Sjokkerandi uppgötvun

Hilary Swank í Boys don´t Cry Hún er ansi sjokkerandi sagan af 14 ára stúlkunni í Washington-fylki í Bandaríkjunum sem komst að því að 17 ára kærastinn hennar var í raun þrítug kona. Mikið er fjallað um þetta í bandarískum fjölmiðlum í dag og miklar vangaveltur eru um þetta á bloggsíðum vestanhafs. Mun hafa komist um hina þrítugu Lorelei Corpuz vegna þess að lögreglan athugaði hvort bíllinn sem hún ók á væri stolinn. Upp komst um ógreiddar sektir fyrir umferðarlagabrot og uppruni eigandans leiddi hið sanna í ljós.

Þetta mál minnir mjög á hina sjokkerandi sögu af Teena Brandon, sem lifði sem maður undir nafninu Brandon Teena og átti kærustur og taldi sjálfum sér og öðrum trú um að líf hans/hennar væri líf karlmanns. Teenu var nauðgað og síðar myrt í desember 1993 þegar að upp komst um bakgrunn karaktersins, enda var samkynhneigð ekki viðurkennd í Nebraska, þar sem þessir atburðir áttu sér stað og olli þessi uppljóstrun sviptingum í smábæ á borð við þetta. Sakamálið sem fylgdi í kjölfarið varð mjög mjög áberandi í Bandaríkjunum og um allan heim og þótti mjög sorglegt.

Þessi ógleymanlega saga, sem var í senn bæði sorgleg og ógleymanleg, var sögð í kvikmyndinni Boys Don´t Cry árið 1999. Í myndinni átti leikkonan Hilary Swank stjörnuleik í hlutverki Teenu/Brandons og hlaut óskarsverðlaunin fyrir stórfenglega túlkun sína. Þessi frammistaða Swank er einn eftirminnilegasti leiksigur i sögu bandarískra kvikmynda síðustu áratugina. Það er svo sannarlega upplifun að sjá þá mynd, þó vissulega sé hún ekkert skemmtiefni.

Datt helst þetta mál í hug þegar að ég heyrði, enda er vissulega með ólíkindum að fólk geti villt á sér heimildir svo lengi og jafnvel reynt að þykjast vera af öðru kyni og vera jafnvel í samböndum af þessu tagi. En þetta er svo sannarlega frétt sem vekur athygli, það þarf ekki að kvarta yfir því.

mbl.is Kærastinn var í raun þrítug kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sá heimildarmynd fyrir nokkuð löngu síðan um atburðina sem áttu sér stað í Nebraska og það sem kom fyrir Teenu/Brandon. Ég get aðeins sagt að ef einhvern tíma hafi orðin ''white trailer trash'' haft meiningu í mínum huga þá var það þegar ég horfði á þessa mynd. Það var talað við allt þetta fólk sem upplifði atburðina, morðingjana, eiginkonur þeirra o.sfrv. Guð almáttur. Ekki minnstu iðrun að finna á þessu fólki. Að þeirra mati átti Brandon skilið allan hryllinginn og var réttdræpur vegna þess að hann var ''freak''. Það var ótrúlega sjokkerandi að horfa á þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.4.2007 kl. 02:31

2 identicon

Hrein mey Lore hún var lei,
hexið sautján ára í gæru,
hélt hún væri happafley,
Húsavíkur var með mæru.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband