Goðsögn í lifanda lífi - hús Cash brennur

Johnny Cash og June Carter Cash Johnny Cash varð goðsögn í lifanda lífi. Hann var einn virtasti söngvarinn í bandarískri tónlistarsögu og hafði mikil áhrif í bransanum. Johnny og eiginkona hans, June Carter Cash, voru mjög áberandi í sinni tónlistarsköpun og sterk heild. Þau létust bæði á árinu 2003. Tónlist þeirra hefur lifað góðu lífi síðan og sagan af byrjun litríks sambands þeirra var sögð í kvikmyndinni Walk the Line árið 2005.

Ég skrifaði einmitt um þá kvikmynd hér að kvöldi páskadags og fór yfir skoðanir mínar á myndinni og helstu hliðum hennar. Þetta er auðvitað mjög sterk mynd, bæði í frásögn og öllum umbúnaði. Túlkun Joaquin Phoenix á söngvaranum var óaðfinnanleg, ekki aðeins lék hann Cash heldur túlkaði lögin hans með bravúr. Reese Witherspoon fékk óskarinn fyrir túlkun ferilsins í hlutverki June og markaði sig sem alvöru leikkonu með öll tækifæri í bransanum.

Heimili Cash-hjónanna í Henderson í Tennessee var þeirra helgasti reitur í lífinu. Þar áttu þau heima allan sinn búskap, allt frá giftingunni árið 1968 þar til yfir lauk árið 2003. Nú berast fréttir af því að það sé brunnið. Það eru nokkur tíðindi. Þar vann Cash nær alla tónlist sína frá árinu 1968 og þar var unnið að hinum ógleymanlegu plötum með Cash undir lok ferilsins sem römmuðu allt ævistarf hans inn í glæsilega gylltan ramma. Myndbandið við hið frábæra lag, Hurt, var þar tekið upp. Þetta hús átti sér merka sögu, einkum var byggingarstíllinn eftirminnilegur. Nýlega hafði Barry Gibb, úr Bee Gees, keypt húsið.

Í tónlistarspilaranum hér er að finna fjögur lög með Johnny Cash; Ring of fire, Hurt, On the Evening Train og We´ll Meet Again. Fyrstnefnda lagið er eitt af vinsælustu lögum ferils hans en hin eru af hinum eftirminnilegu plötum undir lok ferilsins með síðustu hljóðritununum, árin 2002 og 2003. On the Evening Train er yndislegt lag, fallegur texti og túlkunin er næm. Hurt er sterkt lag, sem rammar inn ævi söngvarans við leiðarlok. Mögnuð túlkun. We´ll Meet Again er þekktast í túlkun Veru Lynn frá stríðsárunum og hljómaði t.d. í kvikmyndinni Dr. Strangelove.

Að lokum er þar einn frægasti dúett þeirra Johnny og June; Jackson, algjört klassalag. Þarna er frægasta útgáfa þess, úr tónleikunum frægu úr Folsom-fangelsinu.

mbl.is Hús Johnny Cash brann til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir

Var Barry Gibb buin ad tryggja husid   Bara svona paeling, kannski vantadi grey kallinum pening hihihi

Annars er Johnny Cash og login hans alveg aedi

Sólrún Þórunn D Guðjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband