Litlaust stjörnuhjal

Það er stundum svolítið spes að fylgjast með umræðunni um líf stjarnanna í glysheimum. Áhugi pressunnar á lífi þeirra virðist æði oft ótakmarkaður. Gott dæmi um fórnarlömb glamúrsins sem verða margtuggnar eru Britney Spears og Anna Nicole Smith. Sú síðarnefnda dó í kastljósi fjölmiðlanna og fylgst var með örlögum líkamsleifa hennar meira að segja í fjölmiðlum. Því fjölmiðlakastljósi er reyndar merkilegt nokk enn ekki lokið, þó saga stjörnunnar sem slíkrar sé orðin öll.

Díana, prinsessa af Wales, lifði í kastljósi fjölmiðlanna í mjög langan tíma. Kaldhæðni örlaganna voru líka þau að hún dó í myndavélablossa í París. Það var tragísk saga í meira lagi. Rými stjarnanna er oft ekki mikið. Líf þeirra hlýtur æði oft að vera litlaust og leiðinlegt. Einkalíf stjarnanna verður almannaeign merkilegt nokk. Það er ekki langt síðan að íslenskur tónlistarmaður varð heimsfrægur á einni nóttu. Glys frægðarinnar sligaði einkalífið hans eins og frægt varð. Frægðin varð dýrkeypt.

Ég veit ekki hvað mér kemur svosem við með hverjum Britney Spears er þá stundina og hverjir sofa hjá henni. En það virðist samt vera okkur mikilvægt. Veit ekki af hverju. Þessi glamúr og glysheimur er að verða ansi þreyttur finnst mér.

mbl.is Britney á föstu með rúmlega tveggja metra körfuboltamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Barðason

Hjartanlega sammála. Þetta er þó engin ný bóla, glysheimurinn fór illa með þá stórkostlegu leikkonu, Elísabetu Taylor, sem fyrir löngu er orðin eins konar skrípamynd af sjálfri sér. Michael Jackson er annað gott dæmi. Og dæmin eru vitaskuld ótalmörg. Mikið megum við vera fegnir, Stefán, að vera bara meðaljónar á þessari jörð!

Helgi Már Barðason, 10.4.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Marlin Monroe  en er þetta ekki tilbreyting frá stríðsfréttum og svoleiðis hvað er maður að bisast yfir því hvað er merkileg frétt og hvað er ómerkilegt ?  Þessar stjörnur vita svo sem hvað bíður þeirra þegar þær verða frægar og sumar lifa beinlínis á þessu.

Skafti Elíasson, 10.4.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Helgi Már: Mikið innilega er ég sammála. Ég er svosem ekki að segja að þetta fólk eigi að lifa í glerkúlu fjarri ys og þys, en ég veit það bara að ég vildi ekki lifa mínu lífi með paparazzi og fréttamenn á eftir mér allan daginn. Þetta er þungur fórnarkostnaður. Sjálfum finnst mér eðlilegt að frægt fólk láti sjá sig og það sé dýrkað, en við verðum að virða innsta ramma þess jafnmikið og við viljum okkar ramma fyrir okkur og okkar nánustu. Alveg sammála með Liz Taylor, hún var yndisfríð og mjög einstök í upphafi en endaði sem sorgarsaga. Hún reyndar bogaðist af þunga erilsins. Og sjá Jackson, þvílík hryggðarmynd.

Skafti: Flott innlegg. Það er svosem ekkert að því að spá í stjörnunum en sumt er meira prívat en annað. En fínn punktur hjá þér. Er ekki að segja reyndar að við eigum að láta þetta fólk lifa í kyrrþey en vonandi eru mörkin ekki alveg í öfgamörkum alveg ofan í fólki og víðsfjarri þeim. En þetta voru vangaveltur mínar svosem þegar að ég sá þessa frétt og ég mátti til með að pára örlítið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.4.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Skafti Elíasson

Fínt að pára þá hefur maður einhvað að potast í (vanalega þegar maður er ekki sammála)

Skafti Elíasson, 11.4.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skafti: Já, það er mjög gott að fá fín komment. Ekkert þurfa endilega allir að vera sammála, en málefnaleg skoðanaskipti eru alltaf góð.

Steini: Hvað ertu að meina? Skil ekkert í þessu kommenti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.4.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband