Prófessor biður Íslendinga afsökunar

Jæja, þá hefur bandaríski stjórnmálafræðiprófessorinn við Princeton-háskóla í New Jersey beðið íslensku þjóðina afsökunar á umdeildum ummælum sínum sem mikið voru í fréttum í gær. Ég held að þau hafi stuðað ansi marga, maður fann það bara á viðbrögðunum á bloggsíðum og í umræðunni. Einhverjir aðrir litu á þetta sem grín, græskulaust gaman og blaður í bláinn jafnvel.

Ég skrifaði um þetta mál hér í gær og sagði mína skoðun á lykiládeilunni sem hann var í raun að beina að, hvort Bandaríkin ættu að ráðast á Íran, og fjallaði aðeins um það í og með. En orðaval hans má vel vera að hafi verið húmor en þau féllu ekki í kramið hér á Íslandi tel ég. Það hvernig hlutnirnir eru orðaðir ræður oft úrslitum um það hvernig þau verða dæmd.

En viðbrögðin hafa greinilega ekki látið standa á sér til prófessorsins. Greinilegt er að þar hafa Íslendingar verið mjög áberandi við að láta skoðun sína í ljósi, og það með líflegum hætti.


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband