ESSO heyrir sögunni til - lækkar bensínið?

ESSO Það eru mikil tímamót fólgin í því að ESSO heyri sögunni til í íslensku samfélagi. Olíufélagið ESSO hefur verið áberandi hluti hérlendis í sex áratugi, allt frá árinu 1946 og verið eitt helstu olíufélaganna með Olís og Skeljungi. Nýtt nafn hlýtur að kalla á nýja ímynd og kannski vilja nýlegir eigendur nýtt upphaf.

Eitt sinn voru olíufélögin mikil tákn í pólitík. ESSO var olíufyrirtæki framsóknarmanna og mjög sterkt sérstaklega í sveitabyggðunum og framsóknarbæjunum, t.d. hér á Akureyri og víðar um landið. Skeljungur var olíufyrirtæki sjálfstæðismanna eins og flestir vita og svo var ESSO tákn vinstrimannanna en Héðinn Valdimarsson var lengi ein helsta driffjöður Olíuverslunar Íslands, Olís.

Talað er um að fyrirtækið muni taka yfirheitið Naust, en það hefur þó ekki enn verið staðfest. Með nafnabreytingunni sparar Olíufélagið fimmtíu milljónir króna árlega, enda þurfti félagið að greiða fyrir afnot af nafninu. Það vonandi lækkar bensínverðið, en einhvernveginn hallast ég þó að því að svo verði nú ekki.

mbl.is Esso-merkið kostar fimmtíu milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verður maður ekki að drífa  sig í að nota punktana???

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Punktarnir hljóta að verða alveg óbreyttir. Þetta er bara yfirnafnbreyting, en fyrirtækið er í raun það sama. Eða það hlýtur að vera allt annað en nafnið sé óbreytt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hver er svartsýnn? Hvað ertu eiginlega að meina? Voðalega er þetta eitthvað stuttaralegt komment.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég held að þetta sé bara alveg vel metið. Olíufélögin hafa verið mun duglegri við að hækka en lækka bensínverðið. Það er staðreynd, en hún er vissulega svört og vont, en svona er þetta.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband