Ekki er nú öll vitleysan eins.....

Það var athyglisvert, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið, að lesa grein stjórnmálafræðiprófessorsins sem leggur til, með háðsádeilutóni, að Bandaríkjaher geri frekar sprengjuárás á Ísland en Íran. Mér skilst að þetta sé mikils metinn stjórnmálafræðiprófessor við Princetonháskóla í New Jersey, þannig að seint verður þetta talinn vitleysingur, ef svo má að orði komast. Þetta er greinilega mikil háðsádeila, sem eflaust stuðar mjög Íslendinga að einhverju marki.

Sjálfur hef ég verið algjörlega andsnúinn innrás í Íran. Það er alveg lágmark að bandamenn komi skikki á stöðu mála í Írak áður en þeir svo mikið sem íhugi að fara inn í önnur lönd. Það er alveg ljóst að staðan í Írak er mjög slæm og fjarri því að lykilmarkmið þess sem gera átti fyrir fjórum árum hafi tekist. Það er alveg fjarstæðukennt að horfa annað á meðan að staðan er með þessum hætti að mínu mati.

Það er víti til varnaðar og mjög afleitt mál telji t.d. Bandaríkjamenn rétt að fara inn í önnur lönd með mörg ókláruð verkefni í gangi og erfiða stöðu sem gnæfir enn í fréttum. Horfði á þáttinn Inside Iraq á Sky News nú eftir hádegið. Það var fræðandi þáttur og augljóst sjónarhorn í þá átt að staða mála í Írak er skelfileg og fer fjarri því batnandi.

mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég tel að bandamönnum hafi mistekist eftirleikurinn. Það var að mínu mati illa staðið að honum. Abu Ghraib-málið og mörg fleiri skemmdu mjög fyrir og framkoma hermanna bandamanna bætti ekki fyrir. Allt hefur þetta verið sem olía á bál. Annars er þetta ekki verkefni einnar þjóðar, heldur fóru fleiri en ein þjóð í þetta. Það er ekki hægri-vinstri dæmi, enda eru leiðtogar þjóðanna tveggja úr ólíkum áttum og hægrimaðurinn Jacques Chirac, fráfarandi forseti Frakklands, var einn harðasti andstæðingur innrásar og kratinn Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýskalands, rauf böndin við Blair, sem hafði verið ein af hans sterkustu pólitísku fyrirmyndum í kosningasigri vinstrimanna í Þýskalandi 1998, með athyglisverðum hætti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.4.2007 kl. 16:58

2 identicon

PRÓFESSORINN færði einungis stefnu Bush frá Írak til Íslands. Þó öll heimsbyggðin viti hversu víðáttuvitleysa Bush er stór í sniðum veit hún einnig að hann þarf ekki að gera innrás hér, heldur fóru Kanar héðan í óþökk íslensku ríkisstjórnarinnar, sem Bush plataði upp úr skónum til að styðja innrásina í Írak.

Öll heimsbyggðin veit einnig að Bush gerir aldrei innrás í Íran og hann fengi engan stuðning til þess frá öðrum ríkjum eftir allar ófarirnar í Írak. Persarnir tóku nýlega nokkra Tjalla í sinni landhelgi, svipað og við Klakverjar höfum margsinnis gert áður með góðum árangri. Þetta blessaða "heimsveldi" hefur því verið margrassskellt af smáþjóðum heimsins, svo undan hefur sviðið í hvert skipti. Sömu sögu er að segja af Könum í Írak og Víetnam.

Og Tjallarnir voru svo illa búnir þegar þeir komu hingað til að "hernema" Klakann í Seinni heimsstyrjöldinni að Klakverjar héldu að þar færu Eyvindur og Halla, loks komin til byggða. Ekki hefur búnaður og herkænska Tjallanna batnað mikið frá þeim tíma og ekki skánar nú ástandið í Írak þegar herprinsinn þeirra verður sendur þangað blindfullur. Það verður nú aldeilis dansað í Hruna þegar Írakarnir ná honum í bólinu með einhverri kellingunni. 

Steini Briem (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er alveg sammála Stebba stuð að Bandaríkin verða að koma skikk á hlutina í Írak áður en þau ráðast á Ísland.  Það væri reyndar frábært ef Bush losaði okkur við Framsóknarflokkinn.

Björn Heiðdal, 9.4.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband