Undarleg skrif Salvarar - lífseig netumræða

Ég sá í gær að Salvör Gissurardóttir gerði mikið úr skrifum mínum um fræg ummæli Guðbjargar Hildar Kolbeins um auglýsingablað Smáralindar á vef sínum. Þar fer hún yfir málið frá frekar þröngum sjónarhóli þykir mér. Það er alveg rétt að mér blöskruðu ummæli Guðbjargar Hildar. Ég var þó ekki einn um það. Eitt er að hugsa hlutina út í hött, annað er að skrifa þá vitleysu upp. Guðbjörg Hildur fékk þungt högg vegna skrifanna og endaði með því að geta ekki lengur feisað þennan bloggvettvang.

Það er öllum ljóst að með því að taka út umdeildu færsluna og að lokum vefinn viðurkenndi Guðbjörg Hildur að henni varð á og það stórlega. Það sem olli því þó að ég skrifaði fleiri en eina færslu um málið voru merkileg viðbrögð sumra sem skrifuðu með þeim hætti að ég væri að ráðast að málfrelsi Guðbjargar Hildar. Undir slíkum skrifum gesta á mínum eigin vef gat ég ekki setið þegjandi og fór yfir málið aftur. Enda er eitt að gagnrýna orðavalið og annað að gagnrýna það að fólk hafi skoðanir. Þetta eru tvö mál.

Ég skal fúslega taka undir það að Guðbjörgu Hildi er frjálst að hafa skoðanir. Það er eitt að hafa þá skoðun að auglýsingablað Smáralindar sé illa framsett og illa stúderuð. Annað er hinsvegar að kalla fyrirsætuna hóru og tala um að hún sé þess reiðubúin að vera tekin aftan frá eða setja skaufa upp í sig. Það voru orð Guðbjargar Hildar. Það orðalag misbauð mér og það orðalag var þessari konu til skammar! Ég fer ekki ofan af því Salvör mín, og þið hin sem lesið þetta jafnvel. 

Öll höfum við skoðanir. Orðum við skoðanirnar illa eða förum yfir mörkin fáum við rauða spjaldið framan í okkur. Fannst reyndar fyndnast að Salvör tekur saklausustu ummæli Guðbjargar Hildar og setur í myndakassa. Saklaust og gott, en hvað varð um sterkustu orðin Salvör mín? Þetta er frekar ankanalegt og varpar rýrð á skrif þín.

Hafði ekki hugsað mér að skrifa meira um þetta. En ég sit ekki þegjandi hjá þegar að fólk sakar mig um að vega að skoðanafrelsi fólks og eða að ganga yfir strikið. Salvör ætti þá að lesa grófustu ummæli Guðbjargar Hildar Kolbeins og spyrja sig að því hvort að fólk eigi að skrifa svona um 14 ára stelpu.

Það finnst mér. Í ofanálag finnst mér að meirihluti fólks hafi talað og það með afgerandi hætti. Svona skrifar fólk ekki. Fólk horfir ekki þegjandi á það. Það er lexía málsins og það er ég ánægður með. Einfalt mál það!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Skrif Guðbjargar voru fáránleg og kannski enn fáránlegra að hún skuli ekki sjá eftir því. En var salvör ekki að meina að við ættum ekki endalaust að vera velta okkur upp úr þessu.......Höfum gaman af lífinu og skoðum þetta

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 15:18

2 Smámynd: Snorri Bergz

Persónulega er ég orðinn þreyttur á þessu máli. Guðbjörg fór yfir strikið - það gera allir einhvern tíma.

Hún þurrkaði bloggið út en fékk þúsundir manna í heimsókn þrátt fyrir það. Hér voru flestir, eða nánast allir, "á móti henni".  Ég skil hana ósköp vel að hafa bara farið.

Þar að auki fannst mér að lætin hafi verið fullmikil um þetta mál. Þetta var nú ekki það slæmt hjá GHK.

EN látum nú þessu máli lokið. Plís!

Snorri Bergz, 18.3.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin

Tómas: Þetta er orðið langt og leiðinlegt mál, tek undir það. Verð þó að svara þessu sem frá Salvöru kom. Mjög einfalt mál það. Þeim skrifum var beint að mér persónuleg og sérstaklega gert veður úr því að ég sé sjálfstæðismaður. Frekar döpur skrif sem ég sit ekki þegjandi yfir.

Snorri: Já, þetta er orðið teygt og leiðinlegt mál. Hef svarað fyrir mig og geri það hiklaust nú. Þessum skrifum Salvarar verð ég að svara. Mjög einfalt það. Ég sit ekki þegjandi undir því að settur sé á mig sá stimpill að vega að málfrelsi fólks og ég svaraði því, meira að segja tvisvar, enda var sama vitleysan endurtekin eftir ábendingar mínar. En svona er þetta bara. Salvöru varð ég allavega svo að svara. Vona að málinu ljúki nú.


Ég vil að auki benda á að nafnlausum kommentum hér er eytt. Mjög einfalt mál! Ég býð ekki upp á nafnlaus skrif hér. Hafi fólk eitthvað að segja verður það að standa á bakvið það með fullu nafni!

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.3.2007 kl. 16:32

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Öll þessi skrif eru bara hið besta mál. Getur verið óþægilegt fyrir suma, þar sem þetta er svo viðkvæmt mál. En með málfrelsi fylgir ábyrgð.. og það er mikilvægt að við látum þá sem ekki virða þessa ábyrgð finna fyrir því. Erum nú að kenna börnum okkar að nota netið... og er nú ekki langt síðan að Vodafone og fleiri voru með auglýsingaherferð hvað varðar nákvæmlega þessi skrif á bloggum, en voru þeir að ná athygli barna. Kannski ætti að upplýsa eldri kynslóðina líka?

Reynir Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 17:16

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment Reynir. Mjög vel orðað, sammála hverju orði.

Flottir punktar Keli. Leist vel á þá.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.3.2007 kl. 17:26

6 identicon

Stefán Friðrik.

Vel mælt.

róbert trausti (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 18:54

7 identicon

Ég held að þetta sé rangur misskilningur. Frú Orðvör og Kolbeinn kafteinn hafa leyfi til að segja hvað sem er og hvenær sem er, svo framarlega sem það er innan ramma laganna. Ef einhver móðgast getur hann farið í fýlu eða mál, jafnvel málfýlu eins og ríkissaksóknari fer stundum í. Mín vegna má Kolbeinn kalla mig hóru. Mér er barasta slétt sama. Þessi bæklingsstelpa getur farið í mál ef hún vill en við förum ekki í mál fyrir hana. Og við getum ekki skipað fólki að skipta um skoðun, frekar en buxur. Kafteinninn hefur náttúrlega meint að einhverjir hafi sett stelpuna í óviðurkvæmilegar stellingar. Ekki hefur hún ákveðið það sjálf, að bestu manna yfirsýn.

Þó ég segi að mér finnist málverk ljótt er ekki þar með sagt að ég meini með því að málarinn sé fáviti að gera slíkt klessuverk. Mér gæti þótt önnur verk hans vera fyrirmyndar listaverk. Og enda þótt Kolbeinn væri kannski einn um þá skoðun í heiminum að þessi bæklingur sé svívirða á allan hátt hefur kafteinninn fullan rétt til þess, svo framarlega sem skoðun hans er lögleg hér á landi á. Það er bara ekki okkar að dæma um það hvort hún er lögleg eður ei og það er ekki heldur í okkar verkahring að fara í mál út af þessu máli. En við getum náttúrlega málað skrattann á vegginn ef okkur sýnist svo. Það var verið að gagnrýna framsetninguna á forsíðu þessa bæklings en ekki stelpuna fyrir að taka þátt í einhverjum ósóma. Allt í sóma í Oklahóma. Snúum oss nú að öðrum og mikilvægari málefnum í lífsins ólgusjó. Fólk verður aldrei sammála um þetta mál, enda er engin ástæða til þess. Allar skoðanir eru réttháar, svo framarlega sem þær eru löglegar í landinu. Við verðum bæklaðir ef við höldum svona áfram.

Steini Briem (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:57

8 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Alveg er það með ólíkindum hvað fólki finnst alltaf vegið að tjáningarfrelsi sínu ef einhver er ósammála. Það er eitt að mega segja hvað sem manni sýnist og annað að ætlast til þess að geta sagt hvað sem er án þess að nokkur andmæli manni.

Ég held að það sé svolítið ríkt í fólki ennþá að netið sé einhverskonar sýndarvettvangur, og því þurfi ekkert að taka ábyrgð á því sem maður segir eða standa við orð sín. Það er allavega ljóst að Guðbjörg gerir hvorugt. Það þykir mér vera klám af hennar hálfu.

Rúnar Óli Bjarnason, 18.3.2007 kl. 22:51

9 identicon

Þetta er bar eins og fyrri daginn hörðustu Femínistur virðast  halda að þær séu komnir í dýrlingatölu, væntanlega í konuríki!

kveðja

Sveinn

Sveinn V.Ólafsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:40

10 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Elísabet. Lastu ekki færsluna hennar? Hverngi getur þú verið svona blind á orð hennar? Er það út af því að hún er vinkona þín og getur ekkert rangt gert?

Að beygja sig niður er ekki "þekkt" stelling úr klámmyndum frekar en hún er þekkt úr hinu daglega lífi. Þú beygir þig niður stundum er það ekki? Að brosa er líka þekkt úr klámmyndum, að anda, að blikka augunum og að tala er einnig mjög þekkt úr svæsnasta sora klámi.   

Þetta mál var alveg fáránlegt til að byrja með og það versta var það að gefa þessu rugli athygli. Efast um að fólk eigi eftir að taka mikið mark á ykkar orðum eftir þetta. Sem er mjög leiðinlegt. 

Ómar Örn Hauksson, 19.3.2007 kl. 01:05

11 Smámynd: Snorri Bergz

Já, þetta er margt merkilegt. Ég vil bara segja, að ég er ekki að atyrða Stefán fyrir skrifin. Ég skil hann líka mjög vel, þessi skrif GHK fóru fyrir brjóstið á mér líka. En umræðan hefur farið út í öfgar... sömu öfgarnar og komu fram hjá Guðbjörgu, þar sem eitt ákveðið atriði er blásið upp og tekið úr samhengi.

Umræðan hefur snúist um aukatriðin, en ekki kjarnann sem er, að jafnvel þótt fólk hafi málfrelsi, verður það að standa við orð sín og taka afleiðingunum. Guðbjörg ákvað að fara bara í felur, í stað þess að útskýra sjónarmið sín og ræða málin. Það er ákveðin vísbending um, að hún hafi hlaupið á sig og SFS er í fullum rétti að ræða þetta. Enda hefur hann staðið við skrif sín og sýnt fram á sjónarmið sín.

En ég vildi benda á hér að ofan, að meira hafi verið gert úr þessu máli en efni stóðu til, t.d. í Fréttablaðinu.

Snorri Bergz, 19.3.2007 kl. 09:08

12 identicon

"Það að [...] hamra á því að það að beygja sig niður sé ekki klám eru með eindæmum kjánalegir [...]." (sic)

Þessi setning er svolítið lýsandi, fyrir hugsunina að baki þessum kjánalátum. 

Guðmundur Arnar Ólsen (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband