Gleðilega páska

Páskar Ég vil óska lesendum vefsins gleðilegrar páskahátíðar, og vona að þeir hafi haft það notalegt í dag og eins yfir helgina alla.

Þetta hefur verið alveg virkilega góður dagur hjá mér. Það fylgir dögum á borð við þennan að fara í messu, borða góðan mat og njóta þess besta með fínni afslöppun.

Það var ágætt að líta í páskaeggið sitt. Það kemur misjafnlega góð speki úr þeim, en að þessu sinni sást þar málshátturinn; Ekki er allt gull sem glóir.

Horfði á þrjár magnaðar kvikmyndir eftir hádegið og framundir kvöldfréttatíma og horfði á fína sjónvarpsdagskrá í kvöld. Þeir stóðu sig betur í þeim pakkanum á Stöð 2 að mínu mati.

En í heildina mjög góður dagur. Vona að þið hafið öll haft það gott og rólegt í dag. Efast þó um það að allir hafi verið rólegir ef marka má sum kommentin í umræðunni um Ingibjörgu Sólrúnu hér neðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir góða kveðju. Já, mönnum var misheitt í hamsi á blogginu í dag. En nú er spennandi vika framundan í mínu kjördæmi, skoðanakönnun og formenn á miðvikud. veit ekki enn hver verður fyrir I, kemur í ljós. Eigðu góða viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna Ásdís. Vona að þið hafið haft það gott um hátíðirnar.

Já, þetta verður aldeilis spennandi á miðvikudaginn. Verður gaman að sjá könnunina og kosningafundinn þar. Annað kvöld verða formenn flokkanna í panel í Ríkissjónvarpinu. Þá hefst kosningaumfjöllun RÚV formlega. Verður áhugavert.

Ég hef heyrt kjaftasögur um að Ósk Vilhjálmsdóttir sem var í Silfri Egils um daginn eigi að leiða Íslandshreyfinguna í Suðurkjördæmi. Verður fróðlegt að sjá hvort að það verði svo.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.4.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Gleðilega páska

Guðmundur H. Bragason, 9.4.2007 kl. 00:33

4 identicon

MINN EGGJALEIÐARI hljóðaði svo í herrans nafni og fjörutíu: "Betri er Vinstri grænn krókur en Framsóknarkelda."

Einhvern veginn finnst mér fara betur á að segja og skrifa "vefjar", frekar en "vefs". Við segjum til dæmis "vefjarhöttur" en engan veginn "vefshöttur". En þetta er náttúrlega smekksatrði eins og allt annað í lífinu. Farðu vel með þig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband