Bush hefur ekkert lært af því að herja á Víetnama, enda þótt hann hafi einungis tekið þátt í því vindmyllustríði í anda en ekki efni, þar sem hann var forfallaður á vegum föður síns í heimahögum. Þar eru margar vistarverur og þægilegri á allan hátt en vindmyllan í My Lai.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 16:00
Takk fyrir kommentin.
Haukur: Jú, nákvæmlega. Það var svo. Mjög merkilegt og kaldhæðnislegt eiginlega þessar nafnabreytingar. Skilst að þær séu hægt og hljótt að ganga til baka.
Steini: Já það er alveg rétt að þetta var ekkert hægri-vinstri dæmi, enda er einn af mest áberandi vinstrileiðtogum stjórnmálanna síðasta áratuginn, Tony Blair, lykilmaður í málinu og var einn af forystumönnum innrásar í Írak. En afstaða Chiracs vakti vissulega athygli, en hún kom engum að óvörum. Hann og stjórn hans tók strax sumarið 2002 afstöðu í þessa átt og beygði aldrei frá henni. Chirac hefur alltaf verið mjög ákveðinn stjórnmálamaður og hugsaði ekki mikið út í álit Bandaríkjanna á verkum sínum. Enda hafa franskir höfðingjar sjaldan látið þá ensku spila mikið með sig.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 12.3.2007 kl. 16:06
Franskar kartöflur eru rangnefni, því þær voru fundnar upp í Belgíu og eru þar með öllum mat á veitingahúsum, fínum sem ófínum, enda gera Frakkar grín að því og kalla Belga stundum "Les frites" ("frönsku kartöflurnar" á frönsku). Frökkum var því nokk sama um þennan bandaríska brandara og skildu hann ekki einu sinni, margir hverjir. Flestir þeirra skilja ekki ensku, allra síst þegar bandarískir ferðamenn koma til Frakklands, byrja þar strax að tala ensku og ætlast til þess að allir skilji hana.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 16:23
Gott hjá Chirac að bjóða Bush byrginn. Hann hefði átt að bjóða honum Byrgið í kaupbæti.
Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.