Hægrisveifla í Finnlandi - ný stjórn í pípunum

Jyrki KatainenÞað er ljóst að hægrimenn eru sigurvegarar finnsku þingkosninganna, bæta við sig nokkru fylgi á meðan að Miðflokkurinn heldur þó naumlega velli sem stærsti flokkur landsins. Finnskir jafnaðarmenn verða fyrir mestu skakkaföllum sínum í tæpa hálfa öld og eru þriðju stærstir, aðeins í annað skiptið í finnskri stjórnmálasögu. Það er ljóst að sigurvegar kvöldsins eru tveir; hægrileiðtoginn Jyrki Katainen og forsætisráðherra Matti Vanhanen.

Mér sýnist á nýjustu tölum, sem eru mjög nærri því að vera lokatölur að innan við prósent skilji að Miðflokkinn og Hægriflokkinn. Þetta er sterk staða fyrir báða flokka, þó miðjumenn missi tæp tvö prósent vissulega, og svo virðist vera að þeir muni ræða myndun ríkisstjórnar í kjölfar þessa. Orðrómurinn í Finnlandi er sá að þeir hafi báðir áhuga á að vinna saman og mynda sterka stjórn, miðhægristjórn í stað miðvinstristjórnar. Skil því miður ekki vel finnska vefmiðla vegna tungumálavandræða með finnskuna en hún er ekki beint auðveld, en ég sé vel í gegnum aðra norræna vefmiðla að það stefnir í svona stjórn.

Það hefur verið rætt um þennan möguleika þónokkurn tíma. Væri auðvitað hið besta ef að hann yrði sá sem yrði að veruleika. Tel yfirgnæfandi líkur á því. Stjórnarandstöðuvist yrði erfið fyrir kratana, þeir hafa ríkt samfellt frá 1994, í forsæti 1994-2003, og voru lengi ráðandi afl fyrir 1991 er þeir misstu völdin með eftirminnlegum hætti. Það er greinilegt að Eero Heinaluoma, fjármálaráðherra, hefur mistekist að efla flokkinn eftir að tapa forystusessi síðast, síðustu kosningum Paavo Lipponen í forystusveitinni.

Það er ánægjulegt hversu sterkur Jyrki Katainen, leiðtogi hægrimanna, mælist sem leiðtogi í sínum fyrstu kosningum. Flokkurinn er hársbreidd frá því að verða stærstur og hann er orðinn alvöru afl sem getur krafist einhvers og mun vonandi fá völd eftir þennan góða sigur. Hef aðeins kynnt mér Katainen og líkað vel við hann. Katainen er bara sex árum eldri en ég, er fæddur árið 1971. Hann er því maður nýrra tíma í finnskum stjórnmálum. Hans bíða tækifæri til forystu í Finnlandi, einfalt mál það. Það verða kynslóðaskipti með honum.

Mjög glæsilegt þetta hjá Katainen og finnskum félögum til hægri!


mbl.is Hægrimenn sigurvegarar kosninganna í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg held að við gætum lært mikið af Finnum/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband