Pólitískt áfall Ingibjargar Sólrúnar

ISG Könnun Gallups á stöðu stjórnmálaleiðtoganna er mikið reiðarslag fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Staða hennar veikist sífellt, mestu munar þar um að konur hafa misst trúna á pólitískri forystu hennar. Það er beisk staðreynd fyrir konu sem var áberandi innan Kvennalistans. Hún var forystukona á vettvangi kvennabaráttunnar. Það að konur treysti frekar þremur karlmönnum til forystu eru mikil tíðindi og augljóslega mesta áfallið sem Ingibjörg Sólrún gat nokkru sinni orðið fyrir. Það er mjög sjokkerandi áfall fyrir hana.

Það er erfiður mánuður framundan fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta er tíminn sem ræður framtíð hennar í stjórnmálum. Það blæs ekki byrlega. Það hefur reyndar verið ljóst mánuðum saman að það hefði syrt í álinn fyrir hana, en staða flokksins og hennar virðist mjög slæm og það er aðeins mánuður til kosninga. Rúmir 30 dagar eru stuttur tími, en gæti verið lengi að líða fyrir einhverja pólitískt. Þetta er eiginlega make or break tími fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, ef svo má segja. Þetta verður örlagaríkur tími. Annaðhvort mun hún og flokkur hennar floppa stórt eða bjarga sér með einhverju sem helst mætti kalla kraftaverk.

Það er ekki annað í stöðunni eins og viðrar núna. Þessi könnun sýnir enda að landsmenn hafa misst traustið á Ingibjörgu Sólrúnu. Á þessum tímapunkti kosningabaráttunnar fyrir fjórum árum hafði hún sterka stöðu meðal kvenna og var vinsælli en Davíð Oddsson í könnunum Gallups. Það er kaldhæðnislegt að bera stöðuna þá saman við það sem gerist nú. Það að Ómar Ragnarsson sé vinsælli meðal kvenna segir söguna mjög sterkt. Það er eflaust mesta áfallið fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að hafa konurnar ekki með sér í baráttunni. Að því leyti má segja að ógæfa hennar felist fyrst og fremst. Vinstrikonur hafa færst yfir til vinstri grænna. Það virðast vera stóru umskiptin. Það kristallast þarna.

Það hefðu þótt stórtíðindi í kosningabaráttunni 2003 hefði einhverjum dottið í hug að missa út úr sér að fleiri konur myndu treysta Steingrími J. Sigfússyni til landsmálaforystu en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem þá var forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Þá gekk Ingibjörgu Sólrúnu vel og margir töldu framan af baráttunni að hún yrði forsætisráðherra. Samfylkingin mældist meira að segja stærri en Sjálfstæðisflokkurinn hjá Gallup í mars og apríl 2003. Svo snerist straumurinn örlítið. Samfylkingin bætti við sig fylgi en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mistókst naumlega að komast inn á þing. Segja má að stjórnmálaferill hennar hafi verið ein sorgarsaga frá kosninganóttinni 2003.

Það hefði þótt kaldhæðnislegt fyrir ári í mestu þrengingum Halldórs Ásgrímssonar að einhver hefði líkt Ingibjörgu Sólrúnu við hann. En að mörgu leyti er svo komið að tekið er að fjara undan Ingibjörgu Sólrúnu, jafnvel innan eigin raða, með sama hætti og var tilfellið með Halldór. Það þarf ekki klókan stjórnmálaskýranda til að lýsa þessari stöðu Ingibjargar Sólrúnar sem felst í þessari skelfilegu mælingu fyrir hana sem skelfilegri. Hún virðist föst með flokkinn í lágum fylgismörkum og sjálf hefur hún ekki tiltrú landsmanna. Það að hún sé aðeins vinsælli en Jón Sigurðsson og Guðjón Arnar hlýtur að skelfa hana og flokksmenn hennar.

Eflaust munu Samfylkingarmenn standa með formanni sínum næstu 30 dagana, í gegnum það sem eftir stendur af kosningabaráttunni. Það verður reynt á þeim bænum að snúa vörn í sókn. En þessi staða er fjarri því að vera álitleg fyrir nokkurn stjórnmálaflokk og leiðtoga hans. Þetta er lamandi staða og mjög vond, enda má ekki gleyma því að þetta er stjórnmálamaður sem eitt sinn var talin vonarstjarna vinstrimanna og fékk tækifærið sem formaður flokks síns út á þann sess. Fari kosningarnar svona fyrir flokknum mun það verða mjög áberandi fylgistap, það verður metið pólitískt áfall.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig að andrúmsloftið verður pólitískt fyrir Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eftir fimm vikur þegar að lokatölur í þessum alþingiskosninum liggur fyrir, dómur landsmanna verður ljós. Verði hann eitthvað í líkingu við skoðanakannanir og dómur landsmanna yfir leiðtoganum verði í einhverjum takti við það sem könnun Gallups segir hljóta allra augu að beinast að því hvernig fari fyrir forystu flokksins.

Það eru örlagaríkar vikur framundan fyrir flokk og formann. Það munu allir stjórnmálaskýrendur fylgjast vel með því hvort að stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins verði fyrir skell af þessu tagi. Kannski verður það stóra spurningamerki kosningabaráttunnar hvort að sá flokkur sem verði fyrir mestum skakkaföllum verði stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Mikil verða nú tíðindin fari það svo.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Mjög svo athygliverð niðurstaða svo ekki sé meira sagt.  Enda finnst mér einhvernveginn allt baráttuþrek úr samfylkingafólki sem hefur borið mest á hér á moggabloginu. Merkilegt alveg og fær mann til að íhuga hvort það sé komin uppgjöf í liðið?

Guðmundur H. Bragason, 8.4.2007 kl. 01:44

2 identicon

STÆRÐIN SKIPTIR EKKI MÁLI, það veit kvenfólkið mæta vel og hefur alla tíð vitað. En enn hafa hellisbúarnir, nokkrir álkarlar, ekki áttað sig á því. Aðalmálið að hún Samfó litla geri sitt gagn, sem hún gerir svo sannarlega, og stjórn hinna vinnandi og skapandi stétta kemst á stóran kopp í vor, blóm og friður loks í landinu. Steini í góðum gír, konur allar brosandi út að eyrum, einnig Flateyringar með sín flötu eyru, en hellisbúarnir allir enn í myrkraverkunum, berandi fötur fullar af myrkri fram og til baka á Bakka, þeim sjálfum til yndisauka en engum til gagns.

Steini Briem (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 03:13

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

á Steni Briem við að hann sé að biðla til Sjálfstæðisflokkins að líta á Samfylkinguna, kannski ekki sem fallegustu stílkuna,kostinn, heldur sem möguleika sem gæti gert sama gagn

Guðmundur H. Bragason, 8.4.2007 kl. 03:39

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, Stefán Friðrik, ráðleysi virðist í vaxandi mæli ríkja í röðum helstu forkólfa Samfylkingarinnar. Hvað eru menn að bralla á þeim bæ ? Hvar eru stóru háværu kanónurnar Helgi, Mörður og Össur ? Það heyrist ekki mikið í þeim þessa dagana.Eru þeir allir lagstir undir feld, hver í sínu fleti til bjarga sjálfum sér og/eða þjóðinni ? Sjálfur hefi ég mesta trú á Össuri, en þau felldu hann. Það var mikið óheillaspor og upphaf martraðarinnar, tel ég. Meira seinna.

Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.4.2007 kl. 05:57

5 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þetta er alls ekki góð mæling.

Það hefur heppnast stefnan hjá Sjálfsstæðismönnum að snúa út úr öllu sem konan hefur sagt og reynt að gera hana ótrúverðuga í málflutningi. Þessi níð eru ekki gleymd.

Ingibjörg er geysilega sterk kona. Hún stendur þetta af sér, en það versta er að það hefur tekist að smita þennan óþverra inn í okkar raðir, og er það miður. Við munum snúa ofan af þessu, ég trúi ekki öðru.

Við beitum ekki þeirri stefnu að níða fólk niður, höfum aldrei talið það vænlegt. En sú stefna sjálfsstæðismanna hefur gengið fram til þessa.

Eggert Hjelm Herbertsson, 8.4.2007 kl. 09:22

6 identicon

sæll Stefán

Þú hlýtur að vera í stöðugu sambandi við Ingibjörgu Sólrúnu í það minnsta ef miðað er við hvað þú virðirst hafa mikla innsýn í hennar áfallastuðul.

En auðvitað hlýtur þessi niðurstaða að skelfa hana og allt hennar slegti.  Það hlýtur að vera verulegt áfall að vera í stjórnarandstöðu og vera alveg að gera í buxurnar.

kv

PK 

Páll K (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 09:26

7 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Við Samfylkingarmenn erum ekkert að bugast Stebbi minn hinsvegar mætti telja að Geir þinn Haarde hafi náð í hulinsskikkjuna sem Mogginn fjallar um í dag. Hann þorir greinilega ekki í baráttuna svo nokkru nemi heldur skýlir sér á bak við sitt fólk og Moggann, það er nú varla burðugur leiðtogi er það?

Lára Stefánsdóttir, 8.4.2007 kl. 10:44

8 identicon

Það eru nú sennilega fáir hræddir við ISG. Hinsvegar erum við mörg hrædd um misbeitingu valdsins komist hún í ríkisstjórn. Sagan hræðir í þeim efnum. Hinsvegar tel ég að hún hafi farið offarir og ekki sýnt almenningi skilning heldur nýtt sér PR ráðgjafa auðmanna og forsetans sem nú skilar henni þessari útreið. Hún hefur gert flest rangt sem formaður jafnaðarmanna. Legg til að Samfylkingin sætti sig við þessa vonlausu stöðu, finni sér nýjan formann núna sem Sjálfstæðismenn treysta sér til þess að vinna með. Mann eins og Stefán Ólafsson t.d., konu eins og Svafríði Jónasdóttur t.d.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 10:45

9 identicon

Af hverju ættir þú ekki að svara mér og úr hvaða glerhúsi? Hvar lest þú uppgjöf hjá mér? Hef ég verið að gefast upp eða lestu Baugsfjölmiðla án gagnrýni? Það að tala um ótta er barnalegt. Hvað á að óttast? Í hvert skipti sem hún talar, talar hún fylgið niður. Hún hefur ekki sýnt fram á hvernig jöfnuði verður náð ekki vill hún auka skatta á stórfyrirtækin, eða?

En þú skrifar hér að ofan að jöfnuður í samfélaginu sé hræðilega mikill. Einmitt það væri nú vont fyrir Samfylkinguna að viðurkenna það en sennilega eru þetta mistök hjá þér og þú átt við ójöfnuður auðvitað. Af hverju er ójöfnuður mikill hér á landi Arnþór? Svaraðu því í stað þess að gera lítið úr mér. Þú græður nú varla neitt á því.

Annað það vill svo til að ég hef áhuga á örðum málum en Baugsmálinu en spurðu formanninn þinn hvað henni finnist um ákærurnar sem opinberaðar voru eftir að hún hrópaði að um pólitískt mál væri að ræða. Þvílíkt bull. Baugur var á almenningshlutabréfamarkaði en menn höguðu sér eins og þeir einir ættu tekjurnar en aðrir bæru ábyrgð á reikningunum. Ég er hundleið á þessari orðræðu Samfylkingarfólks út í mig og ætla mér að svara ykkur fullum hálsi. Formaðurinn þinn ætti að skammast sín fyrir það sem hún hefur látið út úr sér gagnvart lögreglu og ákæruvaldinu sem og mér einnig. Það voru orð sem betur hefðu verið ósögð. Ráðlegg þér að taka ekki að þér vald dómsstóla.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 12:02

10 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég veit ekki hvar Ingibjörg Sólrún á að hafa misbeitt valdi sínu Jónína, þegar hún hafði síðast völd þá voru vinsældir hennar mjög miklar. Þó menn reyni að kasta rýrð á störf manna eftirá þá var reynslan sú að hún var alltaf endurkjörin á meðan hún var í framboði.

Baugsmálið er fyrir dómstólum og þeirra er að dæma það mál eins og þú segir réttilega. Það er óeðlilegt að túlka umræðu um framkvæmd dómsmála eins og um sé að ræða að haldið sé með einhverjum í dómsmáli. Ég geri greinarmun þar á, hver sem er hvort sem hann er sekur eða saklaus á rétt á að reka mál sitt fyrir dómi. Hinsvegar er svo spurningin sem maður veltir fyrir sér hvort allir hafi efni á því.

Lára Stefánsdóttir, 8.4.2007 kl. 12:12

11 identicon

Flott bloggsíða hjá þér

Kveðja

Dunni 

Dunni (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:07

12 identicon

Af hverju áttir þú ekki að svara mér? Er ég ekki svaraverð? Merkilegt að þér þyki það, og þó.

Gott að þér er skítsama um Baugsmálið. Það er samt merkilegt að orð Ingibjargar Sólrúnar sem hún lét hafa eftir sér um Baugsrannsóknina virðast hafa farið inn um eitt og út um annað eyra Samfylkingarfólks. Hún er sú eina sem gerði málið pólitískt þrátt fyrir að hún vissi manna fyrst um þær bókhaldsbrellur sem stundaðar voru!

Sumum misbauð offorsið og eru horfnir til annarra flokka.

Ég er ekki reið og ef þú átt við það að ég svari þér er það nú sennilega meira til þess að reyna koma vitinu fyrir þig en gera þig reiðan.

Sannleikurinn ætti hinsvegar að vera þér ljós ef þú fengir þig til þess að lesa um hann. Vera má að Samfylkingin geti leiðrétt misskiptinguna sem ég er sammála þér um að er allt of mikil, en hún gerir það ekki með þessum leiðtoga það er hverjum manni augljóst eða svo til hverjum. Ingibjörg Sólrún er afskaplega ótrúverðugur jafnaðarmaður og talar út og suður og fælir frá sér hæfa stjórnmálamenn eins og Stefán Jón t.d.

Það er samt fyndið að það að rökræða við ykkur fer alltaf út í persónulegt skítkast út í mig. Ég er bara eins og þið með mínar skoðanir og fæ vonandi að hafa þær áfram Arnþór. Þér er heimilt að hafa þínar.

Annað væri það nú!

Gleðilega páska og gott að þú fékkst þína kjarabót í fákeppninni á matvörumarkaði. Ég sé hana ekki þegar ég versla í öðrum löndum. Hér er samráð og fákeppni, ekkert annað. Það þarf að laga. Það er verið að okra á þér eins og á mér! Svo er logið að okkur um álagninguna. En nú er mál að linni. Læt þetta duga enda páskar ekki tími fyrir þras.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 15:39

13 identicon

Hún veldur þessu bara ekki.  ISG var stjarna hér áður fyrr og hefur eflaust verið góð í vissum málefnum innan borgarpólítíkurarinnar.  En þá var öldin önnur. 

Ég treyst hinsvegar ekki Samfylkingunni til að leiðrétta svokallaðan ójöfnuð í landinu.  Meðulin hjá þeim yrðu að beita skattkerfinu til þess, en það tekst hinsvegar ekki.  Að vísu myndu kjör hinna lægst launuðu batna sem er gott, en hinsvegar skiptir það engu máli fyrir hátekjufólk (sem er nú orðið nokkuð mikið af hér á landi) hvort það borgi 35% skatt eða 45% skatt, þessi hópur fengi mikið í sinn vasa eftir sem áður.  Þeir sem myndu borga brúsann yrði fólkið með meðaltekjurnar, þ.e. hinar vinnandi stéttir sem sveitar baki brotnu til að skrimta og koma sér upp húsnæði.  Skattkerfisbreytingar Samfó myndu bitna harðast á þessu fólki.  Þetta er líka fólkið sem er ekki í aðstöðu til að draga frá skatti ýmsa liði sem t.d. aðrir geta, auk þess að ýmis skerðingarákævði bitna harðast á þessum hópi.

Örninn (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 16:12

14 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég ætla ekki að rökræða við Jónínu um Baugsmálið, enda hef ég ekki lesið það nógu vel til að geta tekið afstöðu í málinu. Ég hef bara ekki úthald í þetta mál lengur - búinn að fá nóg. En ég er orðinn þreyttur á þessu "Baugsmiðla" tali. Heldur fólk að Þorsteinn Pálsson og Ari Edwald séu handbendi baugsmanna? Ég held bara ekki - hef samt ekki hugmynd um það.

Ég skil alveg að fyrir suma er þetta persónulegt mál. Ég skil vel að Jónínu líkaði ekki við að blanda pólitík í þetta mál - ég finn samt pólitíska lykt af málinu, lykt af því að lykilmenn innan Sjálfsstæðisflokksins (ekki Sjálfsstæðisflokkurinn sjálfur) hafi komið að rótum þetta. Ég hef þetta á tilfinningunni, en hef svo sem ekkert fyrir mér í því, annað en tölvupóstana sem alþjóð sá. Ég held samt Jónína, að óvild Sjálfsstæðismanna í garð Ingibjargar séu ekki útaf þessu. Og ef rýnt er í þessa skoðanakönnun þá er Samfylkingarfólk minnst illa við aðra leiðtoga.

Ég held t.d. að Geir H Haarde sé mætur maður, einnig Steingrímur J, Guðjón Arnar, Jón Sig o.s.frv. Einnig er Ómar Ragnarsson goðsögn í lifandi lífi og erfitt að hafa eitthvað á móti honum.

Ég held að fólk sem er í framlínu stjórnmála sé almennt gott fólk, sem vill láta gott af sér leiða. Við eigum ekki að búa til persónulega óvild í garð stjórnmálamanna - þeir eiga það ekki skilið.

Eggert Hjelm Herbertsson, 8.4.2007 kl. 16:31

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

"hræddir við Ingibjörgu Sólrúnu"???

Sem sjálfstæðismaður þá er ég nú meira hræddur við Steingrím J heldur en ISG. Ég held ég hafi aldrei nokkurntíman lesið önnur svör við gagnrýni á ISG frá samfylkingarmönnum heldur en að allir séu svo hræddir við hana. Þjóðin er greinilega nær öll hrædd við hana og treystir henni ekki. Ef hún væri eins sterkur og öflugur leiðtogi og jafnaðarmenn tala um þá myndi öll gagnrýninn hafa enginn áhrif því almenningur myndi treysta henni frekar enn gagnrýnendunum. En svo er nú ekki og hún er rétt aðeins vinsælli heldur en formaður flokks sem boðar að því er nánast útlendingar hatur. 

ISG er bara lúinn stjórnmálamaður sem tókst ekki að koma sér úr sveitarstjórnar stjórnmálum yfir í landsmálastjórnmálin. Hún hefur samt 30 daga til þess að búa til kraftaverk og draga fylgið frá VG yfir til samfylkingarinnar og öðlast traust á ný.

Stjórnmálaleiðtogar geta átt slæma daga og slæm ár. En slæmu árin eru ófyrirgefanleg ef þau eru kosningarár. kosningarárinn telja mest. Þannig að ég spái því að hún muni standa og falla með kosningunum í næsta mánuði. 

Fannar frá Rifi, 8.4.2007 kl. 18:02

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eftir að hafa lesið ALLT sem er skrifað hér að framan, hvarflar að mér að við búum á mismunandi tímabeltum hér á landi. Hvernig er hægt að vera svona rosalega ósammála ? nema auðvitað einfaldlega vegna þess að við erum svo ferlega ólík, það sem einum finnst gott, finnst öðrum prump.  Pollyannan í mér er kát. Eitt er líka sem ber að skoða vel, það eru kröfur fólks til þess að eiga allt, strax. Það er til fátækt og ríkidæmi og svo meðalvegurinn og hann er nú alltaf bestur, þó svo það sé örugglega voða gaman að vera ríkur og þurfa ekki að láta peninginn duga út mánuðinn, heldur geti bara farið í varasjóðinn. Mín pólutíska reynsla er sú að vinstra-fólk gerir alltaf miklu minna en það segir, fyrir þá sem minnst meiga sín, þeir nota okkur í kosningabaráttunni en svo erum við ekki í huga þeirra lengur, það fullyrði ég. Ég hef haft það lang jafna best með hægri menn við stjórnvölinn og vil ekki skipti bara til að skipta. Elskið friðinn og kyssið á kviðinn. Páskakveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 18:14

17 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er kátbroslegur lestur hér. Stebbi elskar Bush...Reagan og Björn Bjarnason...það vitum við hér. Og svo hatar hann ISG sem ég veit ekki til að hafi gert honum nokkurn skapaðan hlut. Ég er búinn að fylgjast með þessum vinsældamiðurstöðum Gallúp mjög lengi og get nánast sagt fyrirfram hvernig hún kemur út. Muna menn...Össur var með óvinsælli mönnum þegar Samfó fékk 30% síðast og Jón Baldvin var alltaf neðstur...þó allir dýrki hann í dag.

Ég hef mína skoðun á Geir Haarde þó svo hann sé efstur í þessari könnun...hann er ofboðslega slappur pólitíkus en fínn gæji...það telur í þessu.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.4.2007 kl. 19:32

18 identicon

Jónína er ekki komið nóg.  Reyndu að vinna bug á hatrinu inní þér. ISG hefur ekkert gert þér til að verðskulda svona hatur og heift. Líttu þér nær og horfðu á þinn eigin flokk. Hann hefur verið við völd í 16. ár. Á þeim tíma  hefur Baugur blomstrað en samkeppniseftirlitið koðnað niður. Kona líttu þér nær, líttu þér nær ....

Ægir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 22:26

19 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

heheheh  ég verð að viðurkenna það að við lestur alls sem skrifað hefur verið hér að ofan þá runnu tár niður kinnar og voru það tár er koma er maður hlær dátt

Þetta er yndislegt líf. Gleðilega páska öll saman 

Guðmundur H. Bragason, 8.4.2007 kl. 22:30

20 identicon

Hvað er svona hlægilegt Guðmundur, næ því ekki.  En gott að þú skemmtir þér vel. Gleðilega páska !!

Ægir (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 23:34

21 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Jú Ægir minn, lífið er fullt af skemmtilegum og fyndnum atriðum. við erum bara alltof alvarlega þenkjandi oft á tíðum að við sjáum það ekki. Gleðilega páska sömuleiðis

Guðmundur H. Bragason, 9.4.2007 kl. 00:27

22 Smámynd: Snorri Bergz

Eggert Herbertsson segir:

"Við beitum ekki þeirri stefnu að níða fólk niður, höfum aldrei talið það vænlegt. En sú stefna sjálfsstæðismanna hefur gengið fram til þessa."

Nú er manni  öllum lokið. Það hefur einmitt verið helsti bústofn kratanna, einkum ISG, að níða niður fólk, sér í lagi Davíð, Björn Bjarna og aðra, sem stóðu í vegi fyrir stefnu kratanna, að komast til valda, no matter what.

En þetta hlýtur að hafa verið brandari hjá EH

Snorri Bergz, 9.4.2007 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband