Íslandshreyfingin mun það verða

Ómar og Margrét Það er nú ljóst að nýtt hægri grænt framboð mun heita Íslandshreyfingin - lifandi land, en ekki Íslandsflokkurinn eins og margir hafa talað um. Þetta á greinilega að vera umhverfisflokkur sem leggur áherslu á verndun landsins og náttúruauðlindanna. Það blasir enda við að það verði lykilbaráttumál auk fleiri annarra eflaust.

Ekki kemur það mér á óvart að Ómar Ragnarsson sé búinn að festa Í sem listabókstaf en þessi nafngift finnst mér reyndar vera mjög í anda Ómars. Eins og ég skrifaði áðan hefur þessi hreyfing ekki enn sýnt á spil sín og gefið sig upp. Það verður fróðlegt að sjá hver tromp þessarar hreyfingar eigi að vera er á hólminn kemur.

Kosningamaskínunni verður kannski brátt flashað á léninu; www.islandshreyfingin.is, eða hvað? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir á þetta lén líkt og það sem áður var merkt Íslandsflokknum. Það er skráð 14. mars sl. eða miðvikudaginn síðasta. Þetta telst sennilega betra nafn, en hitt var svona svolítið sláandi.

Það eru rúmir 50 dagar til kosninga. Áhrif nýs hægri græns framboðs eru óviss á þessari stundu. Það gæti allt eins orðið örlagaríkt afl í kosningabaráttunni, einnig gæti það floppað. Gengi þessa framboðs verður eitt af spurningamerkjum þessarar kosningabaráttu.

Því er erfitt að spá í stöðuna á þessari stundu. Greinilegt þó að stefnir í spennandi kosningar, spennandi fyrst og fremst fyrir stjórnmálaspekúlantana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Já Íslandshreyfingin, Grænt framboð verður það

Ólafur Örn Nielsen, 19.3.2007 kl. 14:22

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég tel miklar líkur á að þetta framboð muni hafa áhrif þegar á holminn er komið, á úrslit kostninga, oft skifta nokkur atkvæði máli. Spurningin er mun áhrif þessi hafa jákvæð eða neikvæð áhrif fyrir þá sem kjósa flokkinn, þeir efðu eflaust kosið anan flokk þeir sem kjósa munu ÓMAR, og þá er spurningin á kostnað kvað flokks.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég er til hægri og alveg arfa græn, alltaf verið það, mun samt aldrei kjósa svo græn framboð, það er ekki nóg að hafa bara náttúruna á heilanum, þú verður líka að huga að öllu hinu, eins og t.d. X-D gera 

Mikið er annars gott að hlusta á tónlistina hjá þér meðan maður les bloggið og bloggar

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Óli: Já, mjög frumlegt.... eða hitt þó. 

Sigfús: Já, þetta gæti orðið örlagaríkt framboð, ef það safnar úr öllum áttum fer það að skipta máli. Fróðlegt að sjá hvort að það gerist. Það var einmitt ástæðan fyrir því að Borgaraflokkurinn varð svo örlagaríkt afl að þeir tóku bæði frá hægri og vinstri, enda með fólk úr báðum örmum á lista, harða hægrimenn á borð við Albert og Júlíus Sólnes og svo gamla verkalýðskempu á borð við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, föðursystur Árna Magnússonar, fyrrum félagsmálaráðherra.

Kristján: Gott komment þetta, fínn húmor. Líkar hann mjög vel. Þau kannski hafa þetta sem svona subtitle.

Ásdís: Einmitt, tek undir þetta. Svona framboð á ekki við mig allavega. Það þarf að hafa framboð allra átta og taka öll mál til greina. Er oft erfitt að keyra endalaust á öllum málum. Kannski er einmitt biðin vegna þess að menn eru að keyra á sameiginlegar áherslur í öllum málum.

Takk kærlega fyrir það. Gott að þér líkar tónlistin. Þetta er mjög notalegt að hafa með. Vera með ólíka en góða tónlist.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 15:35

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Andri.

Er alveg sammála. Það verður spennandi að sjá hvort að það nær einhverju flugi. Spennandi að sjá hversu margir vilja t.d. Ómar á þing eða fá hans áherslur inn. Þetta verður fróðlegt að sjá bara. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 17:21

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Eru einhver nöfn nefnd í sambandi við þetta framboð, önnur en Ómar og Margrét. Heyrði einhversstaðar að Jakob Frímann sé ekki með. Verður fróðlegt að fylgjast með þessu.

Eggert Hjelm Herbertsson, 19.3.2007 kl. 17:35

7 Smámynd: Jens Guð

  Samkvæmt heimildum sem ég tel áreiðanlegar er stirt á milli Margrétar og Ómars.  Fyrir nokkrum dögum kom upp djúpstæður ágreiningur á milli þeirra þegar í ljós kom að þau höfðu ólíkar skoðanir á valdastöðu sinni innan hreifingarinnar.  Margrét telur sig eiga tilkall til að leiða hreifinguna með sínu nánasta stuðningsfólki í helstu valdastöðum.  Ómar hinsvegar vill varast að þetta líti út eins og örlítið klofningsbrot úr Frjálslynda flokknum.    

Jens Guð, 19.3.2007 kl. 18:58

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:26

9 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég hafði nú ætlað mér að segja meira en já ....en ég var bara svo sammála ykkur hinum um það að svona framboð með öllu er ekki hrist fram úr erminni ... Svona ef maður veltir fyrir sér stefnumótun og smölun á lista um allt land korter fyrir kosningar þá sér maður þetta ekki alveg ganga upp, en við sjáum hvað setur. Ég hafði reyndar heyrt nafnið Green/Grín hreyfingin, sem væri lýsandi fyrir grænu áherslurnar og svo Ómar  grínara.

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:37

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir þetta Jens. Ég heyrði þetta úr annarri átt núna síðdegis, manneskju sem ég tel mig geta treyst allavega, og var einmitt að enda við að skrifa færslu um þetta. Gaman að rekast svo á komment um þetta. Bættu inn pælingum þar ef þú vilt.

Gaman að fá þig sem bloggvin hér Herdís :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 19:44

11 identicon

Í stuttmyndinni The Godfather IV eru þrír þokkalega góðir aðalleikarar, þó ekki prófessjonal, the godfather himself, Magga og Jakob ærlegi. Söguþráðurinn er fyrirsjáanlegur og myndin endar illa, Guðfaðirinn himself sest í helgan stein og breytist í álfaprest í álfakirkju uppi á öræfum, Jakob ærlegi ærist endanlega og Magga verður frjálsblind á ný, enda fékk myndin litla aðsókn og fór strax á vídeóleigurnar, þar sem enginn vildi heldur kaupa þessa steypu.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 20:15

12 identicon

hvaða tal er þetta um korter fyrir kosningar ,ég fæ ekki séð að hinir flokkarnir séu nokkuð byrjaðir í kosningaslag svo er nú mars ennþá og margt hægt að gera á nærri 2 mán ,er spenntur að vita hvaðÍslandshreyfinginn hefur upp á að bjóða og hvort hún selur mörg atkvæði .

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:59

13 identicon

Hmmm. Ómar sem stjórnmálamaður? Auðvitað snýst þetta um Ómar og það sem hann stendur fyrir. Er ekki kominn tími á að við fáum slíkan stjórnmálamann sem ekki missir sjónir af hugsjóninni um leið og menn halda að sæti sé í augsýn. Ég fór sjálfur í gegnum þetta með Jóhönnu og upplífði rúissnesku kosninguna á Hótel Sögu, þar sem ég fékk nafnbótina "Útgöngu menn" en mér ofbauð þegar ekki mátti kjósa í sæti, heldur samþykkja innra samkomulag sem maður hafði aldrey heirt né séð. Það verður gaman að sjá hvort Ómar verður að Úgöngumanni þegar kapparnir fara að melda sig í sætin. Stjórnmálamenn eru að öllu jöfnu eiginhagsmunafólk sem skýla sér bakvið löngu horfnar hugsjónir og tálsýnir sem almúginn á erfitt með að sjá í gegnum, eins og kafbáturinn sagði  einusinni við mig, þegar ég seldi honum Video-Son myndbandakerfið á árunum 89, og ég vildi fá að vita hvað hann ætlaði með þennan fjölmiðil sem þeir hjá dagblaðinu höfðu nýtt niður í 180 daga samfleitt "Njáll minn, við segjum fólki hvað það á að hugsa"

Ég óska þess að þjóðin fái í Ómari mann sem ekki bregst hugsjónum sínum, gótt gengi Ómar minn.

Njáll Harðarson

Njáll Harðarson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband