Jæja... þá vitum við það

Larry Birkhead Um fátt hefur verið meira rætt undanfarnar vikur vestanhafs en það hver hafi verið faðir dóttur Önnu Nicole Smith. Nú er ljóst eftir DNA-rannsókn að faðirinn er ljósmyndarinn Larry Birkhead, sem hefur barist fyrir rétti sínum mánuðum saman og sagst vera faðirinn. Það hefur reyndar verið með ólíkindum að fylgjast með þessu máli úr fjarska. Það hefur gnæft yfir flest annað í Bandaríkjunum, meira að segja forsetakosningarnar 2008, einkum eftir að Anna Nicole dó.

Með þessari niðurstöðu mun Larry Birkhead eflaust fá fullt forræði yfir Dannielynn Smith. Með því öðlast hann full völd í víðfrægu erfðamáli milli Önnu Nicole og fjölskyldu olíuauðjöfursins J. Howard Marshall, sem Anna Nicole Smith giftist árið 1994, en málinu lauk aldrei meðan að Anna Nicole lifði. Stelpan er einkaerfingi hinnar frægu fyrirsætu og leikkonu. Jafnframt er ljóst að Birkhead ríkir yfir dánarbúi hinnar frægu stjörnu, enda er stelpan litla aðeins hálfs árs gömul og mun ekki hljóta völd yfir sínum málum fyrr en eftir rúm sautján ár. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann nýtir völd sín í málinu.

Dramatík virðist því ætla að halda áfram á fullum krafti í kringum Önnu Nicole Smith þó að hún hafi nú sjálf hinsvegar yfirgefið hið jarðneska líf. Hún lifði og dó í kastljósi fjölmiðla. Ekki er við því að búast að þessi niðurstaða og dauði hennar bindi í raun enda á umfjöllunina. Ég hef stöku sinnum dottið inn í þáttinn Entertainment Tonight á Sirkus, rétt fyrir kvöldfréttir á Stöð 2. Það er alveg kostulegur þáttur. Það hvernig þetta mál hefur verið velt upp fram og til baka hefur vissuega verið með nokkrum ólíkindum alveg. Þetta virðist vera endalaus vella og umfjöllunarefni.

Að mínu mati er saga Önnu Nicole Smith hrein sorgarsaga - saga hennar er táknmynd þess að ríkidæmi og frægð þarf ekki að tákna gleði og hamingju. Það getur verið hrein hefnd að festast í þessu lífi. Hún er skólabókardæmi eflaust um það að fjölmiðlar geta fylgt fólki út yfir gröf og dauða. En já, ég vona að þessu máli sé nú hreinlega lokið. Þetta er orðið ágætt, er reyndar fyrir löngu orðið einum of. Það er vonandi að fjölmiðlar geti nú leyft þessari konu hreinlega að hvíla í friði.

mbl.is Birkhead er faðir Dannielynn Smith
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skildi Birkhead vera á lausu?? sá á eftir að skora feitt, eins og unga fólkið segir. Blessað barnið.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

...ohh! ég sem ætlaði að vera fyrst með fréttina....jæja svona er þetta nú bara

Heiða Þórðar, 11.4.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband