Kaffið kólnar - gríman fellur af frjálslyndum

Jón Magnússon og Magnús Þór Hafi einhver verið í vafa á hvaða mið Frjálslyndi flokkurinn myndi sækja í kosningabaráttunni eftir að kvótaumræðan þeirra hætti að vera "kúl" er hætt við að sá vafi hverfi er Fréttablaðið í dag er lesið. Þar er birt auglýsing sem markar baráttuna, lykilbaráttumálið mikla hjá þeim er kynnt með afgerandi hætti.

Það var fyndið að sjá Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, segja í kjördæmaþætti fyrir Norðvesturkjördæmið á Stöð 2 fyrir nokkrum dögum að innflytjendurnir fyrir vestan væru miklu betri en þeir fyrir sunnan í sollinum. Það er svona keyrt með misjafnar versíónir á innflytjendapólitíkinni um landið. Þetta er auðvitað alveg kostulegt.

Það er heldur betur farið að kólna kaffið í kaffibandalaginu þykir mér. Eða ætla kannski Samfylkingin og VG að keyra áfram á bandalagspælingum með þessum flokki næstu 40 dagana, fram að alþingiskosningum? Er ekki útséð um möguleikann á bandalagi þessara flokka í raun? Það er stór spurning sem vert er að fá svar við.

Ég skrifaði hér fyrir nokkrum dögum með þeim hætti að kaffibandalagið væri feigt. Það bendir flest til þess. Samt virðist vera hik á vinstriflokkunum í garð frjálslyndra. Þar er talað með þeim hætti að kannski geti vont batnað. Held að það séu draumórar miðað við auglýsingakeyrslu frjálslyndra.

Frjálslyndir virðast vera í miklum vandræðum. Í nýjustu könnun Gallups eru þeir á mörkum þess að detta uppfyrir, eins og við segjum. Örvænting þeirra er mikil. Það er vonandi að fólk hafni þessum flokki og forystumönnum hans í vor.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

Mér þykir mjög sárt að sjá blaðaauglýsingu þeirra í dag. Persónulega vona ég að þeir nái engum manni inn á þing.

Pétur Björgvin, 1.4.2007 kl. 17:05

2 identicon

ÚTLENDINGUM MUN FÆKKA hér með stóriðjustoppinu, sem komið var á koppinn í Hafnarfirði í gær. Hér eru alla vega níu þúsund útlendingar á vinnumarkaðinum, 9% af heildarvinnuaflinu, sem er alltof mikill fjöldi. Það snýst engan veginn um útlendingahatur, heldur alltof mikla þenslu hér á öllum sviðum, heimsmet í háum vöxtum, gríðarlegan viðskiptahalla eða 305 milljarða króna í fyrra, hækkanir á verðlagi í hverjum mánuði, átta sinnum meiri verðbólgu hér en á evrusvæðinu í ár og gríðarmikinn skort á innlendu vinnuafli í fjölmörgum greinum, til dæmis fiskvinnslunni, almennri verkamannavinnu, leikskólum og heilbrigðisþjónustunni.

Meirihluti þessara níu þúsund útlendinga mun ekki búa hér til frambúðar og mörg þúsund manna skortur er hér á starfsfólki í mörgum greinum. En innlent starfsfólk mun ekki manna fiskvinnslurnar að nýju að einhverju marki fyrr en núverandi kvótakerfi verður afnumið og því hægt að greiða fiskvinnslufólki og sjómönnum mun hærri laun en nú er gert, í stað þess að eyða alltof stórum fjárhæðum, allt að einum milljarði króna á ári, í kaup á aflakvótum í litlum sjávarplássum. Og hærri laun fiskvinnslufólks og sjómanna í öllum sjávarplássum landsins þýðir margfeldisáhrif um allt land. Það yrðu aldrei byggð álver á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum og vandi landsbyggðarinnar er ekki skortur á álverum, heldur fyrst og fremst núverandi kvótakerfi, sem 70% þjóðarinnar eru alfarið á móti.

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 17:58

3 identicon

"Hræsnin krossmark gerði." Kannt þú Stefán vísuna hans Steph. G. sem endar svona?. Ef ekki ættir þú og þínir svarabræður að leita hana uppi og læra. Forystumenn Frjálslynda flokksins höfðu pólitíska djörfung til að vekja þessa umræðu með okkar þjóð og hafa skýrt hana nægilega vel til að allir þeir sem vilja skilja hana gera það auðveldlega. En margt í þessari umræðu getur orðið óþægilegt fyrir stjórmálamenn sem kveinka sér við að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið öðrum þjóðum að vandamáli ÁÐUR en nokkurn varði. Mannkærleikur, umburðarlyndi og samkennd birtist ekki í þeim viðbrögðum sem þið í "gvööð-je minn kórnum hafið æft af eljusemi undanfarið misseri.

Við í Frjálslynda flokknum tókum ekki þessa umræðu til að beina athyglinni að okkur. Marmiðið var að beina athygli stjórnvalda og þjóðarinnar að þróun sem brýnt er að skilgreina áður en ástandið verður alvarlegt. Við höfum enga boðun í þá veru að einangra Ísland. En við ætlumst til þess að það Ísland sem við bjóðum fólki af öðrum þjóðernum verði gott Ísland, bæði fyrir þá og okkur sem sem fyrir eru. Þá, og þá fyrst mun það samfélag sem í vændum er verða gott samfélag. Þið bjóðið upp á átök um þetta augljósa verkefni. Þau átök munið þið fá í kosningabaráttunni ef þið kjósið kjósið heimskuna framyfir skynsamleg vinnubrögð. En þeim eyrum mun fækka sem hlýða fagnandi á rasismakenninguna. Alúðarkveðjur!

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 19:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll. Flott nýja toppmyndin. Góð grein hjá þér, algjörlega sammála, ég held að fjölgunin verði í samræmi við þörfina á nýju vinnuafli, fólk flytur ekki hingað til að gera ekki neitt og svo getum við ekki valið úr hverjir eru okkur þóknanlegir og hverjir ekki, það er hroki.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2007 kl. 20:13

5 Smámynd: Kolgrima

Flott mynd, Stefán. Og Árni, línurnar skýrast óðum. Þeim fjölgar sem ofbýður og sjálfsagt hinum líka sem grímulaust styðja linnulausan hræðsluáróður ykkar gagnvart útlendingum. Að kalla þetta stjórnmál og frjálslyndi er bara grín.

Kolgrima, 1.4.2007 kl. 21:14

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Stefna frjálslyndafl.er neyðaróp til kjósenda,er að reyna að taka sér stöðu þjóðernishyggjufl.,en mistekst flugið og brotlendir.Hins vegar þurfa aðrir flokkar að koma fram með skýra stefnu í þessum málum,en láta ekki frjálslynda vera með einspil,þeir gætu nurlað sér nokkrum atkvæðum út á þekkingaleysi fólks á þessum vettvangi.

Kristján Pétursson, 1.4.2007 kl. 21:50

7 identicon

Sæll Stefán Friðrik, og aðrir skrifarar !

Eins og ég gat um, í ritlingi; núna fyrir stundu, á síðu Magnúsar Helga Björgvinssonar; að þá hvet ég heiðursfólk, hrekklaust og frómt, eins og; Pétur Björgvin Þorsteinsson - Ásdísi Sigurðardóttur og Kolgrímu (hvers dóttur ég kann ei skil á) til lesningar á Nýölum Dr. Helga Pjeturss (1872 -1949) og óttist ei. Dr. Helgi var ekki í Frjálslynda flokknum (má vera, þeim fyrri, hver aflagðist 1927, með upptöku Sjálfstæðisflokksins). Bókahundar, eins og þú Stefán, sem og þeir Jón Kristófer og Kristján Pétursson vita nákvæmlega, til hvers ég vísa, almennt.

Við Jón Kristófer höfum, að undanförnu, verið að kljást, með hið ágæta hugtak; þjóðernishyggju. Fæ ekki séð, með nokkru móti, að íslenzk þjóð bæri nokkurn skaða af, að rækta hana, enn frekar, og því ekki með tilstyrk Frjálslynda flokksins ? Það, sem er að eitra okkar samfélag er hinn gegndarlausi kapítalismi, og allar þær meinsemdir, hverjar honum fylgja, öldungis. Er í lagi, gott fólk; að helzta, og nánast einasta bjargræði hins, annars vammlausa Íslendings sé, að eignast Plasma sjónvarp,, upp á 400 - 600 þúsundir króna, nú eða þá 5 - 10 - 15 milljóna króna jeppa, sálu sinni til forsorgunar ? Kapítalisminn og tilberar hans eru, þær ógnir, sem við þurfum að sameinast gegn.

Hvernig stendur á því, Stefán Friðrik; að ég, svo gjörsamlega laus við þátttöku í lífsgæðakapphlaupi þjóðarinnar, skuli geta notast við lampatæki, árgerð 1999 (kostaði þá innan við 50.000.- kr.), án þess að sáluhjálp minni sé ógnað, svo mjög ?

Með beztu kveðjum, í Norðuramt, sem aðrar byggðir okkar lands /

Óskar Helgi Helgason          

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband