Vandræðaleg stjórnarskrárbreyting

Alþingi Enn er algjör óvissa um hvort breytingar á stjórnarskrá verði afgreiddar fyrir þinglok. Ég hef ekki farið leynt með það að ég er andvígur þessum stjórnarskrárbreytingum og tel þetta vera vandræðalegan gjörning, unninn í tímahraki undir hótunum um stjórnarslit og krísu kortéri fyrir kosningar. Mér finnst það eiginlega ólíðandi að menn nái ekki samstöðu um slík mál á þeim tímapunkti að svo stutt er til kosninga.

Menn spyrja eflaust hvað hefði getað gerst annað. Það er spurning sem erfitt er að svara. Framsóknarflokkurinn þurfti að sýna kraft og keyra á málið til að sýna sérstöðu. Þeir gátu ekki bakkað. Það að ætla að treysta á stjórnarandstöðuna var mikill klaufaskapur hjá ríkisstjórninni, enda engu að treysta þaðan. Hvernig datt þeim Geir og Jóni í hug að stjórnarandstaðan myndi leggja þeim lið? Alveg kostulegt í sannleika sagt. En nú verður fróðlegt að sjá hver lendingin verði.

Ég hef verið mjög ánægður með hvernig að við í SUS og þau hjá Heimdalli hafa ályktað um málið. Sterkar og góðar ályktanir, sem ég styð heilshugar.

mbl.is Óvissa um þinglok á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er hjartanlega sammála þér Stefán, mér finnst það vanvirðing að gera stjórnarskránna að pólitískri skiptimynt og skammast mín soldið fyrir flokksfélaga mína í þessu máli. Ákvæði sem "engu breyta" eiga betur heima í kosningabæklingum innan um aðrar fullyrðingar sem "engu breyta", heldur en í stjórnarskrá lýðveldisins. Og ef rétt reynist að þetta "breyti engu", er þetta þá nokkuð raunveruleg stjórnarskrár-"breyting"???!! Ég bara spyr...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2007 kl. 13:34

2 identicon

Mér finnst allt þetta stjórnarskrármál frá upphafi til enda eiginlega hneisa. Í mínum huga er sjálf stjórnarskráin merkilegra plagg en svo að menn geti verið að henda milli sín einhverjum orðalagstillögum á elleftu stundu svona eins og um sé að ræða spurningu um eitthvert léttvægt samkomulag nokkurra manna.  Þetta er stjórnarskrá íslenska lýðveldisins - ekkert minna - og ábyrgð fulltrúanna okkar við Austurvöll er hreint ekki lítil þegar kemur að því mikilvæga plaggi - ég vona að stjornarherrarnir beri gæfu til að flýta sér hægt - ef ekki þarf að stöðva þá!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 14:33

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og sammla þer S.F.S./Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.3.2007 kl. 14:48

4 identicon

Hvers vegna í ósköpunum hefðu Hvell-Geiri og Framsóknar-Jón átt að treysta á stjórnarandstöðuna í þessu máli þegar hún er engan veginn, og hefur aldrei verið, sammála þessari steypu sem kom frá þessum yfirstrumpum Sjalla og Framsóknar?! Og ekki einu sinni Sjallar eru sammála þessari vitleysu. Ja, mikið rýkur nú moldin í logninu, hefði hún amma mín sagt. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband