Grimmd í samfélaginu

Það er oft sláandi að lesa fréttir og heyra sögur af grimmd í samfélaginu. Nokkrir dagar eru síðan að ráðist var á mann á áttræðisaldri og nú heyrast fréttir af því að fatlaður maður hafi orðið fyrir árás á Lækjartorgi þar sem hann var barinn og rændur. Það er því miður að verða svo að fréttir af líkamsárásum eru að hætta að vera einstakt fyrirbæri, þetta er orðið alltof algengt. Þó er sláandi að heyra fréttir af því að ráðist sé að öldruðum og öryrkjum.

Það er eiginlega ekki undrunarefni að maður hugsi við að lesa svona fréttir á hvaða leið samfélagið okkar sé eiginlega. Er virðingarleysið orðið algjört? Því miður er ekki hægt annað en hugsa á þeim forsendum. Hvers vegna gerist enda svona nokkuð nema að eitthvað stórlega sé að. Þetta er grimmd og mannvonska af verstu sort. Það þarf svosem ekkert að rökstyðja það frekar.

Svona fréttir eru napur vitnisburður þess hvernig samfélagið er orðið að mörgu leyti. Það er vond þróun sem birtist í svona tíðindum allavega.

mbl.is Barinn og rændur í hjólastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Stefán ekki dæma almenning, það er margbúið að sanna að þetta eru eiturlyfjaneytendurnir, ég tek undir að þróunin er afar slæm og það sem verra er að hún er afar hröð líka, hugsaðu bara 15 ár aftur í tíman, þetta bara gerðist varla þá.

Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 12:20

3 identicon

ÞETTA LIÐ ER ALLT Í EITRINU, sagði amma mín. Hún hafði alltaf rétt fyrir sér.

Steini Briem (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 12:45

4 Smámynd: halkatla

nýjar tegundir af dópi hafa haft áhrif á þróunina en samt slær þetta mann algerlega og maður vill helst varla trúa þessu

Á tónlistarhátíðinni Uxa var allt flæðandi í dópi en samt var ekki ein líkamsárás og engin nauðgun. Það er einsog eitthvað annað en dóp hafi líka áhrif. 

halkatla, 3.4.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Hafsteinn: Takk fyrir að benda á þetta, vel skrifað og góð athugasemd.

Sigfús: Veit ekki hvort ég sé að dæma, ég er meira að lýsa áhyggjum mínum. Þetta er orðinn viss brútal heimur hérna heima, þetta er vond sýn í kviku mannlífsins og vonandi er þetta afmarkað dæmi en ég óttast að svo sé ekki. Þetta er fyrst og fremst dapurt, vonandi mun það vekja okkur öll til umhugsunar. Við græðum ekkert að loka augunum og brosa framan í heiminn og segja að hér séu allir fullkomnir, enda er svo ekki.

Steini: Auðvitað er þetta fólk í vímu áfengis eða dóps. Það blasir eiginlega við Það sem stingur mest hvað þetta er orðið algengt, en kannski erum við að feta sömu slóð og þeir í stórum ríkjum. Eitt sinn var svona frétt viðburður en svo er ekki enn. Það er eitthvað stórlega að þegar að farið er að ráðast á eldri borgara og öryrkja. Mér finnst það stingandi.

Anna Karen: Gott að vita að þú varst á Uxa, þar var ég reyndar líka. Það var ansi hátt lifað þar en menn gátu samt unað saman þar. Enda er allt í lagi að skemmta sér og fá sér aðeins í glas, lifað skemmtilega, án þess að fara að berja allt og alla og ráðast að þeim sem minna mega sín. Það er skelfileg grimmd, hreint út sagt ömurleg. Og hún stingur, það er víst ábyggilegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.4.2007 kl. 14:17

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Prufaðu að horfa á þetta frá öðru sjónarhorni Stefán Friðrik. 

Nánast öll svona fólskuverk sem við lesum um eru framin af eiturlyfjaneytendum. Af hverju ætli það sé? Fíkn hefur verið skilgreind sem sjúkdómur.... sem þýðir væntanlega að það er sjúkt fólk að brjóta af sér. Viðbrögðin?

Hvernig væri að gera eitthvað í málinu annað en að óskapast yfir "ástandinu"? Það gengur ekki til lengdar að dæma fólk og henda því svo aftur út á götu í sama farið aftur.  

Heiða B. Heiðars, 3.4.2007 kl. 14:31

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Heiða

Ég er alveg sammála þér. Að vissu marki er ég að tala um ástandið til að vekja máls á því. Og það verður að taka á því að sjálfsögðu. Er þér algjörlega sammála, enda er svona ástand óviðunandi. Þetta er sýnishorn þess að ekki hefur nóg verið gert. Á því verður taka, alveg einfalt mál það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.4.2007 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband