Sorgleg endalok á föstudaginn langa

Flak skemmtiferðarskipsinsÞað var frekar dapurlegt að heyra þá frétt fyrsta í morgunfréttum Ríkisútvarpsins að morgni föstudagsins langa að skemmtiferðarskip hafi sokkið á Eyjahafi og að franskra feðgina um borð sé saknað. Nær allir farþegarnir, 1600 talsins, voru fluttir í land en feðginin voru eftir og urðu örlög þeirra ljós um seinan.

Það er vissulega afrek að tekist hafi að bjarga svo mörgum farþegum farsællega en það að ekki hafi allir komist lífs varpað auðvitað skugga á björgunarafrekið. Það mætti þó kannski segja að mesta afrekið sé vissulega að ekki skyldu fleiri láta lífið þar. Það er hægt að líta misjafnlega á hvernig til tókst við björgunina.

Eftir tíu daga, 15. apríl nk, verða 95 ár liðin frá því að farþegaskipið Titanic fórst. Það var skipið sem aldrei átti að geta sokkið. Það sökk þó í jómfrúarferðinni sinni. Örlög skipsins hafa verið efniviður i margar bækur og frásagnir, sérstaklega í tveim ólíkum en óviðjafnanlegum kvikmyndum frá ólíkum tímaskeiðum. Um daginn horfði ég á gömlu myndina, frá árinu 1953.

Öllu frægari er þó kvikmyndin risavaxna frá árinu 1997. Hún var tæknivætt meistaraverk, stór og öflug, eins og skipið sem er sögusviðið nær alla myndina, frá glæsilegri brottförinni í Southampton til endalokanna miklu sem er færð í glæsilegan en þó svo sorglegan búning. Það atriði kemur sterklega til greina sem sorglegasta og um leið svipmesta augnablik kvikmyndasögunnar.

Titanic varð stærsta kvikmynd 20. aldarinnar, tilnefnd til 14 óskarsverðlauna og hlaut 11, hið mesta í sögu Óskarsverðlaunanna. Lykillag myndarinnar er hér í spilaranum, eitt stórbrotnasta kvikmyndalag sögunnar að mínu mati. Þetta er mynd sem er hollt að sjá reglulega. Kannski maður líti á nokkur brot af henni á eftir.


mbl.is Tveggja farþega af sokknu farþegaskipi saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FÓR MEÐ SVONA FERLÍKI á milli Krítar og Aþenu ásamt syni mínum, hinum hálfa Húsvíkingi. Fimm hæðir, eitt þúsund farþegar og annað eins í áhöfn, kirkja í miðju fjallinu. Fórum einnig saman í álíka fjalli á milli Stokkhólms, Helsinki og Tallinn (Dallinn), borgar Dananna í Eistlandi, þar sem gaman er að syngja með Eistunum. Mæli með öllu ofangreindu, enda þótt ferjur á vegum hins gríska ferjumanns Phlegyas við Styx (Στυξ) hafi á öllum þessum slóðum sokkið eins og Framsóknarflokkurinn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 15:49

2 identicon

STYX er greinilega ekki hægt að skrifa hér með grískum stöfum. Nú er dymbilvikan og næst kemur páskavikan, sem ungviðið heldur að hafi byrjað síðastliðinn sunnudag. Sumir halda meira að segja að vikan byrji hér á mánudegi, eins og í mörgum útlöndum og Biflíunni, þar sem Hann hvíldi sig á sunnudegi eftir "harla gott" sex daga verk. Allt er á hverfanda hveli og heimur versnandi fer, Halldór Ásgrímsson lagstur í þunglyndi og hættur að brosa í Kaupinhafn. "Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það," sagði forveri hans, Steingrímur Hermannsson, í hinu háa forsæti en sessan datt úr því hjá báðum.

Steini Briem (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sökk ekki Títanic þann 12. april?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl Guðrún Magnea

Nei, Titanic sökk aðfararnótt 15. apríl 1912. Það lagði af stað frá Southampton yfir Atlantshafið þann 10. apríl 1912. Þú getur lesið allt hér um sögu Titanic.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.4.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband