Sveiflubreytingar hjá Sjálfstæðisflokki milli mánaða

Geir H. HaardeSíðustu mánuði hefur Sjálfstæðisflokkurinn mælst veikari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni í könnunum Gallups; með baráttufólkið í þéttbýlinu utan þings. Þetta snýst við í nýjustu könnuninni. Þar eru Birgir Ármannsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigríður Ásthildur Andersen að mælast inni. Góð tíðindi vissulega það - aftur á móti er áberandi að sjálfstæðismenn missa nokkuð flugið á landsbyggðinni og missa bæði Þorvald Ingvarsson og Björk Guðjónsdóttur út - baráttufólkið í Norðaustur- og Suðurkjördæmi.

Staðan hefur því breyst örlítið. Þessi staða er vissulega mjög góð fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Skv. þessari mælingu eru tíu sjálfstæðismenn inni í Reykjavík og sex í Suðvesturkjördæmi. Þar mælast því 16 af 25 þingmönnum flokksins í könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut á þessu svæði 14 þingsæti í kosningunum 2003, síðustu þingkosningum Davíðs Oddssonar; 9 í Reykjavík og 5 í Kraganum. Þessi staða er góð fyrir flokkinn á þessu svæði í ljósi þess að flokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í 16 ár. Styrk staða það. Í raun er þetta ótrúlega góð staða stjórnmálaflokks eftir svo langa pólitíska forystu.

Á landsbyggðinni mælist Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá menn í öllum þrem landsbyggðarkjördæmunum. Þar er flokkurinn með 9 þingsæti af 25 í könnuninni. Í síðustu könnun voru sætin þar 11, en voru 8 í kosningunum 2003. Mest munar um nokkuð fylgistap í Norðausturkjördæmi. Síðast voru þar fjórir menn inni, þeir eru þrír núna og það sem meira er að VG er komið með afgerandi forskot á Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu. Þessi könnun sýnir því Steingrím J. Sigfússon sem fyrsta þingmann kjördæmisins. Það verður pólitískt áfall fyrir Kristján Þór Júlíusson, fyrrum bæjarstjóra á Akureyri, vinni hann ekki slaginn þar eftir langa tíð í sveitarstjórnarmálum. Takmark hans hlýtur að vera leiðtogahlutverk fyrir kjördæmið.

Svo virðist vera að flokkurinn sé að missa líka fylgi í Suðurkjördæmi. Það verður áfall fyrir Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sem nýjan kjördæmaleiðtoga í Suðrinu, að ná ekki inn Björk Guðjónsdóttur. Í síðustu kosningum klofnaði flokkurinn á svæðinu og tapaði fjórða manni vegna þess. Það sæti ætti að vinnast nú, allt annað væri áfall fyrir flokkinn á svæðinu. Af því leiðir að flokkurinn veikist í báðum þessum kjördæmum. Í Norðvesturkjördæmi virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera með þrjá menn nokkuð örugga. Flokkurinn er þar kominn af stað með vef og hefur opnað kosningaskrifstofur. Þeir fara fyrr af stað en aðrir; fara af stað fyrir páska. Gott það.

Þessar kosningar verða spennandi. Það er öllum ljóst. Sjálfstæðisflokkurinn gæti vel við mælingu af þessu tagi unað í heildina, einkum hvað varðar höfuðborgarsvæðið. Úti á landi virðist staðan ekki vera eins traust og var fyrir nokkrum vikum. Sjálfstæðisflokkurinn mun að öllum líkindum hækka mjög milli kosninga í Norðausturkjördæmi. Ólöf Nordal hefur mælst inni í öllum könnunum eftir að hún varð hinn stóri sigurvegari prófkjörsins í nóvember og stimplaði sig inn á kortið - komst upp fyrir bæði Þorvald Ingvarsson og Sigríði Ingvarsdóttur. En þessi mæling er þó ekki nóg fyrir flokkinn þar.

Geir H. Haarde heldur sterkur til kosningabaráttunnar sé þessi könnun rétt fyrir flokkinn í heild sinni. En það eru plúsar og mínusar á þessum hluta vegferðarinnar til kosninganna eftir sjö vikur. Hans góða staða í huga kjósenda er um leið stærsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins. Allar stjórnmálamannamælingar hafa sýnt hann sterkasta stjórnmálamann landsins - þann sem fólk vill sjá leiða ríkisstjórn. Enda sækist hann eftir því hlutverki. Og landsmenn vilja trausta forystu í tveggja flokka stjórn.

Allar kannanir sýna okkur vel að Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun vel. Framsókn og Samfylking eru hreinlega að crash-a miðað við síðustu kosningar. VG dansar á skýjum, horfir niður á flokkinn sem vildi vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er vissulega merkileg staða sem við okkur blasir, þetta verða athyglisverðar kosningar haldist mæling af þessu tagi til enda. En sjö vikur geta verið eilífð í bransa á borð við stjórnmál.


mbl.is Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann H.

Fari þessi sjálfgræðisflokkur fyrst norður, og svo niður..

Jóhann H., 24.3.2007 kl. 02:18

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Ari

Þakka þér fyrir kommentið. Ég fór í fréttaviðtal hjá Stöð 2 í janúar, skömmu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi staðfesti listann og talaði gegn framboði Árna Johnsen, talaði ennfremur gegn framboði hans hér á þessum bloggvef. Horfðu á viðtalið, ég hef í engu skipt um skoðanir. Árni Matt fékk umboð sem kjördæmaleiðtogi. Það verður að ráðast hvernig að honum gengur. Fari kosningarnar svona verður hvorugur Árninn sterkur á næsta kjörtímabili. Einfalt mál það. Annars fer Árni Johnsen varla fram aftur. Ætla að vona að þessi flokkur þurfi ekki að draga hann með sér lengur en það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.3.2007 kl. 02:31

3 identicon

Sjallarnir hafa mun minna fylgi í kosningum en skoðanakönnunum. Birgir Ármannsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Sigríður Andersen verða ekki á þingi næsta kjörtímabil, nema þá hrafnaþingi. Krummi krunkar úti.

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 03:44

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ekki mun ég gráta hraklega útkomu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, ef svo fer ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 08:54

5 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Undarlegar athugasemdir hjá þér varðandi Árna Johnsen. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki viljað fá Árna á listann, þá hefðu þeir átt að taka það fram fyrir prófkjör að þeir sem hefðu setið í fangelsi og brotið af sér í opinberu starfi en fengið uppreista æru, mættu ekki taka þátt í prófkjöri.

Mín tilfinning er sú að það sé Árni Matt sem standi mun tæpari í kjördæminu en Árni Johnsen.  Ætli það verði ekki svoleiðis að Árni Matt dragi niður fylgi Sjálstæðisflokksins í suðurkjördæmi, en framboð Árn Johnsen dragi síðan niður fylgi í öðrum kjördæmum, miðað við ummæli Sjálfstæðismanna um landið.

Guðmundur Örn Jónsson, 24.3.2007 kl. 09:22

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð að vera þer sammála um marga af okkar mönnumsem eru mjög frambærulegir/en Arni Matt er barasta truður og skemmir mikið fyrir flokknum/Þvi miður,lika Petur Blöndal!!!!það evrður að breita þessu eitthvað /Halli Gamli XD

Haraldur Haraldsson, 24.3.2007 kl. 10:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hrýslast um mann kvíða straumar um það hverngi málin verða hér hjá okkur í Suðurkjördæmi, en lítið getur maður gert nema vona það besta og dreyfa boðskapnum í samtölum við annað fólk

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband