Er ágreiningur milli Ómars og Margrétar?

Ómar og Margrét Kjaftasagan segir að uppi sé ágreiningur á milli Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur innan hinnar nýju Íslandshreyfingu sem þau hafa unnið að um langt skeið. Beðið hefur verið nokkuð eftir þessu framboði og þykir mörgum þau vera að falla á tíma. Ef marka mátti orð Ómars í Silfri Egils fyrir hálfum mánuði átti að vera búið að kynna framboðið.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist. Það hefur heyrst að Margrét Sverrisdóttir vilji afgerandi forystusess í framboðinu en Ómar vilji horfa í aðrar áttir og ekkert fastsetja neitt slíkt eða persónugera hreyfingun algjörlega stuðningsmannahópi Margrétar einvörðungu.

Öllum er ljóst að umhverfismálin hafa verið mjög sterk í kynningu framboðsins, það sé merkt sem hægri grænt. Það að nýja framboðið sé titlað hreyfing hefur mörgum þótt vera í takt við VG, sem ber einmitt heitið Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Enda tala gárungarnir um Íslandshreyfinguna - grænt framboð, enda er þetta nýja framboð með subtitle.

En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist og hvenær hulunni verður svipt af hægri græna framboðinu, sem hefur verið að myndast hægt og hljótt frá því að Margrét Sverrisdóttir yfirgaf Frjálslynda flokkinn fyrir tveim mánuðum og fetaði saman til nýrrar pólitískrar framtíðar með Ómari Ragnarssyni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Getur verið að Íslandshreyfingin klofni áður en hún verður til eins og framboð aldraðra og öryrkja.

Kemur ekki á óvart þó að Margrét heimti góðan stól, það virðist alltaf hafa verið henni kappsmál. En eins og þú segir, þá er þetta kjaftasaga og við skulum halda áfram að bíða og bíða og bíða eftir því að sjá hvað verður

Ágúst Dalkvist, 19.3.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mig var farið að lengja eftir fréttum, þetta sem þú segir er forvitnilegt ef rétt er.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.3.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta áhugamál þeirra er virðingavert, það er að segja náttúruverndin, en mér er spurn: hvernig er hægt að byggja upp heilan stjórmálaflokk á því einu saman liggur við?

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 20:42

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að þessi mál dragast. Þögnin er að gerast óþægileg fyrir þau. Það þarf að samræma þarna svolítið stór egó. Feminískur náttúrverndarflokkur er bara of þröngt sjónarhorn.

Haukur Nikulásson, 19.3.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

einhvernvegin var mér farið að gruna þetta, ekki hissa þótt satt reynist

ég held að Ómar sé ekkert skemmtilegur í "close up" svona dag eftir dag

hef hitt hann og hreyfst ekki, of mikill óróleiki í kringum hann, meina ekkert illt með þessu, en skynja oft eitthvað annað en sést.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 21:20

6 identicon

Hver dagur sem nú líður sem þeir láta ekkert í sér heyra minnka líkurnar að þetta verði eitthvað sem skiptir máli.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:26

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta kemur i ljós fljótlega ,auðvitað meiga menn hafa synar skoðanir,og eg vona bara 'Omars veggna að það verði af þessu,til að sjá hevrjir munu fylgja þessu,annars munum við ekki vita það /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Ég held bara að Margrét Sverris sé ekki nógu sterkur pólitíkus til að leiða flokk eða hreyfingu, í það minnsta ekki enn. Ég held að hennar mestu misstök hafi verið að yfirgefa Frjálslynda, hún mun koma til með að gera sér grein fyrir því og þá kemur það framm í gremju einsog hjá mörgum sem vita að þeir gerðu mistök en vilja ekki viðurkenna það. Ómar á bara að halda sig í Fréttum og í skemmtiatriðum hann er ekki pólitíkus frekar en ég, það er ekki nóg að hafa eina stefnu og reyna berja umhverfismál alltaf áfram (þó auðvita mikilvægt er) þá er bara svo mikið annað sem fólk er að hugsa um. umhverfismál er ekki það fyrsta sem fólk segir ef það er spurt hvað það telur mikilvægasta kosningarmálið í vor. Ef þið trúið mér ekki þá skora ég á ykkur að fara ein hring um bæin og spyrja bara fólkið á götunni.

Gunnar Pétur Garðarsson, 19.3.2007 kl. 23:06

9 Smámynd: Jens Guð

Eins og kom fram í athugasemd minni undir greininni "Íslandshreyfingin er það" þá hef ég heimild fyrir þessum ágreiningi á milli Margrétar og Ómars.  Sú heimild er maður sem er í kunningjatengslum við fólk í innsta hring hreyfingarinnar.

Það þarf svo sem ekki mikla spekulasjón til að átta sig á að eitthvað er ekki að púsla sig saman hjá hreyfingunni.  Ef engin ljón væru í veginum hefði framboðið verið pússað og klárt fyrir löngu síðan. 

Við vitum líka að metnaður Margrétar er stór.  Hún er ekki sú týpa sem lúffar og lætur valta yfir sig.  Hún setur undir sig hausinn og tekur slaginn.

Við vitum líka að Ómar er í þessu af eldheitri hugsjón.  Hann er óþreytandi orkubolti.  Hann er búinn að leggja allt undir fyrir málstaðinn.  Það væri algjörlega úr stíl við hans karakter að verða eitthvert varadekk undir klofningsframboði Margrétar.   

Jens Guð, 19.3.2007 kl. 23:06

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment. Gaman að lesa þau.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 23:12

11 identicon

Ég benti einhvers staðar á að ég teldi hugmyndir Ómars um framboð ekki vel ígrundaðar. Ég fer ekki ofan af því að Ómar er betri með baráttumálin sín í þeim farvegi sem þau hafa verið frekar en innvígður og innmúraður í pólitískan flokk. Eitthvað segir mér líka að honum komi ekki til með að líða neitt sérlega vel í því umhverfi. En þetta er nú bara ábyrgðarlaust hjal hjá mér. Ég er ágætlega málkunnug Ómari, hef samt ekkert rætt þessi framboðsmál við hann, en mér finnst hann alveg einstaklega skemmtileg persóna og það ekkert síður í tveggja manna tali en uppi á sviði að skemmta.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:15

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Anna. Gaman að lesa það. Ómar er auðvitað goðsögn. Ég mun ávallt bera mikla virðingu fyrir honum. Þó ég sé honum ekki alltaf sammála á hann virðingu okkar allra skilda fyrir að hafa fært okkur landið heim í stofu með glæsilegum hætti. En hvort hann sé stjórnmálamaður, það er allt önnur saga. Ég sé einhvernveginn ekki Ómar fyrir mér sitjandi daginn út og inn í þingsal eða á löngum næturfundum. En nú mun reyna á þetta afl, þegar það kemur fram. Það hlýtur að gerast fyrir vikulok, annars missa þau af lestinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.3.2007 kl. 23:26

13 identicon

Skemmtilegar pælingar ... ég hef ekki enn myndað mér skoðun á þessari "hreyfingu" ... en ég vildi fyrst og fremst þakka þér fyrir kommentið á minni síðu - ég les þig daglega, þó svo ég ég sé ekki að kommenta nógu vel

Ertu ekki reglulega á Amtsbókasafninu?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:30

14 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Það er nú bara fagnaðarefni að það sé að koma fram pólitískt  afl sem ætlar að setja umhverfismálin í forgang og staðsetja sig á miðjunni í hægri/vinstra litrófinu. Ég held að það sé engin ágreiningur milli Ómars og Margrétar, bara kjaftasaga líklegast til að spilla framboðinu. Og Anna varðandi það framboðshugmyndir Ómars séu illa ígrundaðar, hefurðu kynnt þér þær hjá honum eða byggirðu skoðun þína á kjaftasögum. Það er nú örugglega ekki langt þar til framboðið og stefnumál þess verða kynnt þannig að það er best að bíða spenntur. 

Lárus Vilhjálmsson, 20.3.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband