Líður að starfslokum Alþingis á kjörtímabilinu

Alþingi Það stefnir í þinglok á næstu klukkutímum. Með því verða um leið starfslok hjá löggjafarþinginu á kjörtímabilinu. Mér telst til að allt að 20 núverandi alþingismenn séu að sitja nú síðustu klukkustundir sínar á þingi fari kosningar í takt við nýjustu kannanir. Það stefnir í mikla uppstokkun og verður áhugavert að sjá hvernig að nýtt þing verður skipað eftir þingkosningarnar eftir 55 daga.

Ef marka má kannanir þessa dagana eru VG og Sjálfstæðisflokkur að mælast í uppsveiflu meðan hinum flokkunum er spáð mismiklu fylgisfalli. Það virðist sérstaklega stefna í erfiðar kosningar fyrir Framsóknarflokk og Samfylkinguna, og hlýtur að fara að styttast í að staðan þar jaðri við örvæntingu, ef það er þá ekki orðið þannig nú þegar. Athygli vekur líka að sjá hversu mjög frjálslyndir minnka könnun eftir könnun.

Það er alltaf kostulegt að fylgjast með þinghaldinu undir lokin ár hvert. Það myndast ævinlega gríðarleg stífla þar síðustu fimm til tíu dagana og verður eiginlega varla viðráðanleg. Svo er keyrt á með næturfundum á næturfund ofan og unnið þar til að menn eru annaðhvort orðnir ein taugahrúga og baugóttir undir augum og falla saman í samkomulag sem felur í sér að nokkrum málum er slátrað eða saltað niður í trog til næsta vetrar og stabbi keyrður í gegn. Þetta er held ég sérstaklega íslenskt verklag. Finnst það afleitt í sjálfu sér, enda tel ég að þingið megi alla jafnan vinna lengur en þetta.

Gestur Einar Jónasson spurði mig í viðtalinu á Rás 2 á miðvikudagsmorguninn einmitt að því hvort að mér þætti að lengja ætti þinghaldið. Sagði ég mína skoðun afgerandi á því að það ætti að gera. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að þinghaldið eigi að byrja í septemberbyrjun og standa fram í maílok hið minnsta. Það væri viðunandi verklag. Það að byrja ekki í september er löngu úrelt verklag að mínu mati og þessir næturfundir og stíflukeyrsla er að mínu mati þinginu til skammar og hef alltaf verið á þeirri skoðun. Lengja þetta takk!

Það eru misjafnlega ólík frumvörp sem renna í gegn á færibandi eins og járndósir í niðursuðuverksmiðju. Gleðst mjög með að samkomulag er loks um að samþykkja að afnema fyrningarfrest á kynferðisbrotum gegn börnum. Löngu kominn tími til að það færi í gegn og fleiri mál ágæt eru að verða að lögum. Sum sitja eftir og daga uppi. Ætli að vínfrumvarpið sem rætt var um í gær verði eitt af þeim? Vona ekki. Verður fróðlegt að sjá hvernig verklaginu lýkur þarna í kvöld.

mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Stefán

Þetta verklag er náttúrulegaa arfur frá þeirri tíð þegar sumir þingmanna voru bændur og þurftu að komast í sauðburð á vorin og standa í réttum og slátrun á hausti. Man ekki eftir neinum bændum á þingi þessa dagana þannig að það ætti að vera hægt að aðlaga starfstímann að nútímaaðstæðum. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 17.3.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Guðmundur

Takk fyrir kommentið. Gott að við erum sammála. Þetta er afleitt verklag og vonandi fara menn að stíga skrefið inn í 21. öldina með því að leggja það af og horfa til framtíðar. Það eru reyndar tveir bóndar á þingi; Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Drífa Hjartardóttir. En það gildir einu. Þetta verður að laga.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2007 kl. 17:30

3 identicon

Hvenær urðu bændur "bóndar"?, var það þarna daginn sem þær fóru í hár saman "áin" og "kúin" út af bithaganum?

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir ábendinguna Árni. Ég get víst mismælt mig eins og allt annað fólk, enda mannlegur einstaklingur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2007 kl. 18:07

5 identicon

Hva, það eru bara fimmtíu mál á dagskrá Alþingis í kvöld og klukkan er orðin sjö. Að sjálfsögðu á að lengja starfstíma þingsins verulega.

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Eitthvað að frétta af vínfrumvarpinu?

Hafrún Kristjánsdóttir, 17.3.2007 kl. 22:11

7 identicon

Við verðum víst að drekkja sorgum okkar saman í þremur umræðum um þetta vínfrumvarp í næsta halló-vínpartíi, Hafrún mín.

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband