Glæsilegur sigur Jógvans í X-Factor

Jógvan Hansen

Mér fannst allt frá upphafi X-Factor-keppninnar að Færeyingurinn Jógvan Hansen væri stjarnan sem mest væri varið í af öllum fjöldanum. Glæsilegur og afgerandi sigur hans í keppnislok kemur mér ekki á óvart, enda bar hann algjörlega af. Mér fannst hann, Guðbjörg, Hara og Siggi Ingimars vera í algjörum sérflokki í keppninni. Kannski var Inga Sæland líka hinn duldi sigurvegari, enda var hún ekki beint staðalímynd í svona keppni.

Jógvan sannaði í kvöld úr hverju hann er gerður, tók mjög ólík lög og sérstaklega var áhugavert hjá honum að blanda saman Lionel Ritchie og Bon Jovi. Nýja frumsamda lagið var líka sem sniðið fyrir hann. Og sigurinn var afgerandi, krýning er rétta orðið. Þjóðin heillaðist af Færeyingnum metnaðarfulla.... og hún kaus hann. 70% kosning Jógvans segir allt sem segja þarf. Hann kom, sá og sigraði. Einfalt mál það. Og ég held að hann eigi farsæla framtíð fyrir sér í söngnum.

Held að það sé rétt munað hjá mér að hann endaði aldrei á botninum í gegnum alla keppnina. Segir meira en mörg orð um stöðu mála. Hann fékk líka mikla skólun á samstarfinu við umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, sem er auðvitað hreinn meistari á sínu sviði. En Hara er líka sigurvegari að vissu marki. Þær heilluðu þjóðina, voru flott dúó saman og alveg eldfimar, þær munu alveg hiklaust slá í gegn ekkert síður. Var reyndar rosalega svekktur þegar að Siggi var sendur heim fyrir miðja keppni, enda átti hann ekki skilið að fara út svo snemma. Sorglegt bara.

Var rafmagnað andrúmsloft er úrslitin voru tilkynnt. Bæði stóðu Jógvan og Hara sig vel í kvöld en þetta var að mínu mati alveg tryggt hjá Færeyingnum. Hef ekki verið í vafa um sigur hans meginhluta keppninnar. Var framan af hræddur um að erlendur uppruni hans, þó kominn sé frá frændþjóð okkar fornri og góðri, myndi spilla fyrir möguleikum hans, en það gerði það sem betur fer ekki. Enda á talent að njóta sannmælis.

En já, þetta voru gleðileg úrslit. Sendi Jógvan mínar bestu kveðjur með glæsilegan sigur og óska honum að sjálfsögðu velgengni á tónlistarbrautinni, en þar liggur farsæld hans mun frekar en í því að klippa hár fólks. Það er eflaust rífandi stemmning í Færeyjum núna. Þau í Klakksvík hljóta að vera gargandi glöð. Sendi auðvitað góðar kveðjur til frænda okkar í Færeyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ánægð með sigur Jógvans, frábær drengur sem á vonandi eftir að gleðja okkur oftar með söng sínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 00:55

2 identicon

Jógvan hann dræjar hjörinn,
heitur leikurinn kæri sunginn,
og nú dojari dökkvari fjörinn,
hann dregur augað í punginn.

Steini Briem (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, þetta var bara snotur sigur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2007 kl. 01:28

4 identicon

Takk kærlega fyrir Stebbi!

Jógvan (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband