Íslandshreyfingin kynnt í vikunni - merkt með I

Ómar og MargrétNú blasir við að nýr hægri grænn stjórnmálaflokkur Íslandshreyfingin - lifandi land verði kynnt opinberlega í vikunni. Mun flokkurinn bjóða fram undir bókstafnum I, enda mun ekki hefð fyrir framboðum með broddstaf, sem fylgir framboði með upphafsstafinn Í.

Biðin eftir þessum flokki hefur staðið í tæpa tvo mánuði og blasað við að til framboðs í þessum takti kæmi eftir að Margrét Sverrisdóttir yfirgaf Frjálslynda flokkinn í janúar. Flestir bíða eftir að sjá mannskap þessa framboðs og aðrar áherslur auk umhverfismála, enda getur varla verið að þetta framboð keyri aðeins á einu máli alla baráttuna í gegn og til næstu fjögurra ára.

Þessi hreyfing hefur verið persónugerð í Margréti og Ómari Ragnarssyni, fréttamanni. Orðrómur var um það í vikubyrjun að ágreiningur hefði orðið þeirra á milli um áherslur og meginlínur skipan forystu. Verður fróðlegt að sjá hvernig að þessi nýji flokkur verður mannaður, hvort hann fari fram um allt land, hverjar línur hans verða og hvernig forysta hans verði. Einnig hvernig hann verði keyrður áfram.

Spurningar hafa verið mjög áberandi um þetta framboð og fátt komið öruggt, en brátt virðast fást svör við þeim öllum. Það styttist í lok framboðsfrests og öllum ljóst að tíminn er að renna út fyrir þessa hreyfingu og forystu hennar. Nafninu hefur verið skúbbað og eins og fyrr hefur komið fram hér er vefsetur hreyfingarinnar; www.islandshreyfingin.is.

Fyrir okkur sem tilheyrum öðrum flokkum verður fróðlegt með að fylgjast hvernig þetta framboð verði kynnt og hvernig rammi þess verður. Svo verður auðvitað athyglisvert að sjá hvort að það hafi áhrif og verði jafnvel afl sem safnar fylgi úr öllum áttum. Það verður fróðlegt að sjá svo í ofanálag hvernig að það mælist í könnunum, en Gallup spyr nú um stöðu þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú hefur róað þig mikið niður Stefán Friðrik, það er bara fínt mál. Eitt skil ég ekki og það er svolítið mikilvægt fyrir mig að ég skilji það, til hvers eru þau að þessu núna? ekki get ég ímyndað mér að þau verði með í ríkistjórn! ég sé þatta einhvernveginn þannig fyrir mér að það hefði verið gáfulegra hjá þeim að byggja þennan flokk upp í rólegheitum og bjóða fram eftir 4 ár. Ekki get ég heldur ímyndað mér að þau verði það vel mönnuð að það verði mikið "gagn" í þeim í stjórnarandstöðu?   En eins og ég byrjað þá skil ég aðgerðina að stofna flokk örfáum vikum fyrir kostniongar og með afar fá tromp í hendi þótt ég virði náttúru áhugamál þeirra.

Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: Jens Guð

Nú ætlast ég að gerast spámaður.  Er ekki alveg hlutlaus vegna þess að ég er flokksmaður í Frjálslynda flokknum og litaður af óskhyggju.  Ég er samt ekki andvígur hægri grænum.  Ég ber fullkomna virðingu fyrir einlægri hugsjón Ómars Ragnarssonar varðandi umhverfismálaflokkinn.  En ég sé hann ekki fyrir mér sem stjórnmálamann þegar kemur að öðrum þjóðfélagsmálum.  Hann er jarðýta varðandi þennan umhverfismálaflokk.  En að þeim málaflokki slepptum spái ég því að Íslandshreyfingin sé fallin á tíma.   

Jens Guð, 21.3.2007 kl. 01:54

3 Smámynd: Jens Guð

Þessu alveg ótengdu þá ertu með nokkuð flottan músíksmekk,  Stefán:  U2,  Ray Charles,  Red Hot Chili Peppers,  Radiohead og meira að segja Peter,  Björn og John.  Ég er nýlega búinn að uppgötva þessa sænsku fugla sem eru ferskur andblær. 

Jens Guð, 21.3.2007 kl. 02:04

4 identicon

Alea iacta est-spilið: Magga fer í vafasama skemmtiferð til London með Britney spírunni og Parísardömunni. Guðfaðirinn færist til baka um fimm reiti. Kastaðu aftur.

Steini Briem (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 02:35

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Samkvæmt minni "hávísindalegu" skoðanakönnun, þá segjast 7% ætla að kjósa Íslandsflokkinn en 7% hugsanlega, ef þau koma vel fyrir.

Getið kosið með því að smella á nafnið mitt hér fyrir neðan og tekið þátt.

Júlíus Sigurþórsson, 21.3.2007 kl. 09:36

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Hægri Grænn" umhverfis stefna er ekki og hefur ekki verið til í Frjálslyndaflokknum svo er þetta þá ekki staðfesting á þvi að innan raða stóra bróður þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokksins sé ekki og hafi ekki verið til stefna í  umhverfisverndarmálum? - para pæla.

Páll Jóhannesson, 21.3.2007 kl. 10:08

7 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Er einnig með létta könnun á blogginu hjá mér og hafa 134 kosið. 11.9% segjast myndu kjósa hægri-græna 69.4% segja nei en svo er þokkalegur hópur eða 18.7% vilja sjá önnur málefni þeirra ápur en ákvörðun er tekin. Þetta er náttúrulega ekki mjög vísindaleg könnun en fer að slaga upp í þann fjölda sem tekur afstöðu í skoðanakönnunum hjá Blaðinu og Fréttablaðinu heheh

Guðmundur H. Bragason, 21.3.2007 kl. 12:17

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta er fín grein hjá þér Stefán. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróunn mála hjá Íslandsflokknum. Hvar þeir taka atkvæðin og hve mikið.

Kveðja,

Sveinn Atli 

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband