Samfylkingin föst í 20% fylgismælingum

Ágúst Ólafur og Ingibjörg Sólrún Það er mjög athyglisvert að sjá að Samfylkingin virðist vera orðin pikkföst í 20% fylgismælingum. Þar virðist ekkert ganga og stefnir í umtalsvert fylgistap þessa stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Hann mælist æ ofan í æ með um eða yfir 10% minna fylgi en í þingkosningunum 2003. Ef vikukannanir Gallups eru bornar saman sést nærri bein rauð lína í 20% marki. Það er varla gleði innan flokks sem vildi verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn með slíkt.

Fylgi Samfylkingarinnar virðist því vera að festast í nýjum og mun lægri mörkum en í síðustu tveim alþingiskosningum. Það er áfall fyrir flokk sem hefur viljað byggja sig upp til forystu í ríkisstjórn. Færu kosningar á þessa leið fengi Samfylkingin aðeins 13 þingsæti, einu fleiri en Framsóknarflokkurinn fékk í kosningunum 2003. Það hefði þótt saga til næsta bæjar í kosningunum fyrir fjórum árum þegar að Samfylkingin kynnti Ingibjörgu Sólrúnu sérstaklega sem forsætisráðherraefni að flokkurinn ætti eftir að enda í Framsóknarfylgismælingum.

Þessar mælingar og þessi staða eru mikið pólitískt áfall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Nú er búið að dubba Össur upp til fundaferðalaga um landið með konunni sem auðmýkti hann forðum, felldi hann af formannsstól Samfylkingarinnar eftir fimm ára starf við að byggja upp flokkinn. Kannski telur flokkurinn og forystan sig verða að fara vel með Össur og þetta sé einhver mildileg sátt millum einstaklinga. Má vera. Mun líklegra er þó að flokkurinn telji Össur vera það pólitískt mikilvægan að það verði að flagga honum. Það verði að sýna að Ingibjörg Sólrún og Össur geti unnið saman enn, þrátt fyrir mjög harðvítugt og kuldalegt uppgjör þeirra um forystu flokksins fyrir tveim árum.

Hvað er annars að gerast með varaformann Samfylkingarinnar? Af hverju er hann ekki á fundaferðum um landið með formanni flokksins? Það er greinilega mjög skrítin chemistría þarna á bakvið tjöldin. Þetta er einhver dulin saga um samskipti fólks þarna. Enda er það auðvitað gríðarlega áberandi að formaður og varaformaður flokks fari ekki svona ferðir saman um landið. Enda yrði lesið mjög sterkt í það færi Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, með einhverjum öðrum en Þorgerði Katrínu svona mikilvægan rúnt um landið skömmu fyrir kosningar.

Það verður fróðlegt að sjá stjórnmálaskýrendur greina pólitískan skell fyrir Samfylkinguna af þessum kalíber verði hann að veruleika. Þessi mæling er orðin of föst og áberandi til að henni verði neitað lengur. Fyrst féll Samfylkingin niður og svo festist hún í mörkunum. Þessi staða er vissulega mjög verðugt verkefni fyrir stjórnmálaskýrendur. Það verður líka aðalgreiningarefnið hvort að forystu flokks sem hrynur svona rosalega þrátt fyrir stjórnarandstöðuvist árum saman sé sætt.

mbl.is Ágúst Ólafur: Hætta á að atkvæði detti niður dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Litla púkanum sem býr innra með finnst þetta ótrúlega skemmtilega staða, þó svo maður eigi ekki að hlægja að óförum annara. En, svona er ég nú.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já vissulega Ásdís mín að þá gleðjast sjálfstæðismenn með þetta. Annars er þetta alveg ótrúleg hnignun hjá Ingibjörgu Sólrúnu, alveg kostulegt bara.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.4.2007 kl. 21:29

3 identicon

MJÖG EÐLILEGT, þar sem Vinstri grænir eru hinn nýi Framsóknarflokkur og 20% er normalt kratafylgi. Framsókn hin gamla er orðin lítill hægri flokkur, hangandi sí og æ í pilsfaldinum á Sjöllum, grenjandi út alla bitlinga sem eru á lausu hverju sinni, meira að segja sjálft forsætið, sem sessan datt fljótlega úr hjá henni. Og nú grenjar hún suður í Kaupinhafn á vinnukonulaunum. Framboðið er 96% meira en eftirspurnin eftir henni. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ertu að segja að þetta fylgi hafi verið markmið flokksins og það sé að þeirra mati eðlilegt? Ekki segir varaformaðurinn það. Þetta átti enda að vera samfylking vinstriafla. Það markmið mistókst hrapallega. Nú er VG orðið stærra en Alþýðubandalagið var jafnan og Alþýðubandalagskjarninn er kominn til VG, vissulega með fylgi úr öðrum áttum. Það er reyndar það merkilega að Samfylkingin græðir ekki á minnkandi fylgi VG. Þetta er vissulega nokkuð merkileg staða. ISG hefur mistekist við það verkefni að efla Samfylkinguna sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Það er raunar með ólíkindum hvernig SF hefur hrunið um meira en 10 prósent í hennar formennsku. Mikið þarna af brostnum vonum og væntingum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.4.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband