Eiríkur hinn rauði dökkhærður í Valentine Lost

Eiríkur Hauksson Framlag Íslands í Eurovision í Helsinki í maí, Valentine Lost, var frumflutt í keppnisútgáfunni í Kastljósi í kvöld. Þar vakti talsverða athygli að söngvarinn Eiríkur Hauksson var orðinn dökkhærður og rauða hárið, vörumerki Eiríks, því hvergi sjáanlegt. Það var ansi áberandi í heildarútgáfunni. Annars fannst mér myndbandið frekar dökkt og kuldalegt og missa verulega marks, en lagið sem slíkt er sem fyrr gott.

Fannst þó textinn þónokkuð óskiljanlegur á köflum og þurfti ég að gera mér ferð til að sjá myndbandið á vef Ríkisútvarpsins til að ná einhverjum kontakt við textann og átta mig alveg á honum. Ennfremur finnst mér frekar leitt að sólókaflanum hefur verið breytt og tekinn úr samhengi við það sem áður var. Laginu hefur verið hraðað greinilega á milli söngkafla og finnst mér ekki gott að taka sólókaflann út, enda fannst mér hann gefa laginu mikið.

En já, svona er þetta. Tekur smátíma að venjast laginu á ensku en mér fannst upprunalega útgáfan betri ef á að spyrja mig. En ég trúi því ekki að Eiríkur verði dökkhærður í Helsinki í maí. Ef svo er finnst mér það glapræði. Eirík rauða til Finnlands, ekki Eirík dökkhærða! Þetta er frekar ömurleg eyðilegging á vörumerki Eiríks að mínu mati. Hann var betri áður. En vonandi kemst lagið áfram í úrslitahlutann. Það er fyrst og fremst markmiðið.

Það verður spennandi að sjá hvernig á að hafa þetta almennt, en það er greinilegt að það á að fórna rauða hárinu. Sýnist það. Finnst það ekki passa vel við bílnúmerið í myndbandinu sem er Big Red. Hann á að fara rauðhærður út allavega. Tel að flestir séu sammála mér um það held ég. En svona er þetta. Fannst mínusar vera við þetta en ekki ráðandi þó. Átti þó von á að helsta vörumerki hans myndi standa sem grunnur, en svo virðist ekki vera.

Vonum bara að partýkvöldin verði tvö í maí og að Eiríkur komist á aðalkvöldið, 12. maí. Ef svo fer verður það dúndurdagur; kosningar og Eurovision. Ekki amalegt það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Held að þetta stefni í Eirík þann ellefta!

Pétur Björgvin, 12.3.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Skandall - Eiríkur rauði er bara málið - klárt mál

Margrét Elín Arnarsdóttir, 12.3.2007 kl. 23:30

3 identicon

Eiki bleiki það ekki meiki. Versta júrólagið er alltaf látið vinna hérna vegna þess að við eigum ekkert tónlistarhús. Við förum ekki að júrósyngja í tjaldi eins og Eistarnir, enda þótt það sé gaman að syngja með Eistunum. Kerfið klikkaði í Efstaleitinu þegar Selma vann hér '99 en þeir redduðu því á síðustu stundu með því að hafa samband við Bosníumenn og grátbiðja þá um að láta Svíana vinna, våra bästa vänner och fränner. Enda er aðalatriðið að vera með. Við förum ekki að klúðra því. Jajamensann!

Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér fannst þessi útgáfa flott en saknaði kannski smá gítarleikaranna fjögurra. Myndbandið cool og ekki gert út á póstkortafíling eða super hot ung-gellur. (sem gera ekkert annað en að koma ranghugmyndum inn í kollinn á manni). Maður fer að velta því fyrir sér hvort maður verði kannski "gripinn" í framtíðinni af einhverskonar hugsanalöggu, sem passar okkur að hugsa enga vitleysu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2007 kl. 09:15

5 identicon

Þetta lag er hvorki fugl né fiskur frekar en önnur lög sem við höfum valið hingað til og myndbandið er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Við gætum samt náð inn á topp 20 með smá heppni.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eurovision kveikir ekki í mér heitar tilfinningar.  En Eiki er atvinnutöffari og stendur sig með prýði.  Myndbandið var kuldalegt og hálfasnalegt.  Allt svo gróft.  Átti það að vera eitthvað macho?  Kona spyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 14:23

7 identicon

Myndbandið hefði kannski mátt vera aðeins karlmannlegra. T.d. fleiri axir, meira blóð og brynjaðir hestar í stað ameríska kaggans.

En landslagið var fallegt. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:25

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin. Mjög gaman að lesa. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband