Eins dauði verður ávallt annars brauð

Húsvíkingar, vinir mínir, vonuðu langflestir að Hafnfirðingar felldu stækkun álversins í Straumsvík af skiljanlegum ástæðum. Kannski má segja að Húsvíkingar og nærsveitamenn mínir í Þingeyjarsýslum sem styðja álver við Bakka gleðjist mest í kvöld. Það skil ég mjög vel. Það má í raun finna blæ gleðinnar sveima hingað yfir í Eyjafjörðinn á þessari nóttu. Ég samfagna með Húsvíkingum. Þetta er þeirra tækifæri til að sækja fram!

Hafnarfjörður er klofinn í tvær jafnstórar fylkingar eftir atburði dagsins. Kosningin skilur eftir sig erfið úrlausnarefni - þar eru fylkingar sem börðust á banaspjótum til hinstu stundar. Baráttan var hörð, sárin eru augljós. Gangi þeim vel skoðanalausa bæjarstjóranum í Hafnarfirði og flokksfélögum hans að bera klæði á vopnin. Oft er sagt að skoðanaleysingjar séu ágætir í að bera klæði á vopnin. Það reynir á það í Hafnarfirði.

Það er oft sagt að eins dauði sé annars brauð. Þeir á Húsavík munu sækjast eftir því að nýta tækifærin sem koma til þegar að aðrir sólunda þeim. Gangi Húsvíkingum vel í sinni baráttu fyrir stóriðju. Hafnfirðingar færðu þeim glæsileg tromp til þeirrar baráttu á þessum merkilega laugardegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

KONUR voru einungis 14% starfsmanna ISAL í nóvember 2001. Meðalaldur allra starfsmannanna var 44 ár og einungis 43% þeirra voru búsettir í Hafnarfirði. Konur vilja mun frekar vinna í þjónustu og þekkingargreinum en þar eru greidd mjög góð laun. Um 80% kvenna hér starfa í þeim greinum en einungis 54% karla. Þenslan er gríðarleg hér, verðbólgan 7% í ár og erlent vinnuafl alla vega níu þúsund manns, eða 9% af heildarvinnuaflinu. Samt sem áður sárvantar margar greinar hér vinnuafl. Það er því engin þörf á stækkuðu álveri í Hafnarfirði eða nýjum álverum, heldur þvert á móti, burtséð frá öllum umhverfisáhrifum.

Hér eru vextirnir með þeim hæstu í heimi vegna þenslunnar og launin halda síður en svo alltaf í við verðbólguna. Íbúðarlán upp á 20 milljónir króna, jafngreiðslulán til 40 ára með 5% föstum vöxtum og verðbólgunni hér í ár, 7%, kostar um 240 milljónir króna, eða 6 milljónir á ári að meðaltali. Verðbólgan á evrusvæðinu er aftur á móti 1,9% og væri sama verðbólga hér myndi slíkt lán kosta 69 milljónir króna, um 1,7 milljónir á ári að meðaltali. Há laun eru því engan veginn aðalatriðið, heldur kaupmátturinn, verðbólgan, verðlagið og vextirnir. Hér hækkar allt verðlag í hverjum mánuði og áhrifin af lækkun virðisaukaskattsins 1. .mars verða fljótlega horfin með öllu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 03:01

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Hvaða álæði er Sveinn að tala um? Hvað eru mörg álver á Íslandi?

Egill Óskarsson, 1.4.2007 kl. 04:10

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Um hvaða dauða ertu að tala Stebbi? Nú fyrst mun Hafnarfjörður lifna við og blómstra sem aldrei fyrr. Vonandi fær Húsavík einnig tækifæri til að blómstra án mengandi álvers Alcoa sem er hálfu verra fyrirtæki en Alcan (nema þetta verð allt orðið Riotinto eða Rusal á einni nóttu.) Ég hef meiri trú á Húsvíkingum en það að halda bærinn leggist ekki undir lok þó að ekki komi enn eitt álverið. Húsavík hefur sem betur fer marga möguleika og það þarf bara nýja hagstjórn með nýrri ábyrgri ríkisstjórn til að koma hlutunum áfram og af stað af krafti. Og Egill það eru þrjú álver í landinu sem öll vilja stækka og þrjú voru á tekniborðinu en stórðjustefnunni lýkur sem betur fer í kosningunum 12. maí með sigri Vinstri grænna. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 07:42

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Úrslit kosninganna í Hafnarfirði eru tvímælalaust sigur fyrir okkur íbúa NAustur-lands. Já, eigum við ekki að óska Húsvíkingum til hamingju ! Hins vegar er hætt við, að íbúar Reykjaness muni sækja hart fram í að fá næsta álver til Helguvíkur ?

Árni Sigfússon er sterkur stjórnmálamaður, sem ekki ber að vanmeta og íbúar þar suðurfrá vantar sárlega fleiri atvinnutækifæri, eftir að blessaðir verndarirnir

okkar fóru frá Miðnesheiði. Ég óttast, að þessi nauma höfnun Hafnfirðinga eigi eftir að vekja upp frekari deilur en sú, sem var útkljáð í gær.

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 1.4.2007 kl. 07:52

5 identicon

Það var viðtal við Smára Geirsson fyrir stuttu á stöð 2, árið var 2003 vestfirðingar ætluðu að vera stóriðjulaus og því fögnuðu umhverifs&náttúruverndarfólk og sögðust hafa svör, Smári Geirsson spurði fréttamann stöðvar 2 hvað þetta fólk hefði skaffað mörg störð, fréttamaður stöðvar 2 ypptu öxlum og vissu ekki svarðið, Smári Geirsson svaraði þessu eitt stórt 0.

Með bestu kveðju og vonandi verður framtíð Húsavíkur jafn björt og austfiðringa.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 09:10

6 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Eins og hafnfirðingar fengu að stjórna því hvort álverið stækkaði í Straumsvík eða ekki þá hljóta húsvíkingar fá að ákveða sjálfir hvort álver verður þar eða ekki. Sennilega þó ekki ef VG kemst til valda í vor miðað við þessa umræðu hér.

Það er eins og að fáir skilji það að til að styrkja hagkerfið og minnka sveiflur í því þá þurfa íslendingar að vera mikið fleiri en þeir eru í dag og hafa nóg fyrir stafni í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Álver er ekki síðra en marg annað og er það helsta sem stendur til boða í dag til að skaffa íslendingum störf.

Mikið er talað um að íslendingar hafi nóg að gera en það fólk sem kemur til að vinna þau störf sem við höfum ekki tíma til að sinna verða íslendingar líka með tímanum og hjálpar til við að ná upp íbúafjölda hér.

Steini Briem nefnir hér að ofan að að sé kaupmáttur, verðbólgan, verðlagið og vextirnir sem eru aðalmálið. Til að ná niður verðbólgu, verðlagi og vöxtum þurfum við að auka atvinnuleysi og minnka kaupmátt, er það það sem við viljum? Þetta helst allt í hendur. Á meðan kaupmáttur er mikill og atvinna næg þá hefur landinn meira fjármagn á milli handanna sem veldur aftur þennslu og verðbólgu. Til þess að sporna við henni þarf svo að hækka vexti.

Ágúst Dalkvist, 1.4.2007 kl. 12:41

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Úff hvað ég er fegin að þessi kostning er búin, var búin að fá hundleið á öllu þessu tali um álver.

En ég er fegin að það var ekki samþykkt. Nú er búið að tala um að verðbólga muni fara upp á við ef álverið kemur og eru ekki ALLIR að kvarta undan verðbólgu og of háum vöxtum og öðru slíku..... ég hef allavega einhverntímann heyrt eitthvað svoleiðis

Inga Lára Helgadóttir, 1.4.2007 kl. 12:58

8 identicon

Ég er ekki hundleiður á neinu og mest líkar mér góð og uppbygileg umræða um atvinnumál.  Því þó sumir virðast trúa því að aldrei aftur muni harðna á dalnum kemur að því. Miklu skiptir að halda vel á spöðunum og láta aldrei úrtölufólk stjórna umræðunni og auðvitað sldrei landinu heldur.  Ef að staðir eins og Húsavík og Reykjanesbær (Helguvík) telja sínum hag vel borgið með því að gera samninga um lóðir udnir álver og meirihluti íbúa telur það í lagi er það hið besta mál.  Þetta bjargar ekkert landinu okkar eitt og sér, þetta er ekkert það eina sem er að gerast langt því frá.  Við skulum passa okkur á slíkum alhæfingum en þetta er eins og annað spurning um business og lifibrauð.  Ekki dettur mér í hug að stoppa listamenna af. List er lifibrauð listamanna og þeirra business gott mál og feginn að margir eru að gera skemmtilega hluti. Hafnarfjörður neitaði sér um stækkun á álveri og þá munu aðrir nýta sér það tómarúm og semja um ný álver.  Business is Beutiful.

Virðum vilja íbúanna

 kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 18:18

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.4.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband