Sjálfstæðisflokkurinn sterkur í Reykjavík suður

Geir H. HaardeSkv. kjördæmakönnun Gallups í Reykjavík suður mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með fimm kjördæmakjörna þingmenn þar. VG mælist stærri en Samfylkingin þar og hafa báðir flokkar tvo kjördæmakjörna menn, Samfylking og Framsóknarflokkur missa báðir kjördæmakjörna þingmenn, yfir til Sjálfstæðisflokks og VG. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin ná skv. þessu því ekki kjördæmakjörnum manni inn.

Sjálfstæðisflokkur: 40,4% (38,3%)
VG: 23,6% (9,3%)
Samfylkingin 22,6% (33,3%)
Framsóknarflokkur: 4,9% (11,3%)
Frjálslyndi flokkurinn: 4,2% (6,6%)
Íslandshreyfingin: 4,1%

Þingmenn skv. könnun

Geir H. Haarde (Sjálfstæðisflokki)
Björn Bjarnason
Illugi Gunnarsson
Ásta Möller
Birgir Ármannsson

Kolbrún Halldórsdóttir (VG)
Álfheiður Ingadóttir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Samfylkingu)
Ágúst Ólafur Ágústsson

Fallin skv. könnun

Jónína Bjartmarz
Sæunn Stefánsdóttir
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Mörður Árnason

Þetta er merkileg niðurstaða. Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi og Jónína Bjartmarz og Sæunn Stefánsdóttir eru órafjarri þingsæti. Frjálslyndir falla niður og eru jafnir Íslandshreyfingunni sem virðist ekki beint vera að fá það fljúgandi start sem talað var um. Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög vel með fimm kjördæmakjörna og gætu eygt möguleika á sjötta manni í þessari stöðu, Dögg Pálsdóttur, hæstaréttarlögmanni. Samfylkingin tapar nokkru fylgi og missir einn kjördæmakjörinn mann í stöðunni og Mörður Árnason er kolfallinn af þingi skv. þessu. VG bætir miklu við sig.

Þetta er allavega athyglisverð mæling, sem gefur ágætis vísbendingar og pælingar í pólitísku umræðuna.


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ert þú ekki búinn að gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn er nær alltaf ofmetin í skoðanakönnunum miðað við kosningar. Því er 40% fylgi fjarri því að vera sterk staða flokksins í kjördæminu þegar flokkurinn fékk yfir 38% fyrir tveimur árum. Ef þetta er allur árangurinn þá hefur xD alls ekki efni á því að fagna, þetta er alls ekki góðar tölur fyrir flokkinn í þessu kjördæmi, flokkurinn þyrfti að vera í um 45% til að vera í sókn í kjördæminu.

Góðu fréttirnar eru auðvitað þær að Framsókn er að þurkast út í Reykjavík. Spái flokknum engum þingmanni í borginni.

Guðmundur Auðunsson, 10.4.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gott ef úrslit kosninganna verða nálægt þessu, léleg útkoma Samfylkinginnar er mér ekki áhyggjuefni. Flokkur sem hefur eins óljósa stefnu, hefur ekkert að gera með mikið fylgi.

Ragnar G. 

Ragnar Gunnlaugsson, 10.4.2007 kl. 17:24

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ragnar, fyrst þér finnst stefna Samfylkingarinnar óljós, þá vill ég benda þér á: Stefnunaverðlaunatillögur um nýjar hugmyndir í atvinnulífið, rammaáætlunina um náttúruvernd Fagra Ísland, stefna flokksins í barnamálum, sjálfstæða utanríkisstefnu.. og á morgun er fundur á Grand Hótel um efnahagsmál.

Þessi innistæðulausu blammeringar um stefnuleysi eru pínu pirrandi. Sem ungliði innan Samfylkingarinnar finnst mér þetta koma algjörlega úr hörðustu átt frá stuðningsmönnum ríkistjórnar sem tala um frjálshyggju í orði.. en í raun byggir hún stalínískar virkjanir, heldur verndarhendi yfir ríkisstyrktasta landbúnaðarkerfi í heimi og eykur stuðning við landbúnaðarkerfið með ofur-sauðfjárssamningum. 8% verðbólga, og skv. seðlabankanum er komandi 20% gengisfall og 5% atvinnuleysi.. og enn hrópa sjálfstæðismenn húrra og klappa hvor öðrum á bakinu.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.4.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Rúnar Þórarinsson

Vegna þessa eilífa tals um það að Sjálfstæðisflokkurinn sé alltaf ofmetin í könnunum, vil ég benda á það að þetta hefur ekki alltaf verið raunin.  Fyrir síðustu kosningar má segja að fylgið hafi orðið mjög lálægt því sem að kannanir höfðu sagt til um og athugið það að í kosningunum 1995 þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn meira fylgi heldur en kannanir köfðu spáð.  Það ber því að fara varlega í að setja algerlega samasem merki á milli þessa.  Hitt ber þó að líta á að smá framboð, með lítið fylgi, mælist alltaf heldur ílla í könnunum og því er ekki óeðlilegt að smáu framboðin fái meira í kosningum en könunum.

Rúnar Þórarinsson, 10.4.2007 kl. 22:56

5 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Stefán.

Skv. könnuninni er VG með 23,6% og Samfylkingin með 22,6% sem þýðir að VG er stærri en ekki öfugt eins  og þú segir.  Ekki það að þetta skipti svo sem miklu máli, en rétt skal þó vera rétt.

kveðja

Árni Þór Sigurðsson, 10.4.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Árni Þór

Takk kærlega fyrir ábendinguna. Frétt mbl.is er semsagt röng, en þar segir að Samfylkingin hafi 26%, en ég las bara þessa frétt áður en ég skrifaði um þetta útfrá henni og gaf mér að þetta væri rétt. Takk fyrir enn og aftur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.4.2007 kl. 23:40

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Guðmundur: Það er ekkert algilt með það. Kosningarnar 1995 eru gott dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið meira í kosningum en könnunum. Hér á Akureyri í fyrra fékk Sjálfstæðisflokkurinn meira upp úr kjörkössum en kannanir á lokasprettinum sýndu. En þetta er vissulega misjafnt. Annars er þetta vísbending, ekkert annað. Enn eru rúmir 30 dagar til kosninga og mikil óvissa enn með stöðuna.

Ragnar: Já, þetta er ekki góð mæling fyrir Samfylkinguna í kjördæmi formanns flokksins, þ.e.a.s. að vera minni en VG.

Rúnar: Takk kærlega fyrir gott komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 01:00

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ekki sýna kannanir að Ómar og Margrét séu að ná flugi. Vandræðagangur þeirra við að manna lista er að verða ansi áberandi. Það er mikið af dauðum atkvæðum í Reykjavík suður skv. t.d. könnun Gallups. Þar er Íslandshreyfingin ekki að mælast með neinu flugi, þetta er kjördæmið sem Margrét Sverrisdóttir fór fram í síðast. Ef Íslandshreyfingin fer ekki að mælast fer maður nú að dæma þann flokk frekar vonlausan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 01:08

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jú, ég kalla þetta vandræðagang. Páskarnir eru liðnir og það er mjög stutt eftir af framboðsfresti. Ég var að tala um framboðslista. Framsókn er löngu búin að manna sína lista. Annars ætla ég ekki að verja þá. Hinsvegar segir sagan okkur að vanmeta ekki Framsókn. Það lærðum við hér í Norðausturkjördæmi síðast og ég get fullvissað þig um það að hér mun enginn vanmeta þá aftur. Flug þeirra árið 2003 hér var alveg með ólíkindum og þeir tóku úr flestum áttum, smöluðu inn lausafylginu. Það er ekkert gefið í þessu fyrr en kjörstöðum er lokað og talning hefst. En biðin eftir Íslandshreyfingunni er orðin löng og mér finnst þeir vera að missa af lestinni. Ég efast um að hann taki mikið af Sjálfstæðisflokki með vinstrimenn á öllum básum, ég sé ekkert nema vinstrimenn í forystu þar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 01:38

10 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það hefur komið mér svo á óvart hvað hálaunaðir alþingismenn og formenn stjórnmálaflokkanna eru,,Kauðskir"...!

Að sjá þá alla ofur stóra í sínum fínasta pússi, sitja gleyða með eina tölu hneppta á jakkanum og hálstauið, bindið sem gægist niður undan jakkanum alla leið niður að stólsetunni, Bindið virkar á mig sem sérstök hlíf á þeirra allra heilagasta og er út úr öllu korti... Hálsbindi á að ná niður á buxnastreng við komandi en ekki 30 sentimetrum neðar.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.4.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband