Hálft ár á Moggablogginu

Það er hálft ár í dag frá því að ég byrjaði að blogga hér á Moggablogginu. Þetta hefur verið yndislegur tími; mjög gaman og það hefur verið notalegt að vera partur af þessu magnaða vefsamfélagi; því besta hérlendis. Áður hafði ég verið í fjögur ár á blogspot.com og ég á fimm ára bloggafmæli í september. Verð að viðurkenna að ég hugsaði mig nokkuð um áður en ég ákvað að færa mig og sé ekki eftir því. Kom áður en mesti straumurinn kom hingað yfir og hef því séð samfélagið hér vaxa dag frá degi.

Ég er kominn með fjöldann allan af góðum bloggvinum. Meirihluti bloggvina minna hafa óskað eftir að tengjast mér. Hef kynnst miklum fjölda af mjög góðu fólki, fólki úr öllum flokkum og með ólíkar skoðanir á málunum, og svo hafa böndin við gamla og góða vini í bloggheimum, fólk sem ég hef þekkt lengi, styrkst sífellt með tengslum hér. Er kominn með góðan hóp bloggvina. Allt er þetta fólk sem ég met mikils og ég hef gaman af að kynnast nýju fólki. Fæ góð komment á skrifin og heyri skoðanir úr ólíkum áttum.

Fór yfir skoðanir mínar á moggablogginu í viðtali við Gest Einar Jónasson og Hrafnhildi Halldórsdóttur á Rás 2 fyrir nokkrum dögum. Sagði þar mínar skoðanir. Er mjög ánægður með allt hér og tel þetta vera eins og best verður á kosið. Er mjög sáttur við minn hlut. Vil þakka lesendum mínum fyrir að líta við og lesa skrifin og öllum þeim sem kommenta hér á skrifin og segja sína skoðun vil ég þakka fyrir að tjá sig hér.

Ætla mér að vera mjög duglegur að skrifa fram að kosningum og analísa kosningarnar og eftirmála þeirra mjög vel. Þetta verður spennandi tími og ég ætla að vera mjög áberandi við að skrifa. Ég hef þá stöðu núna að vera ekki að vinna í eldlínu kosningabaráttu flokksins míns og verð ekki sitjandi á kosningaskrifstofu daginn út og inn að þessu sinni. Ætla að taka annan vinkil á þetta að þessu sinni. Það verður mjög gott, ég ætla líka að vera beittur í þeim skrifum. Mesti hitinn á það er að hefjast nú. Sumarið verður svo ljúft bara.

Vonandi eigum við samleið næstu vikurnar. Allar ábendingar eru góðar ábendingar hér og mjög notalegt að heyra í þeim sem hafa skoðanir á mínum skoðunum. Eina sem ég krefst er að fólk sé málefnalegt og tali á kurteisislegum nótum. Nafnleysi er ekki liðið hér. Geti fólk ekki skrifað heiðarlega og undir nafni er skoðunin dauð að mínu mati.

Eins og ég sagði í viðtalinu finnst mér gott að fá komment og fagna því ef aðrir hafa skoðun á því sem mér finnst, enda eru pælingarnar hér mínar og þær eru lifandi og ákveðnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Við eigum samleið áfram, ekki spurning. Veit þú verður röskur við skrifin bæði í aðdraganda kosninga og eftir þær, og því missi ég ekki af.

Jón Agnar Ólason, 18.3.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka góðan pisla fyrr og siðar,og þetta er ein besta umfjöllun um pólitik sem eg les,og ekki svo hludræg,það er málið/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Þakka þér fyrir góð orð Jón Agnar. Endilega sendu komment þegar að þú vilt og ekki feiminn við að senda póst jafnvel. Alltaf gott að fá góð komment. Þetta verður lifandi og gott næstu vikurnar. :)

Þakka þér fyrir góð orð Halli. Það er gott að vita að fólki líkar þetta vel og hefur áhuga á að lesa.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 00:33

4 identicon

Ótrúlegt hvað menn nenna að tjá sig, oftast um allt og ekkert í þessu samfélagi kjaftakerlinga af báðum kynjum. Þó leynast góðir pennar inn á milli hinna sem ættu að hugsa meira um gæði en magn.

leibbi (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:33

5 identicon

Komdu sæll Stefán. Hef af og til ratað hingað inn af morgunblaðsvefnum. Ert með duglegri bloggurum sem ég veit um. Er samt búinn að velta lengi fyrir mér við hvað þú starfar?

Baldur G. (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 01:31

6 Smámynd: Pétur Björgvin

Til hamingju með hálfs árs og fimm ára afmælin! Spurning hvort að ekki eru bloggalþingiskosningar framundan - kannski engin speki að spá því fyrir að blogg verði notað sem aldrei fyrr - og gaman að fylgjast með þróun þeirrar umræðu.

Pétur Björgvin, 19.3.2007 kl. 09:08

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Til hamingju með afmælin!

Vilborg Valgarðsdóttir, 19.3.2007 kl. 09:53

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið. Ég er nú frekar ný í þessu, en finnst þetta rosa skemmtilegt. Undanfarin ár hef ég alltaf starfað á kosningaskrifstofum fyrir kosningar, en þetta árið ætla ég að vera gestur á þeim stöðum og vera meira á netinu, hlakka til að fylgjast með skrifum þínum.  Ég fylgist alltaf mjög vel með pólitíkinni fyrir norðan, er Húsvíkingur.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 12:15

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Til hamingju með afmælin

Það myndu nú engir nenna að koma hér við og "tjásla" nema af því að pistlarnir þínir eru skemmtilegir. Takk fyrir þá.

Tjásla= tjá sig við blogg. Fundið upp af góðri hjúkrunarkonu í Rvík.

Ágúst Dalkvist, 19.3.2007 kl. 12:38

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 15:19

11 identicon

"Tjásla" - þetta er alveg yndislegt orð. Best að setja eina litla tjáslu hér inn, þó ég hafi ekki mikið að segja - bara svona til að láta vita að ég les síðuna.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 19:30

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Auður. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband