Hugsjónarifrildi í miðri leiksýningu

Allir sem hafa lesið Draumalandið eftir Andra Snæ hafa á henni skoðun. Hún kallar á mann að taka afstöðu, allavega hugsa málin vel og pæla vel í kostum og göllum stóriðjuhugmynda. Hún er lifandi bók, tryggir manni hugsanir og stúdíu. Ég las hana sjálfur með áhuga. Ég var ekki sammála öllu sem í henni stóð, en hún hentaði mér vel. Þetta var bók sem kom hausnum á mikið flug. Stundum var ég svo innilega ósammála en aðra stundina innilega sammála. Þetta kallaði fram allan skalann í huga mér.

Ég er þannig gerður að ég vil kanna hlutina frá öllum hliðum, stúdera ólíkar skoðanir. Ekki bara heyra mínar skoðanir, heldur líka annarra. Ég vil líka rökræður við fólk með aðrar skoðanir. Enda á ég vini í öllum flokkum, ég á ættingja sem starfað hafa framarlega í öðrum flokkum og vini sem hafa verið framarlega í flokki annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins. Enda er það síðasta sem ég vil að inniloka mig með einhverjum jábræðrum, fólki sem er mér sammála.

Ég vil lifandi spjall, þess vegna vil ég kynnast líka fólki með aðrar skoðanir. Þannig að þessi bók var í senn lifandi og fersk, tryggði manni góðar pælingar. Þó að ég hafi ekki verið sammála öllu sem í henni stóð var ég glaður eftir lesturinn, enda fékk hún mig til að hugsa kosti og galla stóriðjumála upp á nýtt. Ég var ekki eins eftir lesturinn og fyrir, en það var einmitt þess vegna sem ég las bókina. Ég vildi kynna mér þessa hlið. Sé alls ekki eftir því.

Hugsjónahitinn er misjafn í fólki. Fyndið að sjá þessa frétt um manninn sem var svo hróplega ósammála Draumalandinu að hann kallaði fram í sýninguna í Hafnarfirði. Þetta er verk sem kallar á skoðanir og pælingar, en þetta er kannski varla staður og stund til að svara á móti. Kómískt. Þetta var allavega fyndnasta frétt dagsins, held það hreinlega.


mbl.is Leikhúsgestur rökræddi við leikara í miðri sýningu á Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir marga á báðum pólum eru þessi stóriðjumál ekkert annað en trúarbrögð, fanatískir stóriðjusinnar gegn öfgafullum stóriðjuandstæðingum. Það þarf að finna einhvern milliveg, eins og blandaða hagkerfið var fundið upp af góðum mönnum. Það þurfa að vera ein lög í landinu, sem allir virða, hvort sem þeim finnst þau heimskuleg eða ekki. Millivegurinn er til og hann er fær, til dæmis margs konar smáiðja í stað stóriðju, nýtt kvótakerfi sem er margfalt betra fyrir þjóðina og byggðarlögin, betri samgöngur um land allt, breiðari vegir og jarðgöng, fjölbreytt atvinna fyrir sem flesta. Þetta allt ættum við að geta sameinast um, hvar í flokki sem við stöndum. Fermingarveislurnar í vor mega ekki breytast í trúarbragðastríð með tertukasti og frammíköllum yfir veisluborðið.

Steini Briem (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski ég skelli mér í að lesa Draumalandið, ég varð fyrir svo miklum þrýstingi þegar bókin kom út, frá ættingjum og vinum, að ég bara yrði að lesa hana og þá kom upp í mér gamli þverhausinn sem gerir hlutina á sínum hraða og þegar ég vil, en semsagt, held ég skelli mér í lesturinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Draumalandið er mögnuð bók sem nánast breytti öllum mínum hugsanagangi varðandi nýtingu á auðlindum landsins.  Ég hafði aldrei horft á þær hliðar sem Andri Snær kýs að sýna lesendum sínum.  Lesturinn varð til þess að ég tók meðvitaða upplýsta afstöðu m.a. til stóriðjuframkvæmda.  Bókin kallar á afstöðu og skýrir línur.  Auðvitað var ég ekki sammála öllu sem í bókinni stendur og sumu trúði ég ekki fyrr en ég hafði staðreynt sumar fullyrðingarnar sjálfur.

Leikhúsgesturinn úti í sal sem kallast á við leikara sviðsins er frábær saga.  Segir hversu mögnuð þessi bók er.

Ætli maður skelli sér ekki í Hafnarfjarðarleikhúsið.  Hver veit. 

Sveinn Ingi Lýðsson, 24.3.2007 kl. 21:24

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Fuglar fljúga, krummi krúnkar og stjórnmálamenn ljúga. Djöfull hata ég fólk sem lýgur.  Helvítis, andskotans drulluhalanegrar og afturhaldskommatittir sem ætti að hengja eins og Saddam Hussein.  Sá ljóti skítapungur átti reyndar ekkert gott skilið.  Útældar fyllibyttur og aðrir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins lugu að okkur um tilgang stríðsins í Írak.  

Niðursoðnir hortittir og annar óþverri er allt sem er í boði í komandi kosningum.  Þriðja flokks hórur og hórkarlar sem ætti að henda á haugana við fyrsta tækifæri t.d. næstu kosningar.  

Fór ég yfir mörkin hér? 

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 22:13

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Draumaland Andra Snæ er bók ,sem heillar mig og maður getur orðið fyrir mikilli innlifun og hugsunin opnast fyrir nýjum sjónarhornum.Eftir að þessi bók kom út, hef ég átt oft öðuvísi rökræður við vini mína um umherfis - og náttúrverndarmál.Ég hef alla tíð verið mikill náttúrverndarmaður,en staðið þó  með öllum virkjunarframkvæmdum,nema Kárahnjúkum.Afstaða mín breytist kannski eitthvað við lestur bókarinnar,en Fagra Ísland Samfylkingarinnar er ég mjög sáttur við og hvet fólk til að kynna sér  hana vel.

Kristján Pétursson, 24.3.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Jens Guð

Það sem er svo magnað við Draumalandið er að bókin vekur mann til umhugsunar um ótal atriði,  sem maður hafði aldrei leitt hugann að.  Bókin raskar sem sagt hugsun manns,  hreifir við manni. 

Ég reikna með að maðurinn sem fór að rífast við leikarana á sviðinu hafi verið kominn til ára sinna.  Ofurbloggarinn Jón Steinar Ragnarsson,  leikritahöfundur og kvikmyndaframleiðandi,  starfaði sem leikari á Vestfjörðum.  Hann kannast við dæmi þess að gamalt fólk lifi sig svo inn í leikrit að það blandi sér í dæmið með frammíköllum. 

Ég þekkti líka gamlan mann sem nú er dáinn.  Hann eignaðist ekki sjónvarp fyrr en kominn á níræðisaldur og hafði aldrei farið í kvikmyndahús.  Þessi maður áttaði sig ekki á að kvikmyndir væru leiknar.  Hann upplifði þær sem einhverskonar heimildamyndir. 

Í einu kvikmyndabroti réðust 2 menn á þann 3ja.  Gamli maðurinn horfði á og reiddist mjög yfir ósanngirninni.  Æsti sig upp úr öllu valdi.  Og það sem honum sárnaði mest var að kvikmyndatökumaðurinn skyldi ekki hafa gripið inn í og hjálpað fórnarlambinu.  "Kvikmyndatökumaðurinn er samsekur ef þeir slasa manninn,"  sagði sá gamli og þótti með ólíkindum afskiptaleysi kvikmyndagerðarmannsins. 

Jens Guð, 24.3.2007 kl. 23:24

7 Smámynd: Kristján Pétursson

Bendi á blokkið mitt um vændi,Áhugavert og fróðlegt,sem allir ættu að kynna sér gaumgæfilega.

Kristján Pétursson, 25.3.2007 kl. 01:42

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.3.2007 kl. 07:46

9 identicon

Já.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband