5.4.2007 | 20:55
Halldór sendir neyðarkall frá Kaupmannahöfn
Í kvöld eru tíu mánuðir liðnir frá því að Halldór Ásgrímsson tilkynnti um pólitísk endalok sín. Svið endalokanna var fagurt sumarkvöld í kastljósi fjölmiðlanna fyrir framan embættisbústað forsætisráðuneytisins á hinum sögufrægu Þingvöllum. Þriggja áratuga stjórnmálaferli lauk með beiskju og mæddum hætti. Framsóknarflokkurinn var í rúst og væringar sliguðu stjórnmálaferil leiðtogans.
Halldór Ásgrímsson var aðalleikari í íslenskum stjórnmálum til fjölda ára - var einn af þeim sem mestu réðu um forystu þjóðarinnar á seinustu áratugum. Hann markaði söguleg pólitísk skref. Það hvernig fjaraði undan honum, í senn miskunnarlaust og kuldalega vægðarlaust, var mjög athyglisvert. Maðurinn sem hafði pálmann í höndunum eftir þingkosningarnar 2003 og gat krafist forsætis út á oddastöðu sína gat ekki nýtt tækifærin og stöðuna. Það varð ekki við neitt ráðið. Hann fjaraði út hratt og áberandi. Forætisráðherraferillinn varð sorgarsaga og ekki varð við neitt ráðið. Spunameistararnir klúðruðu meira að segja endalokunum er á hólminn kom. Halldór fór sneyptur af hinu pólitíska sviði.
Halldór Ásgrímsson er nú kominn í órafjarlægð frá stjórnmálatilverunni á Íslandi. Hann situr nú á friðarstóli í Kaupmannahöfn sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Hann horfir á hnignun Framsóknarflokksins og vandræði flokksins úr fjarlægð. Það blandast engum hugur um að Framsóknarflokkurinn rær lífróður í öllum kjördæmum. Hann á erfitt. Þrír lykilráðherrar flokksins eru á fallanda fæti á höfuðborgarsvæðinu og utanríkisráðherrann, einn nánasti pólitíski samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar áratugum saman, er í erfiðri stöðu í Norðausturkjördæmi. Kannanir sýna hana eina að mælast inni á þingi í því sem forðum var helsta vígi Framsóknarflokksins. Staðan er dökk.
Þó að tíu mánuðir séu liðnir frá afsögn Halldórs Ásgrímssonar hefur ekkert breyst. Staða Framsóknarflokksins hefur í engu breyst. Hún hefur jafnvel versnað enn ef eitthvað er. Það er eitthvað stórlega að klikka hjá Framsóknarflokknum. Þjóðin finnur ekki samleið með honum lengur og hann á verulega undir högg að sækja; ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur í lykilhéruðum landsbyggðarinnar. Hnignun flokksins í Norðausturkjördæmi er lýsandi fyrir stöðuna. Jón Sigurðsson virðist ekki hafa tiltrú almennings. Það trúir því enginn að hann sé forsætisráðherraefni. Staða hans er ekki góð.
Halldór hefur nú sent úr neyðarkall frá Kaupmannahöfn, vissulega mjög athyglisvert neyðarkall. Hann reynir þar að tala flokkinn upp, talar um kosti hans og greinir gallana. Hann varar við VG. Það er ekki nýtt að heyra úr ranni Framsóknarflokksins. Áralöng beiskja Valgerðar Sverrisdóttur og Steingríms J. Sigfússonar í pólitískum væringum kom vel fram á kosningafundi héðan úr kjördæminu. Það er ekkert ástarhjal. Enda blasir við að VG hefur styrkst mjög einmitt á kostnað Framsóknarflokksins. Þetta veit reyndur höfðingi í Köben.
Í viðtalinu við Ríkisútvarpið í gær sagði Halldór að flokkurinn gjaldi þess að ósekju að hafa staðið að umdeildum málum eins og nýtingu auðlinda og breytingum á fjármálamarkaði sem þó hafi verið forsenda framfara á undanförnum árum. Enda keyrir Framsókn nú og mun gera næstu 40 dagana á slagorðum þess efnis að fólk eigi ekki að kjósa stoppstefnu í vor. Jón Sigurðsson talar mjög ákveðið gegn því að stoppa og hefur frasi hans í þeim efnum verið sett í allar auglýsingar og kynningar. Svona tala allir forystumenn um allt land.
Fari kosningar eins og kannanir sýna er Framsóknarflokkurinn ekki bógur til ríkisstjórnarþátttöku og heldur mæddur og bugaður í endurhæfingu. Svona staða yrði banabeygur fyrir Halldórsarminn svokallaða sem nú stjórnar í gegnum Samvinnumanninn trygga Jón Sigurðsson. Nái hann ekki kjöri á þing eða flokkurinn lendir utan stjórnar fer hann eflaust í gegnum allsherjar uppstokkun og breytingar. Þá verða sennilega kynslóðaskipti. Það verður eflaust mesta rótið innan hans í áratugi. Margir sem þar ríkja munu þá horfa annað.
Það blæs ekki byrlega fyrir Framsóknarflokknum. Honum hefur oft tekist að redda sér úr miklum krísum á innan við 40 dögum. Verða þessir 40 dagar þó erfiðari en aðrir í aðdraganda kosninga? Það verður fróðlegt að fá svarið við því. En neyðarkall gamla höfðingjans úr fjarlægri heimsborg sannfærir mann þó vel um það að róðurinn er þeim þyngri nú og erfiðari. Þeir eru allavega fáir stjórnmálaskýrendurnir sem setja peningana sína á að Framsókn nái kjörfylginu en eitthvað verður nú samt krafsað.
Það verður vel fylgst með því hvort að Framsóknarflokkurinn vaknar til lífsins bugaður eða hnarreistur að morgni 13. maí og hvort að formaður Framsóknarflokksins verður landlaus pólitískt utan þings eða tekst að redda sér inn í hlýjan stól valdanna eins og Björn Ingi Hrafnsson í Reykjavíkurborg vorið 2006. Þetta verða örlagaríkar kosningar fyrir Framsóknarflokkinn á hvorn veginn sem fer.
Halldór Ásgrímsson var aðalleikari í íslenskum stjórnmálum til fjölda ára - var einn af þeim sem mestu réðu um forystu þjóðarinnar á seinustu áratugum. Hann markaði söguleg pólitísk skref. Það hvernig fjaraði undan honum, í senn miskunnarlaust og kuldalega vægðarlaust, var mjög athyglisvert. Maðurinn sem hafði pálmann í höndunum eftir þingkosningarnar 2003 og gat krafist forsætis út á oddastöðu sína gat ekki nýtt tækifærin og stöðuna. Það varð ekki við neitt ráðið. Hann fjaraði út hratt og áberandi. Forætisráðherraferillinn varð sorgarsaga og ekki varð við neitt ráðið. Spunameistararnir klúðruðu meira að segja endalokunum er á hólminn kom. Halldór fór sneyptur af hinu pólitíska sviði.
Halldór Ásgrímsson er nú kominn í órafjarlægð frá stjórnmálatilverunni á Íslandi. Hann situr nú á friðarstóli í Kaupmannahöfn sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Hann horfir á hnignun Framsóknarflokksins og vandræði flokksins úr fjarlægð. Það blandast engum hugur um að Framsóknarflokkurinn rær lífróður í öllum kjördæmum. Hann á erfitt. Þrír lykilráðherrar flokksins eru á fallanda fæti á höfuðborgarsvæðinu og utanríkisráðherrann, einn nánasti pólitíski samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar áratugum saman, er í erfiðri stöðu í Norðausturkjördæmi. Kannanir sýna hana eina að mælast inni á þingi í því sem forðum var helsta vígi Framsóknarflokksins. Staðan er dökk.
Þó að tíu mánuðir séu liðnir frá afsögn Halldórs Ásgrímssonar hefur ekkert breyst. Staða Framsóknarflokksins hefur í engu breyst. Hún hefur jafnvel versnað enn ef eitthvað er. Það er eitthvað stórlega að klikka hjá Framsóknarflokknum. Þjóðin finnur ekki samleið með honum lengur og hann á verulega undir högg að sækja; ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur í lykilhéruðum landsbyggðarinnar. Hnignun flokksins í Norðausturkjördæmi er lýsandi fyrir stöðuna. Jón Sigurðsson virðist ekki hafa tiltrú almennings. Það trúir því enginn að hann sé forsætisráðherraefni. Staða hans er ekki góð.
Halldór hefur nú sent úr neyðarkall frá Kaupmannahöfn, vissulega mjög athyglisvert neyðarkall. Hann reynir þar að tala flokkinn upp, talar um kosti hans og greinir gallana. Hann varar við VG. Það er ekki nýtt að heyra úr ranni Framsóknarflokksins. Áralöng beiskja Valgerðar Sverrisdóttur og Steingríms J. Sigfússonar í pólitískum væringum kom vel fram á kosningafundi héðan úr kjördæminu. Það er ekkert ástarhjal. Enda blasir við að VG hefur styrkst mjög einmitt á kostnað Framsóknarflokksins. Þetta veit reyndur höfðingi í Köben.
Í viðtalinu við Ríkisútvarpið í gær sagði Halldór að flokkurinn gjaldi þess að ósekju að hafa staðið að umdeildum málum eins og nýtingu auðlinda og breytingum á fjármálamarkaði sem þó hafi verið forsenda framfara á undanförnum árum. Enda keyrir Framsókn nú og mun gera næstu 40 dagana á slagorðum þess efnis að fólk eigi ekki að kjósa stoppstefnu í vor. Jón Sigurðsson talar mjög ákveðið gegn því að stoppa og hefur frasi hans í þeim efnum verið sett í allar auglýsingar og kynningar. Svona tala allir forystumenn um allt land.
Fari kosningar eins og kannanir sýna er Framsóknarflokkurinn ekki bógur til ríkisstjórnarþátttöku og heldur mæddur og bugaður í endurhæfingu. Svona staða yrði banabeygur fyrir Halldórsarminn svokallaða sem nú stjórnar í gegnum Samvinnumanninn trygga Jón Sigurðsson. Nái hann ekki kjöri á þing eða flokkurinn lendir utan stjórnar fer hann eflaust í gegnum allsherjar uppstokkun og breytingar. Þá verða sennilega kynslóðaskipti. Það verður eflaust mesta rótið innan hans í áratugi. Margir sem þar ríkja munu þá horfa annað.
Það blæs ekki byrlega fyrir Framsóknarflokknum. Honum hefur oft tekist að redda sér úr miklum krísum á innan við 40 dögum. Verða þessir 40 dagar þó erfiðari en aðrir í aðdraganda kosninga? Það verður fróðlegt að fá svarið við því. En neyðarkall gamla höfðingjans úr fjarlægri heimsborg sannfærir mann þó vel um það að róðurinn er þeim þyngri nú og erfiðari. Þeir eru allavega fáir stjórnmálaskýrendurnir sem setja peningana sína á að Framsókn nái kjörfylginu en eitthvað verður nú samt krafsað.
Það verður vel fylgst með því hvort að Framsóknarflokkurinn vaknar til lífsins bugaður eða hnarreistur að morgni 13. maí og hvort að formaður Framsóknarflokksins verður landlaus pólitískt utan þings eða tekst að redda sér inn í hlýjan stól valdanna eins og Björn Ingi Hrafnsson í Reykjavíkurborg vorið 2006. Þetta verða örlagaríkar kosningar fyrir Framsóknarflokkinn á hvorn veginn sem fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Stefán.
Minnkandi fylgi Framsóknarflokksins er mér ekkert undrunarefni.
Jóni formanni hefur ekki tekizt að sýna fram á neitt nýtt og ferskt með sínum málflutningi.
Þó hann hafi svona hálfpartinn verið að reyna að sýna einhverja iðrun yfir aðild flokksins að upphafi Íraksstríðsins, þá er það nú einfaldlega svo að mjög margir kjósendur eru fokillir yfir aðild Íslands að því máli og kenna Framsóknarflokknum um.
Yfirgangur og ósvífni ríkisvaldsins í svokölluðum þjóðlendumálum fer mjög fyrir brjóstið á bændum og sveitafólki. Valgerði er kennt um 20-30 prósent hækkun á rafmagnsreikningum vegna vanhugsaðra og algerlega óþarfra breytinga á orkulögum sem bitna hart á bændum.
Það er skoðun mín og ég er ekki einn um hana að sveitafylgið er í stórum stíl komið yfir til Vinstri grænna, einfaldlega vegna þess að þeir eru nánast einu málsvarar bænda og landsbyggðarinnar á Alþingi í dag.
Framsóknarflokkurinn sagði skilið við uppruna sinn og geldur þess nú. Auk þess virðast öll helztu spillingar- og vandræðamál sem upp koma á stjórnarheimilinu vera á vegum Framsóknar svo sem eins og Byrgismálið.
Ég er eiginlega sammála Indriða á Skjaldfönn sem sagði nýlega í blaðagrein, að Framsóknarflokkurinn væri "þjóðfélagsillgresi sem mætti missa sig".
Orðrétt skrifaði Indriði: "Því á framsóknarfólk, réttsýnt, friðsamt og með sjálfsvirðingu, engan annan kost í vor en rífa þetta þjóðfélagsillgresi upp með rótum og varpa því út í ystu myrkur.
Svo mörg voru þau orð.
Kveðja,
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:13
Sæll Stefán
Held að þessi könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 hafi verið talsvert frávik frá raunverulegri stöðu því eins og þú sást daginn eftir þá var staðan þá afar svipuð og í vikunni á undan skv. Gallup. Gallup úrtakið er auðvitað minna úr NA kjördæmi en hefur fleiri kannanir á bak við sig þannig að það er hægt að greina þróun. Gallup kannanirnar eru að sýna Framsókn með tvo menn inni en það breytir ekki því að allt minna en 3 eru tap í því kjördæmi. Ég vil nú ekki taka svo djúpt í árinni að kjósendur séu að biðja um Stalínískar hreinsanir innan flokksins og að ekki sé nóg að skipta um karlinn í brúnni heldur þurfi að munstra alveg nýja áhöfn. Hinsvegar eru þreytumerki á ríkisstjórninni og eins og venjulega í samstarfi B og D er það B sem verður harðar úti í þeim efnum. Ekki bætir heldur úr skák þegar við blasir að VG komist í stjórn sem að mínu mati leiðir til þess að fylgið þjappast enn frekar að baki Sjálfstæðismanna. Þeir kjósendur sem ekki vilja VG vita sem er að VG og Samfylking gætu fellt ríkisstjórnina en ekki náð meirihluta sjálfir án stuðnings Framsóknar. Spurningin er hver viðbrögð þess hóps yrði ef VG og Sjálfstæðismenn færu saman í stjórn. Held að það yrði stór hópur innan beggja flokka sem ekki yrði sáttur við þá niðurstöðu.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 5.4.2007 kl. 21:43
Ég býst við því að margt sé til í því sem Kári segir. Halldór er hins vegar að vara við því að Framsóknarflokkurinn gangi til ríkisstjórnarsamstarfs við Vg og Sf fáist til þess þingstyrkur. Slík stjórn yrði aldrei langlíf, þetta veit Halldór. Framsókn gegnir engu hlutverki lengur í samtímanum. Allar stoðir flokksins eru foknar út í veður og vind. Afleiðingin verður sú að hann verður valdspillingu að bráð. Ekki kæmi mér á óvart þótt breytingar yrðu á meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í kjölfar alþingiskosninga.
Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:54
Fylgistölur Framsóknarflokksins eru fáum stórtíðindi. Tek undir með Kára að vonbrigði landsbyggðarfólks með auðhyggju- og einkavinastefnu þessa flokks hefur orðið mörgum af gömlum flokksmönnum áhyggjuefni. Hitt á áreiðanlega líka við rök að styðjast að V.G. hefur orðið þessu fólki nærtækastur kostur, ómaklega þó að minni hyggju. Einn- og aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur staðið í lappirnar í mesta hagsmunamáli hinna dreifðu sjávarbyggða og það er Frjálslyndi flokkurinn. Þessi flokkur hefur aldrei hvikað frá eindreginni stefnu sinni um fullan rétt fólksins sem þarna býr, réttinn til að lífsbjargar á eigin forsendum. Þeim sömu forsendum sem leiddu til fastrar búsetu kynslóðanna í sjávarplássunum. Þessi flokkur hefur aldrei slegið af í baráttunni gegn því óréttlæti að breyta sjálfsvirðingu og lífshamingju heiðarlegs fólks í matadorpeninga fjármálaelítunnar.
Árni Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 21:58
Þakka ykkur fyrir kommentin.
Kári: Fín skrif, sammála þeim að mjög miklu leyti. Góð greining.
Guðmundur: Já, ég er þess viss að Framsókn fái tvo menn inn allavega. Hef meira að segja verið það bjartsýnn að þeir nái Höskuldi inn. Við sem tókum þátt í baráttunni hér síðast vitum það mjög vel að Framsókn getur snúið glataðri stöðu sér í vil. Get sagt margar sögur af því en nenni því ekki, við eigum kannski eftir að hittast einhverntímann yfir kaffibolla og ræða um það. En Framsókn á í krísu. Það sýnir könnunin, en Birkir fer inn. Enginn vafi á því. Lestu það sem ég skrifaði um kosningafundinn í gærkvöldi.
Gústaf: Þakka þér góð skrif og góða greiningu. Vissulega er Halldór að tjá sig gegn samstarfi við VG. Hann er að senda þau skilaboð en Jón Sigurðsson hefur áður nær lokað á það með viðtali við Stöð 2 á mánudaginn. Þar talaði hann afgerandi og sagði að Framsókn vildi ekki stoppstefnu. Það verður já spennandi hvort úrslitin eftir 37 daga hafi áhrif á meirihluta borgarstjórnar.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 5.4.2007 kl. 23:06
S.O.S. Vinstri Græn! Ást í neyð!
Ein þú getur núna bjargað mér!
S.O.S. Grænna ennþá betri leið!
Aldrei hjartað aftur til Sjalla fer!
Steini Briem (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:33
Heill og sæll, Stefán Friðrik og aðrir skrifarar !
Þakka þér góðan formála, Stefán. Getum tæpast annað en tekið undir skörugleg orð Kára, með gullvægu innleggi Indriða á Skjaldfönn, sem og gott innlegg Gústafs Níelssonar. Hins vegar vara ég ykkur við fagurgala Guðmundar Ragnars Björnssonar, þar fer einn Framsóknar úlfurinn í sauðargæru sinni. Já Stefán,, ég meina það, ég hefi ekki haft undan, að slökkva á rökleysu bulli, og hreinum þvættingi ýmiss Framsóknarfólks, hér á síðunum, undanfarna daga - vikur og mánuði. Hefir margt þessa fólks, sneypt en með stillingu, yfirleitt, látið undan síga í orðræðunni.
Það vill nefnilega svo til, að sunnlenzkar byggðir hafa, ásamt öðrum landshlutum þurft að súpa seyðið, af hörmungar stjórnarháttum Framsóknaflokksins; já,, og taktu eftir Stefán; ekki síður Sjálfstæðisflokksins;;; jah, Stefán minn, það er ekki allt sem sýnist, eins og Galdra- Imba kvað forðum, Sjálfstæðisflokkurinn á ekki minni sök á, hversu komið er byggðum þessa okkar kæra lands.
Halldór Ásgrímsson hefði átt að hafa vit á, að þegja og láta ALDREI í sér heyra meir, á opinberum vettvangi, Við Kveldúlfs niðjar gleymum ekki svo glatt misgjörðum Svínfellingsins, við okkur, og allt okkar stáss, fremur en nóta hans, Davíðs Oddssonar, jah.... svei attann, Stefán minn.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:34
sæll Stefán og aðrir sem hér hafa ritað.
Framsókn er flokkur sem alla tíð hefur átt mikinn hluta fylgis síns hjá þeim hluta þjóðarinnar sem yrkja jörðina, það er bændum þessarar þjóðar.
Í dag er Framsókn að tapa því fylgi vegna þess að núna ætla þeir sjálfir að yrkja jörðina í þágu erlendra stórfyrirtækja og sinna manna þegar þeir ná að einkavæða Landsvirkjun, ég vona að fólk haldi ekki að það eigi að handvelja réttu aðilana þar inn. Stjórnarformaðurinn er jú grænn í gegn.
Þeir reyna að taka lönd bænda eignarnámi til að koma nýju nýtingarstefnunni örugglega að.
Framsóknarflokkurinn á litla samleið með stórum hluta þjóðarinnar að hluta vegna þessarar stefnu og að hluta vegna margar annarra umdeildra aðgerða, svo sem.
Ef horft er á norðaustur kjördæmi sem dæmi þá tók framsókn þátt í skipulagðri aðför að elsta kaupfélagi Íslands, Kaupfélagi Þingeyinga. Það var þvingað í nauðarsamninga og stór hluti eigna KÞ seldar Kaupfélagi Eyfirðinga á undirverði. Að lokum var KÞ gert upp með hagnaði og það er sennilega eina gjaldþrot Íslands-sögunnar þar sem gjaldþrota fyrirtæki gerði upp allar skuldir og deildi svo afganginum út á milli félagsmanna.
Þetta var aðför landsbankans, KEA og Framsóknarflokksins að KÞ og allt miðaði það að því að bjarga KEA frá nauðarsamningum.
Þingeyingar áttuðu sig ekki á þessu fyrir síðustu kosningar en virðast vera að vakna af þyrnirósar svefninum núna.
Framsóknarflokkurinn situr í meirihluta í sveitarfélögum út á lítinn hluta atkvæða (RVK sem dæmi) og stjórna, ekki er það í umboði almennra kjósenda.
Þau atriði sem ég hef talið hér upp ásamt mörgum öðrum eru þess valdandi að kjósendur hafa loksins fengið upp í kok af þessum blessaða flokki.
Páll K (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 00:26
Ég get eiginlega ekki orða bundist yfir sumum af þeim athugasemdum sem að eru hér að ofan, þá sérstaklega frá Kára. Þar er gengið út frá því að fylgið til sveita hafi alltaf veri einsleitt og sveitafólk nánast eingöngu kosið allt það sama. Hér held ég að sé mikill misskilningur á ferð. Vissulega mé segja að fyrir eins og 30 árum og fyrr hafi Framsókn haft mikið fylgi meðal sveitafóks og þá sérstaklega á norðurlandi og austurlandi en það er einnig ljóst að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allta haft mikið fylgi á stórum svæðum til sveita og má því til sönnunar nefna sveitir suðurlands.
Í dag er það nú þannig að fylgi sveitanna er ekki stór hluti af því sem skiptir máli í atkvæðafjölda þó allt sé það sígillt að hver einast atkvæði telur. Ég held að það sé rétt að Framsókn hafi mist mikið fylgi meðal sveitafólks, eins og alls staðar annarsstaðar, hvað t.d. með sterkt fylgi Framsóknar á Akureyri í gegnum árin, það þótti nú að mig minnir standa á gömlum merg. En í guðs bænum ekki halda það að allt fylgið hafi bara farið úr sveitunum frá Framsókn til VG, það er mikill barnaskapur og einföldun. Sveitafólk er ekki einsleitur hóður sem að kýs bara allt það sama, það gefur sér mismunandi forsendur fyrir atkvæði sýnu, rétt eins og aðrir
Þett held ég líka að sér ástæðan fyrir því að framboð eins og aldraðra og öryrkja muni aldrei fá neinn hljómgrunn. Að halda því fram að fólk muni bara kjósa vegna þess að það er aldrað eða öryrkjar er algerlega fráleitt, slíkir hópar hafa mismunandi forsendur rétt eins og aðrir.
Í lokin, að halda því fram að VG séu einu málsvarar sveitanna og landsbyggðar er út í hött. Í raun held ég að VG séu einna verstu málsvarar þeirra. Það sem við þurfum sýst á að halda á landsbyggðinni eru talsmenn afturhalds og framkvæmdaleysis.
Rúnar Þórarinsson, 6.4.2007 kl. 10:21
Halldór hafði allavega vit á því að yfirgefa hið sökkvandi skip. Þó á hann og sú hirð sem hann hefur safnað um sig mesta "sök" á því hvernig komið er fyrir flokknum. Sterk staða flokksins í gegnum áratugina hefur ávallt byggt á stöðu hans sem miðjuflokks. Flokkurinn passaði sig á því að starfa til skiptis til hægri og vinstri til að styggja ekki umtalsverðan fjölda stuðningsmanna sem hafa ávallt talið sig vinstramegin við miðju. Þetta fólk fer nú og kemur líklega aldrei aftur, enda er exbé orðið ekkert annað en hækja fyrir sjálfstæðisflokkinn sem selur sál sína fyrir bitlinga og einkavinavæðingar. Svo virkar flokkurinn sem atvinnumiðlun fyrir metnaðarfull meðalmenni sem myndu hvergi ná frama, hvað þá verða milljarðamæringara, nema í gegnum bitlinga flokksins.
Í framtíðinni tel ég að exbé verði 5-10% flokkur, svipað og miðflokkarnir í Noregi og Svíþjóð. Flokkakerfið er að þróast úr gamla fjórflokkakerfinu út í 3+3 kerfi, þar sem 3 stórir flokkar og 3 smáflokkar (eins stafs flokkar) sitja á þingi. Ég geri þessu betri skil á blogginu mínu. Frjálslyndi flokkurinn virðist vera á hraðferð að verða eins og Danske Folkepartied og reynir að hala á hættulegum miðum útlendinga og kynþáttafordóma, Íslandshreifingin er að skapa sér stöðu sem víðsýnn, umhverfisvænn mið/hægriflokkur, svona blanda milli Radikale venstre í Danmörku (sem er hægriflokkur þrátt fyrir nafnið) og græningja í Finnlandi (sem virðast nú á leið í hægristjórn). Framsókn heldur síðan áfram sem atvinnumiðlun. Ætli það sé ekki pláss á þingi fyrir alla þessa flokka. Vonandi sjáum við þó VÍSa stjórn í vor, enda virkilega kominn tími á breytingar. Það þarf að gefa báðum stjórnarflokkunum frí.
Guðmundur Auðunsson, 6.4.2007 kl. 13:47
Rúnar!
Ég var nú eiginlega að tala um sveitafylgi Framsóknarflokksins fyrst og fremst, enda er það hans fylgishrun sem við erum að pæla í. Sveitafólk er auðvitað ekki allt framsóknarfólk, ekki frekar en þú og ég, en Framsóknarflokkurinn er nú samt að uppruna flokkur bænda og hefur gegnum tíðina sótt mikið af fylgi sínu til hinna dreifðu bygða.
Ég heyri víða þann tón hjá bændum að þeir "ætli bara að kjósa kommana"
Það má vel vera að þú sjáir harða málsvara fyrir bændur í öllum flokkum þó að ég sjái þá ekki. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stela þinglýstum jörðum af bændum með atbeina óbygðanefndar og kratarnir í Samfylkingunni hatast við bændur eins og þeir hafa alltaf gert, kenna okkur um hátt matvælaverð og segja okkur á ríkisjötunni.
Því miður þá eru "Vinstri vitlaus" þau einu sem tala máli bænda á þingi.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 15:36
Rúnar, ég gleymdi að taka það fram að ég er sammála þér í því að "það sem við þurfum sýst á að halda á landsbyggðinni eru talsmenn afturhalds og framkvæmdaleysis" .
Það má ekki skilja orð mín svo að ég geti hugsað mér að kjósa VG þó ég sjái eitthvað smávegis jákvætt við þá. Þetta er auðvitað argasta afturhald þessi flokkur á flestum sviðum
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.