Fleiri andvígir stækkun en hlynntir á kjördegi

Öll atkvæði talin á kjördegi Ljóst er nú að fleiri greiddu atkvæði gegn stækkun álvers Alcan í Straumsvík en með henni á kjörfundi í dag. Nú á aðeins eftir að telja utankjörfundaratkvæði og er úrslita að vænta fyrir miðnættið. Rétt rúmlega 200 atkvæði skilja á milli fylkinganna og virðist flest stefna í að stækkunartillagan hafi verið felld.

Það er þó beðið eftir lokatölum til að fullyrða eitthvað í þessum efnum. Utankjörfundaratkvæðin eru yfir 1000, svo að mjög mikið af atkvæðum er enn í pottinum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer er á hólminn kemur, en yfirvofandi kosningabarátta til Alþingis hafði mikil áhrif á ferli málsins.

Væntanlega munu úrslitin nú hafa enn meiri áhrif á hvernig umræðan verður síðustu 40 dagana eða þar til næstu kosningar, þingkosningarnar sjálfar, fara fram. Fari kosningin á þennan veg verður fróðlegt að sjá viðbrögð forsvarsmanna Alcan.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan, vildi lítið segja í vefútsendingu Ríkissjónvarpsins rétt í þessu og spyr enn að leikslokum og sama sögðu forsvarsmenn fylkinganna. Það mátti þó skilja svo á henni að úrslit af þessu tagi boðaði endalok álversins í Straumsvík.

Það er alveg ljóst að þetta mál er út af borðinu fari úrslit á þennan veg. Kannski verður umræðan um eftirmálann ekki síður spennandi en kosningaferlið sem lauk með dómi Hafnfirðinga.

mbl.is Fleiri andvígir álveri en fylgjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FARVEL Frans brauð Rist!

Steini Briem (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Rannveig Rist er tapsár og á vísi.is ýjaði hún að því að "öfl hefðu beitt sér gegn Alcan í aðdraganda kosninganna og sagði að baráttan hefði á vissan hátt verið ósanngörn. Enn fremur sagði hún að aðilar málsins hefðu ekki haft jafnan aðgang að fjölmiðlum." Þetta kemur úr hörðustu átt. Hafnarfjörður var veggfóðraður og fánalagður, Fréttablaðið, Blaðið og mbl.is troðfull af auglýsingum frá Alcan sem stundaði einnig persónunjósnir og gekk allt of langt í hræðsluáróðri. En skynsemin sigraði og þetta er upphafið á sigri vinstriflokkanna í þingkosningunum eftir 5 vikur. Ég hlakka til. Til hamingju hafnfirðingar og landsmenn allir. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.3.2007 kl. 22:54

3 identicon

Heill og sæll, Stefán Friðrik og aðrir skrifarar !

Ekki vil ég hæðazt, að frú Rannveigu Rist, persónulega; enda ekki viðeigandi. Hlynur getur átt það til, að vera grínaktugur, þá vel liggur á pilti. Hitt er svo annað mál, að mér þykir vænt um, að kapítalisminn láti undan síga, sem víðast, enda hefir hann valdið meiri usla; og tjóni margvíslega, í þjóðfélagi okkar; gleggstu dæmi eru einkavæðingar bylgjan; hver hefir komið okkur, á landsbyggðinni; sérílagi í koll, meðfram frjálshyggjunni. Fjarskiptamál margvísleg í ólestri, enda svonefndir Bakkavarar bræður meira fyrir aurinn, en sjálfsagða símaþjónustu, fyrir alþýðu þessa lands, svo fátt eitt sé talið.

Vona, að sjónarmið okkar þjóðernissinna fái að njóta sín, meir en verið hefir; og snúið verði; sem allra fyrst, til hins gamla góða kyrrláta Íslands, sem í eina tíð var hér ríkjandi. Nóg komið, af alþjóðahyggjunni og öllum þeim meinsemdum, sem henni hafa fylgt, í ríkum mæli.

Með beztu kveðjum, og ítrekuðum í Norðuramt / Óskar Helgi Helgason        

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:49

4 identicon

Hlynur, mér finnst athyglisvert að þú skulir viðurkenna að skynsemin hafi sigrað. 

Mér finnst augljóst að Davíð Oddsson hafi haft úrslitaáhrif á þessa kosningu með varnaðarorðum sínum nýlega. Það er auðvitað gott að þú skulir vera sammála Davíð, þeim skynsama manni.

En að túlka skynsemi Davíðs sem upphafið að sigri vinstri flokkanna finnst mér satt að segja ekki mikil skynsemi.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Hlynur: Já, varla er Rannveig glöð. Skil vonbrigði hennar vel, það væru allir vonsviknir verandi yfirmenn svona fyrirtækis og verða undir. En það er bara þannig, hún má auðvitað hafa sínar skoðanir og túlka niðurstöðuna eins og hún vill. Það breytir ekki niðurstöðunni.

Óskar Helgi og Kári: Takk fyrir góðar pælingar.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.4.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband