Samfylkingin missir þriðjung í Reykjavík suður

Ingibjörg Sólrún Það blæs ekki byrlega fyrir Samfylkingunni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Flokkurinn stendur illa í nær öllum skoðanakönnunum, miðað við kjörfylgið 2003, og vinsældir leiðtogans hafa minnkað verulega frá síðustu þingkosningum. Í nýrri kjördæmakönnun í Reykjavík suður, kjördæmi formanns og varaformanns Samfylkingarinnar, sem birt var í gær hefur flokkurinn tapað þriðjungi fylgisins.

Samkvæmt þeim könnunum er Samfylkingin að missa kjördæmakjörinn þingmann en gæti jafnvel fengið jöfnunarmann. Engu að síður er allavega eitt sæti fyrir borð í því sem ætti að vera lykilkjördæmi Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í tæpan áratug og þótti sigursæll stjórnmálamaður. Þessi kjördæmakönnun í kjördæmi hennar boðar fátt gott fyrir Samfylkinguna. Mörður Árnason er kolfallinn af þingi sem fjórði maður á lista miðað við tölurnar.

Það er raunalegt fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins að mælast í svona mikilli down-stöðu og fátt virðist þar ganga. Það að Ingibjörg Sólrún væri óvinsælli en vinsælli meðal kvenna voru mestu tíðindi könnunar á fylgi stjórnmálamannanna. Staðan í Reykjavík suður er enn ein vondu tíðindin í sarp allra annarra undanfarinna mánaða. Staðan fyrir flokk og formann kristallaðist vel í greiningu minni hér fyrir nokkrum dögum. Það sést sífellt betur að þetta verður erfið kosningabarátta fyrir Ingibjörgu Sólrúnu.

Það er aldrei gott fyrir flokk sem hefur aldrei verið í ríkisstjórn og verandi með leiðtoga sem hefur haft tvö ár til að byggja upp sterkan stjórnarandstöðuflokk fyrir kosningar að mælast svona illa. Þett er erfið staða og greinilegt af viðbrögðum Samfylkingarmanna, í kommentum hér og annarsstaðar, að þar er hrein afneitun í gangi á þeirri vondu stöðu sem uppi er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Verðum að vanda okkur um helgina til þess að reka enn traustar flótta Samfóliða.

Passa uppá, að Flokkurinn fri nú ekki í enn eina Einkavæðingargryfjuna.

Verjum infrastrúktúrinn,

Vítin í BNA og Bretlandi ættu að nægja.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Skyldi gerast einhver tíðindi á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina, skyldu verða óvæntar breytingar á stjórn hennar?

Eitthvað verða þau til bragðs að taka.

Ágúst Dalkvist, 11.4.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi minn, hér eru um aukningu um 2% frá síðustu könnun, frá sama aðila. Þannig að þetta er aukning frá þeirri mælingu - allt á uppleið

Eggert Hjelm Herbertsson, 11.4.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Björgvin:
Þú talar um að hætta beri væli en heldur því svo áfram. Og hvaða skítkast er þetta sem þú ert að tala um og Ingibjörg á að hafa orðið fyrir??

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.4.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Nú það er auðvitað skítkastið sem Davíð Oddsson varð aldrei fyrir. Eins og flestir muna þá báru ISG og hennar fylgismenn sérstaka virðingu fyrir Davíð og pössuðu sig ávallt á því að láta það aldrei spyrjast út að þau hefðu látið eitt einasta styggðaryrði um Davíð falla. Þess vegna geta þau í dag haldið því fram með hreinni samvisku að aldrei hafi neinn íslenskur stjórnmálamaður orðið fyrir annari eins orðræðu eins og ISG núna!

Egill Óskarsson, 12.4.2007 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband