Örlagadagur spennunnar í Hafnarfirði

Alcan Það er mikill örlagadagur í Hafnarfirði í dag - þetta er líka dagur spennunnar. Eftir tæpan klukkutíma verða birtar fyrstu tölur í kosningu bæjarbúa um deiliskipulagstillögu um stækkun álversins í Straumsvík. Jafnvel mestu spámenn Hafnfirðinga og víðar um land þora varla að spá, stuðningsmenn og andstæðingar láta þó spár sínar gossa hikstalaust. Brátt fáum við dóm Hafnfirðinga - hvað þeir vilji. Allir landsmenn bíða eftir tölum.

Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvor fylkingin verði ofan á. Að mínu mati verða menn að standa vörð um þá niðurstöðu sem fæst, þó naumt kunni að vera á milli fylkinga. Lýðræðið er þannig jú að meirihlutinn talar, hann fékk þetta umboð í hendurnar og þá eiga menn að virða þann dóm. Að mörgu leyti finnst mér þetta íbúalýðræði til fyrirmyndar. Vel má vera að þetta hafi skipt bænum í fylkingar. En þetta er það stórt mál að Jón og Gunna í bænum á að fá valdið. Þá fæst líka enn sterkari niðurstaða en hefði verið í ellefu manna bæjarstjórn pólitískra fylkinga.

Sjálfur hef ég ekki verið að belgja mig yfir þessu máli. Hef ég að mig minnir skrifað aðeins fimm færslur sem impra á þessu. Enda er þetta svosem ekki mitt mál. Hafnfirðingar hafa þennan dóm. Álverið er í sveitarfélaginu. Íbúar þar eiga að kjósa um hvort þeir vilji svona fabrikku eður ei. Þeirra er valið. Ég lenti reyndar í skoðanakönnun Fréttablaðsins um málið um daginn. Tók ég þá í fyrsta skipti afstöðu til málsins einn með sjálfum mér. Kom mjög snöggt upp spurningin og ég svaraði án hiks, þó í raun án þess að spá mikið í því. Þó að þetta mál hafi verið básúnað í öllum miðlum hafði ég í sannleika sagt ekkert fellt neinn dóm þannig séð en það spratt fram. Ágætt alveg.

Þetta verður spennandi kvöld. Gaman að fá fyrstu tölur von bráðar og fylgjast með fram á kvöldið. Það verður áhugavert að skrifa um þetta þegar að síðasta atkvæðið hefur farið í gegnum talningu og allt er komið á hreint. Vil reyndar umfram allt dást af Hafnfirðingum að vera með rafræna kjörskrá. Nútímalegt og gott - þetta er framtíðin ætla ég rétt að vona við kjördagsvinnuna í kjördeildum.

mbl.is Yfir 8.500 manns hafa kosið í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÁLVERIÐ VERÐUR EKKI STÆKKAÐ, hvernig sem þessar kosningar fara í Hafnarfirði, samþykkt eða fellt með eins atkvæðis mun breytir engu, því hér verður mynduð "græn stjórn" eftir mánuð, "vinstri græn stjórn" með Vinstri grænum, Samfó og annað hvort Frjálsblindum eða Ómari, "hægri græn stjórn" með Ómari, Sjöllum og Framsókn, eða "vinstri-hægri græn stjórn" með Vinstri grænum og Sjöllum, sem mér þykir reyndar mjög ólíklegt. Líklegastur þykir mér fyrsti kosturinn, enda krefjast 70% þjóðarinnar að kvótakerfinu verði umbylt sem allra fyrst. En það arfavitlausa kerfi verja Framsókn og Sjallar með kjafti og klóm, eins og augljóst var á Alþingi á dögunum, enda þótt það sé að leggja landsbyggðina í rúst.

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi skoðun finnst mér móðgun við íbúa í Hafnarfirði. Þú ert með öðrum orðum að segja að þessar kosningar séu sviðssetning fyrir Samfylkinguna, húmbúkk sem ekkert mark er takandi á. Ég er algjörlega ósammála þessu. Menn verða að virða niðurstöðuna í Hafnarfirði sama hver hún er.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.3.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Ég er alveg meðfylgjandi íbúalýðræði og beinum kosningum um viss mál.  ég verð hinsvegar að lýsa furðu minni yfir öllu þessu máli í Hafnarfirðinum.

Hefði þessi kosning ekki átt að eiga sér stað áður en eftirfarandi var gert:  

1.    Alcan var búið að sækja um stækkun og fengið útgefið starfsleyfi.

 2.    Stækkun Álversins hefur farið í umhverfismat og verið afgreitt þar.

 3.    Fyrirtækið sótti um lóð fyrir stækkun til Hafnafjarðabæjar og fékk.

        Greiddi   stórar upphæðir fyrir.

Og svo þegar allt er klappað og klárt þá er blásið til íbúakosningar. Hefði ekki átt að gera það áður en fyrirtækinu var gefið svona undir fótinn með að allt væri gott og blessað?

Nei þetta eru bara pælingar hjá mér 

Guðmundur H. Bragason, 31.3.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góðar pælingar Guðmundur. Gaman að lesa þetta komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.4.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband