Kaffibandalagið feigt - frjálslyndir einangraðir

Jón Magnússon og Magnús Þór Það blasir við að Frjálslyndi flokkurinn er orðinn einangraður í íslenskum stjórnmálum, holdsveikur ef segja á hlutina hreint út. Sjálfstæðisflokkurinn hefur útilokað samstarf við hann að óbreyttu og nú er Samfylkingin að gefa hann upp á bátinn, ef marka má ummæli Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar.

Það kemur varla að óvörum. Segja má reyndar að nafngiftin sé orðin rangnefni. Allir sem horfðu á Silfur Egils í gær sáu gjána í áherslum Jóns Magnússonar og Ágústs Ólafs, vel sást að þar er engin heil brú til staðar á milli. Ummæli Jóns Magnússonar þar sem hann tók undir skilgreiningu Egils Helgasonar um að flokkurinn væri að verða eins og kristilegur repúblikanaflokkur vakti mikla athygli. Þar sást reyndar mjög vel á hvaða mið flokkurinn ætlar að halda. En í ljósi þess er flokkurinn ekki neinum samstarfshæfur.

Ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins er hvorki stjórn eða stjórnarandstaðan með þingmeirihluta. Frjálslyndi flokkurinn hefur engan þingmann í þeirri mælingu. Íslandshreyfingin hefur þar þrjú sæti og mælist sem örlagaríkt afl, þó eflaust séu þau vonsvikin innst inni með að fá ekki meira. En það gæti þó verið að þrjú til fimm þingsæti til Íslandshreyfingarinnar verði til þess að hvorug blokkin hafi meirihluta og hún því komin þarna á milli.

Staða Frjálslynda flokksins er athyglisverð. Hann hefur einangrast mjög og kaffibandalagið virðist úr sögunni vegna ólgu milli flokkanna og meiningarmunar varðandi innflytjendamálin. Ummæli varaformanns Samfylkingarinnar vekja athygli og segja meira en mörg orð að þetta bandalag stjórnarandstöðunnar heldur ekki lengur og er úr sögunni. Samt þorir Ágúst Ólafur ekki að segja þetta hreint út, kannski kemur að því er líður á baráttuna.

Það verður vel fylgst með frjálslyndum í kosningabaráttunni. Meginþungi hita þeirra í innflytjendamálum verður í Reykjavík. Þar fara fremstir í flokki þeir Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon. Hvorugur þeirra er inni í nýjustu könnun Gallups. Mun Íslandshreyfingin slaufa þá báða út þar? Fróðlegt verður það að sjá. Annars geta menn rétt ímyndað sér á hvaða pólitík þeir keyra næstu 50 dagana. Það sást vel í Silfrinu í gær.

mbl.is Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fréttir og viðtöl helgarinnar hafa styrkt mig í þeirri trú, að ríkisstjórnin heldur velli.  Sundrungin á vinstri vængnum verður ljósari með hverjum deginum sem líður og það er akkúrat það sem ég átti von á.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég held að Ágúst Ólafur hafi sagt það sem margir hugsa. Ég segi fyrir mína parta að mér hugnast engan veginn samstarf með Frjálslyndum - engan veginn. En það er ekki mitt að ráð því.

Sundrung á vinstri vængnum. Hvar er hún. Það er líklega hægt að flokka tvo flokka vinstra meginn við miðju, VG og Samfylkingu (þó að Samfylkingin sé frekar miðjuflokkur að mínu mati). Ég sé enga upplausn þar. Flokkarnir eru allir að vinna á sínum forsendum.

Eggert Hjelm Herbertsson, 26.3.2007 kl. 13:31

3 identicon

ÓMAR og félagar verða trúlega í oddaaðstöðu eftir kosningarnar og þá verður mynduð "græn stjórn" í vor, annað hvort til "hægri" eða "vinstri", þannig að þetta er allt hið besta mál. Stóriðjudraumurinn úti í mýri og skynsemin hefur sigrað heimskuna, eins og hún gerir alltaf að lokum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 14:18

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Það er deginum ljósara að það er bara til þess að efla fylgi hvers flokks að lýsa því yfir að þeir hleypi ekki frjálslyndum í ríkisstjórn.

Ágúst Dalkvist, 26.3.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband