Hvað varð eiginlega um Íslandsflokkinn?

Margrét Sverrisdóttir Kjaftasögurnar segja að nýtt hægri grænt framboð muni heita Íslandsflokkurinn, hópurinn sé kominn með lén við hæfi og fengið listabókstafinn Í. Allir spyrja þó hvað hafi orðið um flokkinn, enda ekkert til hans heyrst í nokkurn tíma. Fyrir hálfum mánuði sagði Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og væntanlegur kjördæmaleiðtogi innan flokksins, að flokkurinn væri væntanlegur innan 10 daga.

Ekki varð sú raunin. Bið einkennir stemmninguna núna fyrir flokknum. Of löng bið getur slagað alla pólitíska stemmningu, þetta segir sagan okkur. Bíði pólitískar vonarstjörnur of lengi verða þær að gömlum lummum. Það er segin saga að erfitt er að koma upp landsframboði. Þarf mikinn mannskap og öflugan kjarna í öllum kjördæmum til að bera slíkt uppi. Veit ekki hvort hópurinn hefur þann kjarna.

Fróðlegt verður að sjá þegar að þetta framboð verður loks kynnt formlega. Margir bíða spenntir, enda áhugavert að sjá hverjir skipa forystusveitina með þeim sem helst hafa verið merktir framboði. Fyrst þá verður hægt að gefa honum mælingu og meta sóknarkraft hans utan höfuðborgarsvæðisins, sem hlýtur að vera aðalbækistöð framboðs af þessu tagi.

Það verður áhugavert að sjá Íslandsflokkinn verða eitthvað. En biðin er að vera löng. Ólík er allavega saga Borgaraflokksins, sérframboðs Alberts Guðmundssonar, fyrir tveim áratugum, og þessa framboðs. Albert fór um allt landið og kom framboðinu upp á örfáum dögum. Framboðið varð örlagavaldur í þeim kosningum.

En biðin eftir Íslandsflokknum er orðin áberandi. En þar hljóta tjöldin brátt að falla og áhorfendur að sjá hvað leynist þar á bakvið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framboðið mun heyta Íslandsheyfingin - lifandi land en ekki Íslandsflokkurinn eins og haldið hefur verið fram til þessa.

M.a. skráði Sigurlín Margrét lénið www.islandshreyfingin.is undir lok síðustu viku 

Ámundi (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir kommentið. Já, ég hafði heyrt af því í morgun. En vildi nota þetta gamla nafn þeirra aftur, enda var það vinnuheitið. Annars er þetta djörf nafnagift finnst mér. Verður fróðlegt að sjá hvernig að þetta verður allt hjá þeim.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 14:01

3 identicon

Hvert á að hreyfa Ísland? Mér finnst að við ættum að draga það að Grænlandi. Þá ættu bæði Vinstri og Hægri grænir að verða happí.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband