Flokkarnir semja um auglýsingakostnað

FlokkarÞað er ánægjulegt að loksins hafi náðst samkomulag milli framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna um ramma í auglýsingamálum vegna alþingiskosninganna eftir sjö vikur. Reynt hefur verið nokkrum sinnum að landa slíku samkomulagi, en án árangurs. Þetta ætti að tryggja hófsamari kosningabaráttu og rólegri keyrslu en verið hefur, þó auðvitað fái flokkarnir rúman ramma til að kynna sig. 

Flokkarnir ná þó ekki þeim stalli að banna t.d. sjónvarpsauglýsingar, en þar verður settur 28 milljóna króna rammi hinsvegar. Það kemur ekki að óvörum að sjá að fulltrúi Framsóknarflokksins vildi setja hæstu mörkin, eða 35 milljóna króna þak. Miðað við auglýsingakeyrslu Samfylkingar og sérstaklega Framsóknarflokks þá mátti búast við að erfitt yrði að fara með pakkann á kosningarnar neðar en þetta.

Þessar kosningar verða spennandi. Allar kannanir eru að sýna okkur nokkuð breytt pólitískt landslag og allir flokkar vilja berjast á sínum forsendum. Það eru viss tímamót að tekist hafi að marka kosningabaráttunni þrátt fyrir þá hörku skynsamlegan ramma. Það tekst vonandi að hafa baráttuna bæði heiðarlega og skynsamlega dýra. Þetta verður auðvitað dýr pakki, en þetta samkomulag er af hinu góða.

Nú verður svo gaman að sjá hver eyðir mestu, menn halda eflaust gott bókhald á það að kosningum loknum.


mbl.is Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FRAMSÓKN nær alltaf að kaupa einhverjar villuráfandi sálir með auglýsingaflóði sínu og koma sér í allar stjórnir bakdyramegin en það er ekki hægt að kaupa skoðanir skynsams fólks. Það sér alltaf glitta í heimskuna undir glansmyndinni. Eins og ég benti þér á um daginn lét Kristur krossfesta sig, það var tiltölulega ódýr auglýsing og dugar enn, tvö þúsund árum síðar. Hins vegar eru alltaf einhverjir reiðubúnir að selja sál sína fyrir 30 silfurpeninga og nokkrar álbræðslur í kaupbæti.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: TómasHa

það verður spennandi að fylgjast með þessu.  Maður er alveg gáttaður á þessum tölum, það verður fróðlegt að sjá hvort þeir geti gert miklu meira með þessa peninga en seinast.  Þá voru tölurnar um eyðslu allar í kringum þetta eða fyrir neðan.

TómasHa, 26.3.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Þessi tala sem samstaða virðist vera að nást um, verður að öllum líkindum algjörlega óháð landshlutafjölmiðlum. Þar af leiðandi verður líklega ausið fé í auglýsingar í héraðsblöðunum og svæðisútvörpunum.

Guðmundur Örn Jónsson, 26.3.2007 kl. 11:31

4 identicon

Hvað segir samkeppnisstofnun um þetta ??

Kveðja

Einar

Einar Hermannsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband