Eiríkur verður rauðhærður í Helsinki í maí

Eiríkur Hauksson Flestum landsmönnum brá eilítið í brún við að sjá Eirík Hauksson dökkhærðan í tónlistarmyndbandinu við Valentine Lost, framlag Íslands í Eurovision, í gærkvöldi, enda er rauða hárið talið vörumerki hans. Eiríkur mun þó ætla sér að vera rauðhærður er hann stígur á svið í Helsinki í maí þegar að hann flytur lagið í keppninni.

Í viðtali hjá Gesti Einari og Hrafnhildi á Rás 2 í morgun sagði Eiríkur að mistök hefðu orðið við litun hársins við undirbúning upptöku myndbandsins og þetta væru því hrein mistök sem átt hefðu sér stað. Hann myndi því ekki verða dökkhærður í aðalkeppninni.

Sitt sýnist hverjum um lagið. Mörgum finnst það betra á íslensku en sumum enn betra á ensku. Persónulega líst mér vel á lagið og vona að þetta gangi vel úti. Eins og ég sagði hér í gær er markmiðið fyrst og fremst að komast úr forkeppninni. Allt annað er stór plús. Er ekki í vafa um að Eiríkur rauði verður okkur til sóma í Helsinki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég tek undir með þér, mér fannst lagið á íslensku betra, það hafði verið hægt að blanda saman íslensku og ensku, eins og sumar þjóðir gera.En það er ekki spurning, Eírikur verður flottur í Helsingi.

María Anna P Kristjánsdóttir, 13.3.2007 kl. 19:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 19:19

3 identicon

"Landslagið er komið til að vera" skrifaði ég eitt sinn í fyrirsögn þegar ég vann á Mogganum og hafði það eftir einhverjum tónlistarspekúlant þegar fyrsta Landslagið fæddist. Hins vegar bar það fljótt beinin, varð aldrei barn í brók, þannig að nú eigum við ekkert landslag og þjóðin er þar að auki eignalaus, eins og allir vita. Evrusjónin byggist á pólitík eins og Evrópusambandið og hefur ekkert að gera með gæði tónlistarinnar. Ef menn vilja komast að því hverjir verma efstu sætin í Helsinki verður því að leita til stjórnmálamanna. Í þessu tilliti, eins og mörgum öðrum, skiptist Evrópa í nokkur svæði, Norður, Suður og Austur, þar sem þjóðir gefa hver annarri atkvæði innan sama svæðis.


Við tilheyrum náttúrlega Norðursvæðinu en vægi þess hefur stórlega minnkað, því Austursvæðið hefur fitnað eins og púkinn á fjósbitanum vegna hruns kommúnismans. Þannig vega Eika rauðar hærur ekki upp á móti aflitun rauðu hættunnar í austri. Þetta er allt Bíbí að kenna, því gerskir menn sáu villu síns vegar og sína sæng upprétta þegar þeir lásu hvert Reykjavíkurbréfið á fætur öðru og notuðu síðan á sínum kömrum, því lítið var um salernispappír þar eystra. Þannig komu Reykjavíkurbréfin að góðum notum í tvennu tilliti og eru menn því ævinlega þakklátir Mogganum þar fyrir austan fjall.   

Steini Briem (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 19:20

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábært Eiki á að vera rauður :-) Hann á eftir að verða okkur til sóma í keppninni enda frábær söngvari og flottur "performer". Lagið finnst mér persónulega ekkert frábært en Eiki á eftir að gera gott úr því.Spái því upp í aðalkeppnina.

Kristján Kristjánsson, 13.3.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Skiptir engu máli hvort lagið er sungið á íslensku eða ensku en lagið sjálft hljómaði ver í myndbandinu heldur en á sviðinu og mér fannst Eiríkur líka syngja það betur á sviðinu.

Ágúst Dalkvist, 13.3.2007 kl. 22:01

6 identicon

Eiríkur er llllaaannnnggggfffffllloooooooottttaaassstttuuurrrr........

En hann þarf að vera orginal rauður.........

klakinn (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 23:19

7 identicon

Nei, "sína sæng upprétta" á ekki að vera "sína sæng uppreidda" í þessu tilviki.

Steini Briem (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 00:43

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Gott að fá viðbrögð á þetta. Lagið er flott og Eiki klikkar ekki. Gott að hann verði rauðhærður í Helsinki, enda er þetta vörumerki hans að mínu mati. Annað væri stílbrot fyrir hann, en vonum að lagið nái góðum árangri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.3.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband