Glæsilegt hjá Þorvaldi Davíð

Þorvaldur Davíð Það er gleðiefni að Þorvaldur Davíð hafi hlotið inngöngu í Juilliard-listaháskólann í New York. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur inngöngu í leiklistardeildina þar. Fá orð þarf svosem að hafa um Juilliard, en það er auðvitað einn af fremstu listaháskólum heims og þarf að vera mjög fær á sínu sviði í listinni til að komast þar inn.

Þorvaldur Davíð er mjög efnilegur leikari, hefur staðið sig vel og fyrir löngu vakið athygli hér heima fyrir verk sín. Ég óska honum góðs gengis í Juilliard þegar að hann heldur til New York og hann eigi góðan og glæsilegan feril.

mbl.is Þorvaldur Davíð hlaut inngöngu í Juilliard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EKKI ÓNÝTT að læra leiklist í Lincoln Center næstu árin! Þorvaldur er flottur!  

Steini Briem (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já Stefán, þetta var meyriháttar og óskum við honum að sjálfsögðu velgengi þar.

Sigfús Sigurþórsson., 30.3.2007 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband